Bæjarins besta - 21.05.2009, Side 12
12 FIMMTUDAGUR 21. MAÍ 2009
Fiskaflinn í nýliðnum apríl
mánuði var 28% minni en á sama
tíma í fyrra. Alls veiddust 94
þúsund tonn í ár samanborið við
130 þús. tonn í apríl fyrra. Sam-
dráttur varð bæði í botnfiskafla
og uppsjávarafla en aukning varð
í afla skel- og krabbadýra, að því
er fram kemur í nýjum tölum
Fiskistofu. Botnfiskaflinn í apríl
var liðlega 40 þús. tonn saman-
borið við 51 þús. tonn í sama
mánuði í fyrra. Þorskaflinn var
hins vegar nánast sá sami bæði
árin eða liðlega 16 þús. tonn.
Rétt er þó að minna á að pásk-
arnir voru í apríl að þessu sinni
en í mars í fyrra. Samdráttur varð
í afla flestra botnfisktegunda ann-
arra en þorsks. Meðal annars
dróst afli í ýsu saman um 5 þús.
tonn í aprílmánuði á milli ára
eða úr 11.900 tonnum í 6.800
tonn. Talsverður samdráttur varð
einnig í ufsa, karfa og grálúðu.
Merkjanleg aukning varð hins
vegar í steinbít og þykkvalúru
ásamt botnfisktegundum. Frá
þessu er greint á vef Hagstof-
unnar. – birgir@bb.is
Fiskaflinn minnk-
aði um 28% í apríl
Halldór Halldórsson, bæjar-
stjóri Ísafjarðarbæjar, áætlar að
6-8 milljóna króna sparnaður
hljótist af sameiningu Markaðs-
stofu Vestfjarða og Upplýsinga-
miðstöðvar ferðamála á Ísafirði.
Eins og fram hefur komið hafa
ráðherra ferðamála og ferðamála-
stjóri lýst því yfir að eðlilegt telj-
ist að markaðsstofum verði breytt
í landshlutastofur og eitt hlutverk
þeirra verði að reka landshluta-
miðstöðvar í stað upplýsingamið-
stöðva. Bæjarráð Ísafjarðarbæjar
telur hagræðingarmöguleika fólgna
í þessu og hefur hvatt stjórnvöld
til að hrinda því í framkvæmd
fyrir 2010. Framlag Ferðamála-
stofu til rekstrar upplýsingamið-
stöðvar í Ísafjarðarbæ hefur verið
2,5 milljónir króna undanfarin
ár en hækkar upp í 3 milljónir
vegna ársins 2009.
„Eins og kunnugt er hefur það
ákaflega lítið að segja upp í heild-
arrekstrarkostnað við rekstur
þessarar upplýsingamiðstöðvar“,
segir í bréfi Halldórs til bæjar-
ráðs. Í dag greiðir Ísafjarðarbær
eitt sveitarfélaga allan kostnað
við Upplýsingamiðstöð ferða-
mála sem er skilgreind sem lands-
hlutamiðstöð og opin allt árið.
Í dag sinna markaðsstofur
rekstri upplýsingamiðstöðva á
fjórum stöðum; á Austurlandi,
Reykjanesi, Vesturlandi og á höf-
uðborgarsvæðinu. Viðræður eru
í gangi milli Akureyrarbæjar og
Markaðsstofu Norðurlands um
þetta fyrirkomulag en ljóst er að
það verður ekki í ár en ekki er
ólíklegt að það verði 2010. Eftir
standa þá Suðurland og Vestfirðir
og hefur Ísafjarðarbær sett fram
sínar áherslur varðandi slíka
sameiningu. Þá má geta þess að
Vesturbyggð hefur velt upp
möguleika á að hætta framlögum
til Markaðsstofu þó ekki hafi
verið tekin formleg ákvörðun um
slíkt á þeim bænum enda er í
gildi áætlun fyrir árið 2009 sem
samþykkt var á fjórðungsþingi.
Ferðamálastofa undirbýr nú
endurskoðun málefna upplýs-
ingamiðstöðva og undirbúning
vegna samninga fyrir árið 2010.
Því mun verða skipaður starfs-
hópur til að endurskoða málefni
og rekstrarforsendur upplýsinga-
miðstöðva. Vegna endurskoðun-
arinnar verður öllum núgildandi
samningum milli Ferðamálastofu
og viðkomandi rekstraraðila upp-
lýsingamiðstöðva sagt upp í
haust. „Mikilvægt er að halda
þessu máli í umræðunni og tryggja
fjármagn til landshlutamiðstöðva
inn á fjárlögum“, segir í bréfi bæj-
arstjóra. – thelma@bb.is
Hagræðing í sameiningu Mark-
aðsstofu og upplýsingastöðvar
Markaðsstofa Vestfjarða og upplýsingamiðstöðin í Ísafjarðarbæ eru til húsa á Ísafirði.