Bæjarins besta - 21.05.2009, Side 5
FIMMTUDAGUR 21. MAÍ 2009 5
Verslun Bónuss á Ísafirði fagn-
ar 10 ára afmæli sínum um þessar
mundir en verslunarkeðjan var
stofnuð fyrir 20 árum. „Við höf-
um verið á Ísafirði í tíu ár og þar
var okkur tekið með kostum og
kynjum og hefur okkur liðið vel
þar allar götur síðan. Það er alveg
með ólíkindum hvað Vestfirð-
ingar hafa tekið okkur vel“, segir
Jóhannes Jónsson, stofnandi
Bónuss. Í tilefni af afmælinu er
unnið að endurbótum á búðinni.
„Það er verið að laga búðina svo-
lítið til, gera hana aðgengilegri
og endurnýja hluti sem náttúru-
lega láta á sjá eftir mikla notkun“,
segir Jóhannes. „Ég verð fyrir
vestan í kringum uppstigningar-
dag og þá ættum við að vera
klárir í slaginn með endurbætta
búð“, segir Jóhannes.
Verslun Bónus hefur verið vel
tekið af Ísfirðingum og nær-
sveitamönnum síðan hún var
opnuð í júní 1999. Þess má geta
að árið 2006 voru Jóhannesi af-
hent verðlaun ísfirskrar alþýðu.
Það var þó ekki auðveld ákvörð-
un á sínum tíma að vera með
sama verð á Ísafirði og á höfuð-
borgarsvæðinu. „Ég ætla ekki
láta sem fraktin vestur sé ódýr
eins og Vestfirðingar þekkja vel
sjálfir. En það hefur bara verið
svo mikil verslun á Ísafirði að
þetta hefur alveg gengið upp. Það
hefur líka komið sér vel fyrir
fjölskyldufólk fyrir vestan að
hafa lægsta verðið á landinu“,
segir Jóhannes.
Fyrsta Bónusverslunin var opn-
uð í apríl 1989 í Skútuvogi. Fjöldi
verslana er nú tæplega 30 á
Íslandi og fjórar í Færeyjum.
Bónus á Ísafirði 10 ára
Mikið verður um dýrðir um
hvítasunnuhelgina er íþróttafé-
lagið Hörður á Ísafirði heldur
upp á 90 ára afmæli félagsins.
Dagskrá afmælishátíðarinnar er
glæsileg en hún hefst kl. 18 á
föstudeginum með setningu af-
mælishátíðarinnar á Harðarskála-
flöt þar minnisvarði um skálann
verður vígður. Kl 20 sama dag
verða sýningar á taekwondo og
júdó ásamt keppni í Þrastarglímu
í íþróttahúsinu á Torfnesi. Á
laugardeginum kl. 09.30, verður
afhentur bikaraskápur í íþrótta-
húsinu Torfnesi og kl. 10 hefst
keppni um Vestfirðingabeltið.
Kl. 11 verður minningarmót
um Guðna Albert kóngabana í
glímu. Kl. 13 mætir meistara-
flokkur Harðar, Selfossi í hand-
knattleik og kl. 15.30 hefst há-
tíðardagskrá þar sem verða ræðu-
höld, heiðranir, leiksýning, tón-
list og vígður nýr félagsfáni. Á
sunnudageginum kl. 12 verður
frjálsíþróttamót yngri flokka og
kl. 14 lýkur afmælishátíðinni með
vítaspyrnukeppni milli ,,heldri“
Harðverja og Vestra púka.
Fjölbreytt afmælisdag-
skrá Harðar á Ísafirði
Útvegsmenn og fiskverkendur
í Ísafjarðarbæ skora á bæjaryfir-
völd að beita áhrifum sínum til
að koma í veg fyrir þau áform
ríkisstjórnarinnar að koma fyrn-
ingarleið í sjávarútvegi á. Áskor-
un þessa efnis var afhent bæjar-
stjórn Ísafjarðarbæjar á fjöl-
mennum fundi þar sem mættir
voru átján einstaklingar sem
starfa í sjávarútvegi. Í áskorun-
inni segir að fyrningarleiðin sé
aðför að rekstrargrundvelli at-
vinnugreinarinnar og þar með
undirstöðu lífsafkomu fjölda
fólks sem starfi í sjávarútvegi og
þjónustugreinum tengdum hon-
um. Kölluðu útvegsmennirnir
fyrningarleiðina feigðarleið.
„Jóhanna Sigurðardóttir, for-
sætisráðherra, áréttaði í viðtali
þann 6. maí sl. að áform um að
fara svokallaða fyrningarleið í
sjávarútvegi væru enn í fullu gildi
og að þeim yrði beitt. Útvegs-
menn og fiskverkendur um land
allt, hvort sem þeir gera út stór
skip eða smá, hafa eindregið
varað við að þessi leið verði farin.
Með fyrningarleið er verið að
gera að engu þá hagræðingu sem
nauðsynleg hefur verið í sjávar-
útvegi undanfarin ár. Þessi leið
er aðför að rekstrargrundvelli at-
vinnugreinarinnar og þar með
undirstöðu lífsafkomu fjölda Vest-
firðinga sem starfa í sjávarútvegi
eða þjónustugreinum tengdum
honum. Við núverandi aðstæður
í þjóðfélaginu er glapræði að
vega að undirstöðuatvinnugrein
landsbyggðarinnar.
Við skorum á bæjaryfirvöld
að beita áhrifum sínum til að
koma í veg fyrir þessa aðför. Við
skorum á ykkur að standa vörð
um stöðuleika sem er forsenda
afkomu atvinnugreinarinnar og
gjaldeyrisöflunar þjóðarinnar.
Vestfirskur almenningur þarf á
því að halda að raddir ykkar heyr-
ist á opinberum vettvangi til
stuðnings sjávarútvegi,“ segir í
áskoruninni.
Útgerðarmenn skora á bæjarstjórn
að beita sér gegn fyrningarleiðinni
Frá fundinum í Stjórnsýsluhúsinu.