Bæjarins besta


Bæjarins besta - 21.05.2009, Qupperneq 10

Bæjarins besta - 21.05.2009, Qupperneq 10
10 FIMMTUDAGUR 21. MAÍ 2009 Best að eiga heima fyrir vestan – spjallað við Hildi Halldórsdóttur líffræðing, aðstoðarskólameistara Mennta- skólans á Ísafirði og svæðisleiðsögumann á Vestfjörðum og Vesturlandi Hildur Halldórsdóttir líffræð- ingur og aðstoðarskólameistari Menntaskólans á Ísafirði kom fyrir augu alþjóðar í hinu líflega og skemmtilega liði Ísafjarðar- bæjar í Útsvari, spurningakeppni sveitarfélaganna í Sjónvarpinu í vetur. Hún er þó ekki Vestfirð- ingur að uppruna heldur úr Reyk- javík og má segja að hún hafi synt á móti straumnum. Þegar straumurinn lá suður – fólksflótt- inn margumtalaði af landsbyggð- inni og ekki síst af Vestfjörðum í sæluna á höfuðborgarsvæðinu – fluttist hún vestur á firði að loknu framhaldsnámi og settist þar að og hefur verið búsett fyrir vestan í mörg ár, fyrst á Flateyri og síðan á Ísafirði. Og það er alls ekkert fararsnið á henni og fjölskyldunni. Ekki var það á dagskránni hjá Hildi að ráðast til starfa við Menntaskólann á Ísafirði á sínum tíma. Upphafið má rekja til þess þegar þáverandi aðstoðarskóla- meistari tók í hönd hennar og sleppti henni ekki aftur. Því atviki lýsir Hildur á þessa leið: „Haustið 2001 kom ég í skól- ann til að sækja stundaskrá fyrir dóttur mína, sem var að byrja í skólanum. Þegar ég er þarna í afgreiðslunni kemur Jón Reynir Sigurvinsson aðvífandi og heilsar mér með handabandi. Svo sleppti hann ekki hendinni heldur fór að tala um að hann vantaði líffræði- kennara. Niðurstaðan varð sú, að hann fékk mig til að byrja um áramótin eða í byrjun árs 2002 að kenna líffræði og aðrar raun- greinar og reyndar sjúkraliða- greinar líka. Ég var síðan í því starfi allt til haustsins 2007, þegar ég var ráðin aðstoðarskólameist- ari eftir að Jón Reynir var orðinn skólameistari.“ Aðstoðarskóla- meistarinn – Hvað felst í því að vera að- stoðarskólameistari? Er einhver hluti af því að skamma ungling- ana og taka jafnframt við skömm- um frá foreldrunum? „Vissulega er það hluti af mínu daglega starfi, að krakkarnir koma talsvert til mín sem eins af yfirmönnum skólans ef yfir ein- hverju þarf að kvarta eða til að sækja um leyfi. Stundum líka til að fá tiltal en einnig ef þeim liggur eitthvað á hjarta, til dæmis ef þeim finnst að eitthvað mætti betur fara og svo framvegis. Eins er ég í miklum samskiptum við bæði foreldra nemendanna og kennara skólans. Ég er sá starfs- maður sem ber ábyrgð á því að kennslusviðið virki eins og það á að gera. Þetta eru kannski helstu við- fangsefnin í mínu starfi. Að öðru leyti aðstoða ég skólameistarann við daglega stjórnun, eins og seg- ir í starfslýsingu minni.“ Fjögur ár í Svíþjóð Hildur er fædd í höfuðstaðnum árið 1965 og uppalin þar og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólan- um í Reykjavík árið 1984. Síðan fór hún í líffræði í Háskóla Ís- lands og lauk þaðan BS-prófi árið 1989. Eftir það var hún í fjögur ár við nám í dýrafræði- deildinni í Stokkhólmsháskóla og fluttist að því loknu vestur á Flateyri. Þegar hún kom til starfa við Menntaskólann á Ísafirði dreif hún sig síðan í kennslurétt- indanám við Kennaraháskóla Ís- lands. – Hvað varð til þess að þú fórst í líffræðina? Eitthvað sér- stakt eða var það bara tilviljun? „Ég hafði alltaf áhuga á raun- greinum og ekki síst náttúru- fræði. Ég hafði hug á því að fara í líffræðinám í Þýskalandi. Svo varð ég ófrísk að elstu dóttur minni sumarið 1985 og þá söðl- aði ég um og skráði mig í Háskóla Íslands. Ég fór fyrst í líffræðina með það í huga að leggja stund á örverufræði og líftækni, en þegar ég byrjaði kviknaði aftur gamli náttúrufræðiáhuginn þannig að ég sérhæfði mig ekki í neinu. Sem líffræðikennari bý ég mjög að því að hafa valið mér breitt svið í háskólanámi. Ég var svolítill vingull, tók nokkra kúrsa í grasafræði og allmarga í dýra- fræði, og eitthvað tók ég í ör- verufræði af því að ég þóttist hafa áhuga á henni, að minnsta kosti í fyrstu. Það kemur sér vel í kennslunni hérna að hafa ekki valið neina sérstaka braut innan líffræðinnar.“ Vill vita deili á nemendunum Eftir að Hildur tók við starfi aðstoðarskólameistara fyrir tveim- ur vetrum er kennslan sjálf í minnihluta hjá henni eða aðeins fjórðungur af starfshlutfalli. Hitt eru stjórnunarstörf. Spyrja má hvort ekki sé leiðinlegt að kenna svona lítið en vera í staðinn að mestu á skrifstofu. „Mér finnst þetta hvort tveggja mjög skemmtilegt. Mér fannst gaman að prófa þetta stjórnunar- starf, sem var prýðilegt framhald af því sem ég hafði verið að gera. Ég hafði verið almennur kennari og síðan jafnframt sviðsstjóri á raungreinasviði, þar sem ég komst aðeins í kynni við eitthvað stjórn- unartengt. Þegar ég var hvött til að sækja um starf aðstoðarskóla- meistara gerði ég það og sé vissu- lega ekki eftir því. Samt sakna ég þess alltaf að vera ekki í meiri samskiptum við nemendurna. En þeir banka upp á hjá mér, sem betur fer. Ég lagði mig alltaf fram um að kynnast nemendum og vita einhver deili á þeim og reyni enn að halda í það, þó að það sé erfiðara eftir því sem ég kenni minna. En skól- inn er ekki stór og býður þess vegna upp á persónuleg sam- skipti.“ Mannlegu samskiptin – Er það erfiðara að vera að- stoðarskólameistari eða er það kannski léttara en að vera í fullri kennslu? „Í kennslunni hefur maður ákveðna dagskrá og skipuleggur önnina fram í tímann. Þó að stundum sé vikið frá því er vissu- lega einfaldara að hafa þetta svona skipulagt og líka er minni viðvera í skólanum þegar maður er að kenna en í skrifstofustarf- inu. En bæði þessi störf krefjast mikilla samskipta við fólk. Þess vegna er bæði í kennslunni og í stjórnunarstarfinu afar mikilvægt að vera lipur í mannlegum sam- skiptum. Ég vona að mér hafi tekist að sýna sæmilega færni á því sviði. Mér hefur líkað vel að vinna bæði störfin.“ Vestfirðir toguðu – Hvers vegna komstu vestur – á móti straumnum? „Þar má meðal annars nefna, að móðir mín Edda Arnholtz býr á Mýrum í Dýrafirði. Hún fluttist vestur árið 1983 og ég hafði alltaf tengingu þangað eftir það. Síðan kynntist ég Önfirðingi, Steinþóri Bjarna Kristjánssyni. Við giftum okkur og áttum saman tvö börn og bjuggum á Flateyri en erum skilin fyrir nokkrum árum. Ég átti heima á Flateyri í þrettán ár. Alveg frá því að ég kom fyrst í heimsókn vestur til mömmu togaði þetta landsvæði mikið í mig og mér hefur alltaf liðið vel á Vestfjörðum. Það var því ekkert órökrétt við það þegar ég kom aftur frá Svíþjóð að ég setti mig niður hérna fyrir vestan, þar sem ég kann afskaplega vel við mig.“ Fjölskylduhagir Hildur er í sambúð með Guð- jóni Torfa Sigurðssyni frá Innri- Fagradal í Saurbæ í Dalasýslu. Hann er kerfisfræðingur að mennt og var í sjö ár skólastjóri Grunnskólans í Tjarnarlundi í Saurbæ áður en hann fluttist á Ísafjörð. Núna starfar hann sem upplýsingatæknistjóri við Mennta- skólann á Ísafirði. Börn Hildar eru dætur þrjár. Elst er Tinna, sem er 23 ára mann- fræðinemi í Stokkhólmi. Næst er Arnheiður, sem á fimmtánda ári, og yngst er Jóhanna María, sem er tíu ára. Þær eru báðar í Grunnskólanum á Ísafirði. Síðan er reyndar von á fjölgun í fjöl- skyldunni því að þau Hildur og Guðjón eiga von á barni núna í haust. Söngur og leikur Hildur Halldórsdóttir er þekkt fyrir létta lund og ljúfa fram- komu. Hún er söngelsk og fólkið fyrir vestan man vel eftir kvart- ettinum skemmtilega Vestan fjögur sem starfaði um nokkurra ára skeið kringum aldamótin. Kvartettinn skipuðu tvenn hjón, annars vegar Hildur og Steinþór Bjarni á Flateyri og hins vegar Harpa Jónsdóttir kennari og Kristinn Níelsson tónlistarkenn- ari á Ísafirði. Líka söng Hildur í Kirkjukór Önundarfjarðar. „Ég er nú ekki í neinum kór eða kvartett eins og er. Það nýj- asta sem ég hef gert á þessum vettvangi var að taka þátt í sýn- ingunni Við heimtum aukavinnu, sem var samstarfsverkefni Litla leikklúbbsins og Kómedíuleik- hússins í Edinborgarhúsinu á Ísa- firði núna í vetur. Satt best að segja gekk þetta betur en við þorðum að vona og þess vegna

x

Bæjarins besta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.