Bæjarins besta


Bæjarins besta - 21.05.2009, Side 4

Bæjarins besta - 21.05.2009, Side 4
4 FIMMTUDAGUR 21. MAÍ 2009 Karl Guðmundsson bóndi að Bæ í Súgandafirði sýnir barnabörnunum handtökin við að marka. Óvenjumikil frjósemi í ár Sauðburður er í fullum gangi í sveitum landsins og er því nóg um að vera hjá sauðfjárbændum. Bæjarins besta skrapp í heimsókn að sveitabýlinu Bæ í Súganda- firði og forvitnaðist um hvernig gengi á þessum háannatíma. Fyrsta ærin sem bar þar var fimm- lembd. Það bar vitni um hvað koma skyldi en óvenju mikil frjó- semi er í ár. – Hvernig hefur sauðburðurinn gengið hjá ykkur? „Hann hefur gengið mjög vel. Við erum með 479 kindur og lömb og þar af eru 423 ær sem bera. Sauðburðurinn byrjaði 27. apríl, sem var viku of snemma miðað við sæðinguna. Þar af leið- andi tekur þetta lengri tíma, en sauðburði ætti að ljúka hjá okkur kringum mánaðamótin maí-júní,“ segir Karl Guðmundsson bóndi. – Mikil frjósemi hefur verið hjá ánum hér í ár og var ein ærin fimmlembd sem verður að teljast mjög óvanalegt. „Já, það kom ein með fimm lömb, sem er óvanalegt hjá okkur, en kannski ekki svo mjög þaðan sem hún er. Ég keypti hana frá Mýrum í Dýrafirði. Það hefur oft verið mikil frjósemi þar. Hún er sjálf með tvö lömb og tveimur komum við undir aðrar kindur, en eitt þeirra féll frá.“ – Er ekki mikil stemmning þegar kemur að sauðburðinum? „Þetta er heilmikil vinna og margar vökunætur sem fylgja þessu. En ungviðið hefur mikinn áhuga á þessu og vill fá að taka þátt. Barnabörnin koma um helg- ar og þeim þykir ógurlega gaman að fylgjast með. Enda er mikið um að vera, það eru að bera 20- 30 kindur á dag og því eru að fæðast allt upp í 50-60 lömb dag- lega. Það hefur verið óvenjumikil frjósemi í ár og margar ær eru tví- og þrílembdar. Ekki veit ég hvaða ástæða er fyrir því en þær hafa sjálfsagt fengið eitthvað gott yfir fengitímann.“ – Það eru fleiri en barnabörnin sem hafa áhuga á þessu krafta- verki lífsins en fólkið í Bæ hefur ósjaldan boðið til sín skólabörn- um á þessum tíma. „Það er alltaf gaman að fá krakkana í heimsókn enda þykir þeim mjög gaman að þessu. Þau sjá þetta ekki á hverjum degi, hvað þá þegar þau ná að sjá ein- hverja kindina bera, það er mikil upplifun fyrir þau. Einnig hefur komið til okkar fólk frá Ísafirði með smákrakka og þeim finnst þetta spennandi“, segir Karl Guð- mundsson bóndi, sem er nú orð- inn þaulvanur þessum gangi lífs- ins. – thelma@bb.is

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.