Bæjarins besta - 21.05.2009, Side 11
FIMMTUDAGUR 21. MAÍ 2009 11
verðum við að fara með sýning-
una til Reykjavíkur. Mér skilst
að þar verði þrjár sýningar síð-
ustu helgina í maí. Það var af-
skaplega skemmtilegt að taka
þátt í þessu.“
Skemmtileg
aukabúgrein
Annað hugðarefni Hildar er
ferðamennska og ferðaleiðsögn
og gegnum árin fyrir vestan hefur
hún alltaf öðru hverju fengist við
leiðsögustörf. Ferðalög innan-
lands eru eitt af hennar helstu
áhugamálum.
„Að vísu hafði ég ekki aflað
mér neinna réttinda til leiðsögu-
starfa fyrr en ég fór í nám í svæð-
isleiðsögn þegar Fræðslumiðstöð
Vestfjarða bauð það hér fyrir
vestan. Þaðan útskrifaðist ég sem
svæðisleiðsögumaður á Vest-
fjörðum og Vesturlandi. Ég hef
unnið töluvert mikið við þetta hjá
ferðaskrifstofunni Vesturferðum
á Ísafirði undanfarin sumur og
reyndar tekið að mér verkefni
fyrir fleiri. Ég hef haft mjög gam-
an af þessari aukabúgrein. Það
sem heillar mig mest við leið-
sögustarfið er að fá að ferðast.
Vestfirðirnir höfða svo sterkt til
mín sem ferðamannasvæði og
þess vegna er auðvelt að gefa af
sér til þeirra sem koma í heim-
sókn.“
Því má skjóta hér inn, að Guð-
jón Torfi sambýlismaður Hildar
er líka svæðisleiðsögumaður.
Spurningarnar heilla!
Hildur er að eigin sögn ófor-
betranleg áhugamanneskja um
spurningakeppni. Eins og sagði
hér í upphafi var hún í vetur í liði
Ísafjarðarbæjar í Útsvari. Félagar
hennar þar eins og flestir ættu að
muna voru Jónas Tómasson, tón-
skáld og flautuleikari, og Páll
Ásgeir Ásgeirsson, blaðamaður,
rithöfundur og ferðagarpur.
„Ég hef sinnt því í hjáverkum
í skólanum að aðstoða nemendur
í keppninni Gettu betur. Þar
leiddi eitt af öðru þannig að ég
var beðin að taka sæti í liði Ísa-
fjarðarbæjar. Það var ljómandi
skemmtilegt, liðsfélagarnir alveg
frábærir og við náðum mjög vel
saman. Ég kannaðist aðeins við
þá Jónas og Pál áður en þekkti þá
ekki neitt.
Baldur Trausti Hreinsson leik-
ari frá Ísafirði átti að vera í liðinu
en svo gaf hann það frá sér vegna
anna og Páll Ásgeir kom inn í
staðinn samkvæmt uppástungu
Baldurs. Það var enginn smá-
fengur að fá Palla. Bæði hann og
Jónas eru ákaflega fróðir og vel
lesnir. Þetta gekk alveg þokka-
lega enda þótt við kæmumst ekki
í undanúrslitin, sem var næsta
skrefið hjá okkur.“
Að rækta fjölskyldulífið
Hvað önnur áhugamál í lífinu
varðar nefnir Hildur þó fyrst og
fremst góðar stundir með fjöl-
skyldu og vinum.
„Það reyni ég alltaf að rækta
þó að mikið sé að gera þar fyrir
utan. Eitt af því sem við höfum
gaman af er að spila hin ýmsu
spil, hvort sem þar er um að ræða
hefðbundin spil eða borðspil.“
Eins og áður sagði er Edda
Arnholtz móðir Hildar búsett á
Mýrum í Dýrafirði. Eiginmaður
Eddu og stjúpi Hildar er Valdi-
mar Gíslason bóndi og sagnfræð-
ingur á Mýrum.
Faðir Hildar er Halldór Ólafs-
son, búsettur í Reykjavík. Hann
var lengst af starfsmaður hjá
Norrænu eldfjallastöðinni og
Jarðvísindastofnun Háskóla Ís-
lands. Kona hans er Inga Dagný
Malmberg.
„Gegnum foreldra mína hef
ég fengið hinn mikla áhuga á
Íslandi og íslenskri náttúru. Líka
hef ég alltaf haft mikinn áhuga á
jarðfræði þó að ég hafi menntað
mig sem líffræðingur.“
Bróðirinn líka
kominn á Ísafjörð
„Síðan er ég svo heppin að
eiga bróður. Ég er mjög rík! Hann
heitir Ólafur Halldórsson, sjúkra-
þjálfari hérna á Ísafirði. Ég segi
að ég sé rík því að ég er svo ánægð
með það að hann skuli búa hér.
Hann er sex árum yngri en ég
og fluttist með mömmu vestur í
Dýrafjörð á sínum tíma. Svo bjó
hann í Reykjavík og síðan á
Patreksfirði og svo aftur í Reykja-
vík, en þá höguðu örlögin því
þannig að hann fluttist hingað
vestur fyrir fjórum árum. Síðan
er hann búinn að stofna hér
sjúkraþjálfunarstöð og alveg bú-
inn að setja sig niður hérna með
konu og barnaskara. Það er nota-
legt að geta aftur verið í nánari
samskiptum við hann en var í
mjög mörg ár þegar við vorum
ýmist hvort á sínu landshorninu
eða hvort í sínu landinu.“
MÍ er mjög góður
vinnustaður
– Hverfum aftur í lokin að
Menntaskólanum á Ísafirði og
starfinu þar. Hvernig gengur?
„Menntaskólinn á Ísafirði er
mjög góður vinnustaður. Núna
erum við að vinna við mjög erf-
iðar aðstæður undir niðurskurð-
arhnífnum. Það getur orðið nokk-
uð flókið að skipuleggja næstu
misseri út frá peningahliðinni.
En við brettum bara upp ermarnar
og reynum að gera það besta úr
hlutunum.
Því má ekki gleyma, að í skól-
anum er mjög fjölbreytt náms-
framboð og sérstaklega er verk-
námi gert hátt undir höfði. Líka
er skólinn í fremstu röð meðal
framhaldsskóla á landinu hvað
varðar tölvuvæðingu.“
Eins og áður kom fram er ekk-
vestan?
– Hlynur Þór Magnússon.
ert fararsnið suður á Hildi Hall-
dórsdóttur og fjölskyldu hennar.
Enda mætti þá spyrja: Til hvers
eiginlega? Hvar er betra en fyrir