Bæjarins besta


Bæjarins besta - 21.05.2009, Page 18

Bæjarins besta - 21.05.2009, Page 18
18 FIMMTUDAGUR 21. MAÍ 2009 stíllLífs Apar og menn Utan úr heimi Makake-api horfir úr klefa sínum í apafangelsi í borginni Qimen í Anhui-héraði í Kína. Í þessu fangelsi eru um 700 apar, sem raunar hafa ekki brotið neitt af sér, fremur en fangarnir í Guantanamo margir hverjir. Þeir eru einfaldlega tilraunadýr fyrir læknisfræðilegar rannsóknir og væru eflaust tilbúnir að játa á sig hvað sem væri ef þeir gætu talað. Makake-apar eru af ætt markatta og búsettir nær eingöngu í Asíu. Einhverjir hafa þó verið fluttir í sambærileg fangelsi annars staðar í heiminum líkt og tíðkast hefur með Guantanamo-fangana. Tómstundagaman Tómstundagaman fólks og áhugamál geta verið með ýmsum hætti. Sumt getur „venjulegu“ fólki fundist vera hrein og klár klikkun. Jim Kotera sem búsettur er í Wisconsin í Bandaríkj- unum hefur það tómstundagaman og brennandi áhugamál að vinda band í hnykla. Hann hefur komið sér upp allstórum hnyklum, að ekki sé meira sagt, og hér heldur hann á einum en stendur fyrir framan þann allra stærsta. Og nú er bara að taka fram prjónana. Púttað í Andesfjöllum Konur af Aymara-þjóðflokknum leika golf á velli sem er í kringum 3.300 metra hæð yfir sjávarmáli sunnan við La Paz, höfuðborg Bólivíu í Andesfjöllum í Suður-Ameríku. Til saman- burðar er Hvannadalshnjúkur, hæsti tindur Íslands, aðeins lið- lega 2.100 metrar á hæð. Ekki er vitað um golfvöll sem liggur hærra en þessi. Í þunna loftinu sem er í svona mikilli hæð má búast við mikilli högglengd hjá kylfingunum – nema þá að indíánapilsin sem konurnar klæðast þvælist kannski fyrir. Klæðnaður sem þessi hefur ekki sést hjá golfleikurum í Tungu- dal við Ísafjörð, svo vitað sé. A.m.k. ekki enn sem komið er. Líður á köflum eins og rokkstjörnu Ísfirska fegurðardísin Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir er meðal þátttakenda í keppninni Ungfrú Ísland sem fer fram annað kvöld. Hún sigraði í símakosningu í feg- urðarsamkeppninni Ungfrú Reyk- javík í mars en dómnefndin kaus hins vegar pólska fiðluleikarann Magdalenu Dubik til að hampa titlinum. Hafdís Hrönn er 18 ára og stundar nám við Fjölbrauta- skólann í Ármúla. Hún flutti frá Ísafirði fimm ára að aldri með móður sinni, Lindu Sigurbjörgu Hilmisdóttur, en faðir hennar er Hafsteinn Sverrisson sem býr enn fyrir vestan. Blaðamaður hafði samband við Hafdísi Hrönn þegar vika var í keppnina og spurði hvernig gengi með undirbúninginn. „Það gengur mjög vel. Þarna eru saman komnar mjög skemmti- legar stelpur frá öðrum lands- hlutum og við hlökkum allar mjög til. Maður er á fullu að púsla öllu saman og það er gaman að gera þetta allt aftur. Ég er komin með kjól og skartið er frá Dýrfinnu Torfadóttur.“ – Ertu alveg á fullu að æfa fyrir stóra daginn? „Við erum búnar að vera á æfingum núna á nánast hverjum degi að æfa rútínuna svo að allar séu með á nótunum fyrir stóra kvöldið. Svo höfum við verið í myndatökum og að sinna góðgerða- starfsemi og þetta er allt rosalega gaman.“ – Er þetta mikið meiri pressa núna en var í Ungfrú Reykjavík? „Nei, ekki svo. Þetta er mjög svipað og seinast, en það er meira stress núna jú, en það er bara spennan og svo náttúrlega er þetta miklu stærri keppni! En það er bara áskorun út af fyrir sig.“ – Hvernig takið þið stúlkurnar öllu þessu umtali um nýju regl- urnar í keppninni? „Við erum bara jákvæðar og opnar fyrir þessu öllu saman og lítum á þetta sem skemmtilega reynslu. Við erum allar þarna með sama markmiðið og bara til að vera með og fá reynsluna.“ – Hvernig leggst stóra kvöldið í þig? „Ég bíð eftir því með hnút í maganum af spennu! Ég hlakka svo til og þetta verður ennþá skemmtilegra núna af því maður veit svona nokkurn veginn hvern- ig þetta er og hefur gert þetta áður. Þá nær maður að njóta þess mikið betur að vera á sviðinu, ekki í svona stresskasti eins og seinast. En það er mikil tilhlökk- un. Það er kominn mikill fiðring- ur í magann og alveg niður í tær. Ég hef aldrei upplifað neitt sem jafnast á við þessa reynslu og þekkingin sem maður fær er al- veg frábær. Manni líður á köflum eins og rokkstjörnu í þessum myndatökum og þáttum og svona. Þetta er bara æðislegt, það er varla hægt að lýsa því með orðum.“ Bæjarins besta óskar Hafdísi Hrönn góðs gengis. Þess má geta að keppnin verður sýnd á Skjá einum í beinni útsendingu sem hefst kl. 22. Ætla má að margir Ísfirðingar muni horfa á keppnina og styðja sína stúlku heima í stofu. Hafdís Hrönn baksviðs á keppninni Ungfrú Ísland.

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.