Bæjarins besta


Bæjarins besta - 21.05.2009, Síða 19

Bæjarins besta - 21.05.2009, Síða 19
FIMMTUDAGUR 21. MAÍ 2009 19 Sumarsalat og hafra- grautur meðhjálparans „Ég tók áskorun Valdimars ekki endilega vegna þess að ég sé svo mikill matgæðingur heldur fremur vegna þess að ég elda góð- an mömmumat (er mér sagt) og luma á vinsælum og þrautreynd- um uppskriftum. Svo finnst mér góður matur góður“, segir Guð- rún Edda Gunnarsdóttir. Sumarsalatið mitt Eftirfarandi grænmeti er skorið meðalstóra bita og blandað sam- an í stóra skál ásamt einni dós af niðursoðnum maís. Þessi upp- skrift dugar fyrir ca 6 manns. 1 stór rauð paprika ½ gúrka 4 tómatar Slatti af kínakáli Smávegis af graslauk 1 dós maís - síið vökvann frá ca 1 kg rækjur þýddar og bornar fram í sér skál Sósan: 2 msk majónes 1 msk karrý 1 msk hvítlauksduft 5 msk tómatpuré 1 msk sykur Þessu er hrært saman og saman við er hrært 1 dós af sýrðum rjóma og 1-2 pokum af síaðri súrmjólk eða 1-2 dl sýrðum rjóma ( 5% dugar).(Síuð súr- mjólk:kaffipoki settur í kaffi- trekt, súrmjólk hellt í og látið sí- ast í ca 4-5 klst eða yfir nótt í ísskáp). Sælkerinn Gott er að láta sósuna jafna sig í ísskáp í nokkrar klst. eða yfir nótt. Borðað með smábrauðum. Hjónasæla eða bara sæla – ómissandi á hverju heimili og góð allan hringinn! Alltaf gott að eiga sælu í bauk! 11-12 dl haframjöl 2 dl hveitiklíð 6 dl hveiti 3 dl sykur 1 msk natrón Allt sett í stóra skál og blandað saman. 4 dl brætt smjörlíki 1 - 2 dl heitt vatn 2-3 tsk vanilludropar Látið út í og öllu jafnað saman e.t.v. þarf smá vatn til viðbótar. 3/4 af deiginu látnir í smurða ofnskúffu. Rabarbarasultu smurt yfir. Afgangurinn af deiginu mulinn yfir. Sesamfræi dreift yfir deigið í ofnskúffunni. Bakað við 175 - 200o C í u.þ.b. 40 - 45 mínútur. Vöfflurnar hennar ömmu minnar 7 dl hveiti 2 dl sykur 3 tsk lyftiduft — þurrefnum blandað saman 250 g smjörlíki – brætt (etv má nota ÍSÍÓ olíu = hollari) svo eru settir 3-4 dl mjólk/léttmjólk saman við volgt smjörlíkið 2-3 tsk vanilludropar settir í þessa blöndu 3 egg þeytt saman í sér skál Þá er þurrefnum og blautefnum blandað saman og mjólk bætt við eftir þörfum. Ég hef bætt ca 2 dl af hafra- mjöli við þessa uppskrift. Þá er deigið látið standa í ca 2 klst til að láta haframjölið bólgna og þá voru 200 g af smjörlíki notuð og etv þynnt með mjólk. Þessar vöfflur þykja góðar bæði handa svöngum strákum og á sauð- burði! Að endingu vil ég koma með uppskrift af hafragraut sem með- hjálparinn minn hann Davíð H. Kristjánsson á Þingeyri kenndi mér. Ekki spillir að geta þess að hann ræktar úrvalsgulrófur og einnig gulrætur og kartöflur og þarna fara áhugamál okkar saman eins og á fleiri sviðum. Ég lofa því að þessi grautur kemur á óvart en smakkast mér afar vel enda er ég rófusoðsvinur og drekk soðið oftast þegar ég sýð rófur og alltaf þegar slátur eða svið eru snædd. Hafragrautur meðhjálparans Haframjöl + rófusoð Magnið af haframjöli og rófu- soði ræðst af því fyrir hve marga er eldað. Soðið eins og venju- legur hafragrautur. Gott er að hafa smávegis af rófubitum út í. Ég vil svo að endingu skora á Katrínu Gunnarsdóttur eigin- konu Davíðs og úrvalskokk að koma með sínar uppskriftir í þennan dálk. Sælkerar vikunnar eru Guðrún Edda Gunnarsdóttir og Einar Sigurbjörnsson á Þingeyri. Kátína og gleði ríkti á vorhátíð Foreldrafélags Grunnskólans á Ísafirði á laugardag. Börn og fullorðnir áttu þar góðan dag saman en meðal þess sem boðið var upp á var andlitsmálun, risafótbolti og kastspjald. Þá mátti sjá krakka spreyta sig á því að ganga á stultum og fara í heljarstökk á trampólíni. Einnig var farið í snú-snú og litríkar myndir teiknaðar með krít á skólastéttina. 10. bekkingar stóðu fyrir veitingasölu til styrkar skólaferðalags þeirra en boðið var upp á pylsur steiktar á Muurikka pönnu. Var það mál manna að hátíðin hefði verið vel heppnuð. Vel heppnuð vorhátíð hjá GÍ Ungir sem aldnir skemmtu sér vel á vorhátíð Foreldrafélags GÍ. Krakkarnir gátu látið mála andlit sín.

x

Bæjarins besta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.