Bæjarins besta - 21.05.2009, Qupperneq 13
FIMMTUDAGUR 21. MAÍ 2009 13
Sjö hundruð tonnum af þorski var slátrað úr
eldiskvíum Hraðfrystihússins Gunnvarar hf., í Hnífs-
dal frá síðasta hausti og fram að páskum í ár. Er það
mun meiri afli en á síðustu vertíðum, en 500-600 tonnum
hefur verið slátrað að meðaltali á hverri vertíð. Eldið telst
enn vera á tilraunastigi, hvort heldur er rætt um áframeldi á
veiddum smáþorski eða aleldi úr klaki. Kristján Jóakimsson,
framkvæmdastjóri vinnslu og markaðsmála hjá HG, segir
blikur á lofti, verð hafi lækkað um allt að helming í ákveðnum
flokkum og það komi illa við unga grein sem verið sé að byggja
upp.
Kristján óttast að ákveði stjórnvöld að innkalla kvótann, muni það
fyrst og fremst bitna á þróunarverkefnum eins og þorskeldi. Það verði
það fyrsta sem fyrirtækin skeri af. – birgir@bb.is
Fyrningarleiðin
ógnar fiskeldi
Flestir nefndu Vestfirði sem
mest spennandi svæðið til að
ferðast til í könnun Ferðamála-
stofu um ferðaáform Íslendinga
innanlands. Tæplega helmingur
svarenda nefndi Vestfirði en Suð-
urland og Norðurland eystra
komu þar nokkuð á eftir. Sam-
kvæmt könnuninni ætla níu af
hverjum tíu Íslendingum að ferð-
ast innanlands í sumar sem er
nokkuð hærra hlutfall en fyrri
kannanir Ferðamálastofu hafa
sýnt. Rúmlega 60% ætla ein-
göngu að ferðast innanlands,
tæplega helmingur ætlar að eyða
fleiri gistinóttum á ferðalögum
innanlands í sumar en á síðasta
ári og tveir þriðju ætla að fara að
minnsta kosti þrjár ferðir.
Niðurstöður könnunarinnar
benda til að flest ferðalög munu
eiga sér stað seinni hlutann í júlí
en þá ætla þrír af hverjum fimm
landsmanna að ferðast. Helm-
ingur ætlar hins vegar að ferðast
fyrri partinn í júlí eða ágúst, en
fjölmargir þó á öðrum tímabilum.
Þrír af hverjum fimm ætla að
gista í tjaldi, fellihýsi eða húsbíl,
tveir af hverjum fimm hjá vinum
og ættingjum og þriðjungur í
sumarhúsi í einkaeigu eða orlofs-
húsi félagasamtaka. Suðurland
og Norðurland verða fjölsóttustu
landshlutarnir, samkvæmt könn-
uninni og sú afþreying sem lands-
menn eru líklegastir að greiða
fyrir er sund, jarðböð, veiði,
söfn og sýningar.
Fjölmargir þættir hafa
áhrif á ákvarðanatöku
þegar ferðalög lands-
manna eru annars
vegar, svo sem
fjölskylda og
vinir, efnahag-
ur, veðrið, við-
burðir og áhugi
eða tengsl við
stað. Nátt-
úran, veður-
farið og per-
s ó n u l e g
tengsl eru hins
vegar þeir
þættir sem einkum hafa áhrif við
val á ákvörðunarstað.
Það sem stendur einkum í vegi
fyrir að landsmenn ferðist meira
innanlands er að þeim
finnst það of dýrt
(41%) eða þeir
geta það ekki vegna vinnunnar
(35%). Um 20% nefna veðrið og
svipað hlutafall að þeir hafi ekki
tíma.
Könnunin var unnin sem net-
og símakönnun 20.-29. apríl og
var aðferðafræðinni skipt eftir
aldurshópum. Spurningar fyrir
aldurshópinn 18-67 ára voru
lagðar fyrir í spurningavagni
MMR og var svarað á Inter-
netinu. Könnunin náði til 1400
manna úrtaks úr þjóðskrá og
var svarhlutfall 60,9%.
– thelma@bb.is
Vestfirðir mest spennandi
Vigur er ein af náttúruperlum Vestfjarða sem dregur til sín ferðamenn.