Bæjarins besta


Bæjarins besta - 21.05.2009, Qupperneq 6

Bæjarins besta - 21.05.2009, Qupperneq 6
6 FIMMTUDAGUR 21. MAÍ 2009 Útgefandi: H-prent ehf., kt. 600690-1169, Sólgötu 9, 400 Ísafjörður, sími 456 4560, fax 456 4564 Ritstjóri: Sigurjón J. Sigurðsson, sími 892 5362, bb@bb.is Blaðamenn: Thelma Hjaltadóttir, símar 456 4693 og 849 8699, thelma@bb.is Birgir Olgeirsson, símar 456 4560 og 867 7802, birgir@bb.is Ritstjóri netútgáfu bb.is: Sigurjón J. Sigurðsson Ljósmyndari: Halldór Sveinbjörnsson, sími 894 6125, halldor@bb.is. Ábyrgðarmenn: Sigurjón J. Sigurðsson og Halldór Sveinbjörnsson Lausasöluverð er kr. 400 eintakið með vsk. Veittur er afsláttur til elli- og örorku- lífeyrisþega. Einnig sé greitt með greiðslukorti. Önnur útgáfa: Ferðablaðið Á ferð um Vestfirði. · ISSN 1670 - 021X Spurningin Ætlar þú að ferðast um Vestfirði í sumar? Alls svöruðu 510. Já sögðu 402 eða 79% Nei sögðu 54 eða 10% Óvíst sögðu 57 eða 11% Netspurningin er birt viku- lega á bb.is og þar geta lesendur látið skoðun sína í ljós. Niðurstöðurnar eru síðan birtar hér. Ritstjórnargrein Víða steðjar vandi að Snjóflóðið á Seljalandsdal sem rústaði sumarhúsabyggðinni í Tunguskógi leiddi til þess að skíðaparadís Ísfirðinga var flutt um set, ef svo má orða. Í framhaldi var byggður varnargarður á Múlanum. Umdeild framkvæmd á sínum tíma. Vissulega mikið umhverfisrask, sem missti athygli og umtal eftir því sem fram liðu stundir. Fyrir- hugaðar snjóflóðavarnir í Kubbanum eru umdeildar líkt og garðurinn á Múlanum forðum. Sitt sýnist hverjum um nauðsyn þeirra og telja þeim fjármunum, sem til þarf, betur til annarra verka varið. Víða steðjar vandi að. Byggðum á Íslandi stafar ekki bara hætta frá allt um liggjandi fjallgörðum hvort heldur er í vorleysingum eða svartnætti vetrarins. Hlýnandi loftslag og bráðnun jökla segir til sín í hækkandi yfirborði sjávar og mun gera í enn ríkari mæli eftir því sem ár og aldir líða, ef fram fer sem horfir með breytingar í lofthjúpi jarðar. Eyri við Skutulsfjörð er ein þeirra byggða þar sem ágangur sjávar er vandamál undir vissum kringumstæðum. Um er að ræða sjóvarnar- garðinn við Pollgötuna á Ísafirði. Þegar stórstreymi og sterk vestanátt fara saman er umferð um götuna ekki fýsileg. Við þær aðstæður virkar sjóvarnargarðurinn eins og stökkpallur fyrir vindbáruna á Pollinum. Vegagerðin er sögð uppi með áætlanir til lausnar. Þær munu þó, eftir því sem best er vitað, aðeins til þess fallnar að draga úr bráðasta vandann. Þótt það sé gott út af fyrir sig er vilji bæjaryfirvalda er annar. Þau vilja að farið verði í gerð tveggja garða sem í senn ,,verja Pollgötuna fyrir sjógangi og um leið skapa aðstæður sem búa hér til góða höfn fyrir smábáta,“ að sögn Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar. Hann kveður samgönguráðherra hafa verið kynnt málið með ósk um samstarf Vegagerðar, Siglingamálastofnunar og bæjaryfirvalda. Trúlega verður ekki hjá því komist að betrumbæta sjóvarnargarðinn þar sem hann er lægstur. Sú plástrun dregur sjálfsagt úr vandanum en leysir hann ekki. Eina raunhæfa lausnin er gerð varnargarðs (garða) sem nær að brjóta upp báruna áður en hún skellur á grjótgarð- inum við Pollgötuna. Slíkur varnargarður býður upp á möguleika fyrir snoturri smábátahöfn, sem setja myndi svip á miðbæinn. Ástandið í þjóðfélaginu gefur ekki tilefni til bjartsýni á að tillögur bæjaryfirvalda nái fram að ganga með skjótum hætti. Engu að síður verður að horfa fram á veginn, ,,hanna og undirbúa verkefnið, það er stóra málið,“ svo vitnað sé til orða Halldórs Halldórssonar, bæjar- stjóra. Þótt á móti blási um sinn verðum við að hugsa stórt og horfa til framtíðar. – s.h. Helgarveðrið Horfur á föstudag: Hæg austlæg eða breytileg átt og þokuloft eða súld við ströndina, en annars skýjað með köflum eða bjart veður. Hiti 10-16 stig. Horfur á laugar- dag: Útlit fyrir austanátt með vætu en úrkomulítið norðanlands. Kólnar heldur í veðri. Horfur á sunnudag: Útlit fyrir austanátt með vætu en úrkomulítið norðanlands. Kólnar heldur í veðri. Ertu orðin(n) áskrifandi? Síminn er 456 4560! Mikið vatn umlauk geymslu sem hýsir Ísafjarðarkirkju hina eldri í Engidal í Skutulsfirði í síðustu viku. „Þessi staður var upphaflega valinn til að geyma kirkjuna í samráði við bæjaryfir- völd og arkitekt Húsafriðunar- nefndar. Það hefur þó komið áður fyrir í vorleysingum að áin flæði yfir bakka sína og að geymslunni. Við höfum ekki gert könnun á því hvernig kirkjunni reiðir af en ég held að það sé ljóst að gamalt timbur fer ekki vel út úr svona kringumstæðum“, segir séra Magnús Erlingsson, sóknarprest- ur á Ísafirði. Eftir að kirkjan brann árið 1987 fóru í hönd mikl- ar bollaleggingar þess efnis hvort endurbyggja ætti kirkjuna eða reisa nýja. Úr varð að ný kirkja var reist á staðnum þar sem hin eldri stóð. Söfnuðinum var þá skylt að taka gömlu kirkjuna nið- ur, spýtu fyrir spýtu, og varðveita hana, annars hefði ekki fengist leyfi fyrir niðurrifi hennar. Kirkjan var tekin niður árið 1991 og hver spýta var merkt, hvort sem þær voru heilar, fúnar eða brunnar. Því næst var smíðað utan um hana til að varðveita innviði kirkjunnar um ókomin ár. „Ég held að þessi frágangur á sínum tíma sýni að menn hafi verið að uppfylla einhverja kvöð þar sem allir sjá að þetta er nú ekki góð geymsla til lengri tíma“, segir Magnús. Aðspurður hvort annar geymslustaður komi til greina segist Magnús ekki vita til þess. „Ég sé ekki lausn á þess- um vanda sem stendur, þetta er sú lóð sem við fengum og það hefur ekki verið farið í það að finna nýja. Kirkjan er ekki með stóra sjóði og á fullt í fangi með að borga af nýju kirkjunni og halda uppi söfnunarstarfi. Að auki er boðaður er niðurskurður innan kirkjunnar. Það er bara hinn napri sannleikur að við erum með næg verkefni á okkar könnu.“ Í aðalskipulagi er gert ráð fyrir að gamla Ísafjarðarkirkja verði endurreist á viðeigandi lóð í Skut- ulsfirði. Aðspurður um þetta seg- ir Magnús ekki hafa mikla trú að af því verði. „Ég tel þetta vera gott dæmi um svona 2007 mál. Það þarf töluverða peninga til þess að byggja kirkjuna svo sómi sé að, því það yrði að gera í upprunalegri mynd. Ég veit ekki hvaðan þeir peningar ættu að koma, því það er ekki eins og peningar liggi mikið á lausu í þjóðfélaginu um þessar mundir. Ekki góð geymsla til lengri tíma Gamla kirkjan er geymd í Engidal í húsi sem ber um þessar mundir svip með örkinni hans Nóa.

x

Bæjarins besta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.