Bæjarins besta - 28.01.2010, Qupperneq 10
10 FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 2010
Rafvirki
Óskum eftir að ráða rafvirkja.
Sveinspróf æskilegt.
Upplýsingar gefur Sævar í síma
456 3092 og 893 8865. Starfsferilskrá sendist
á pollinn@pollinn.is.
Borea Adventures og Melrakkasetr-
ið ganga í umhverfisverndarsamtök
Ferðaþjónustufyrirtækið Borea
Adventures á Ísafirði og Mel-
rakkasetur Íslands í Súðavík hafa
fyrst íslenskra fyrirtækja gerst
meðlimir í umhverfisverndar-
samtökunum 1% fot the Planet.
Borea Advetures, sem býður
uppá ævintýrasiglingar um norð-
urhöf á seglskútu og Melrakka-
setur Íslands, sem er fræðasetur
helgað refnum, hafa ákveðið
aukið samstarf. „Samstarf þess-
ara tveggja aðila á vonandi eftir
að aukast í framtíðinni en dagana
19.-24. júlí verður í fyrsta skipti
boðið upp á sérstaka refaskoð-
unar-og rannsóknarferð um Jök-
ulfirði og Hornstrandir þar sem
leiðsögumaður verður Ester Rut
Unnsteinsdóttir, refasérfræðing-
ur á Melrakkasetrinu. Íslenski
refurinn er vannýtt auðlind í ís-
lenskri ferðaþjónustu og hefur
mikið aðdráttarafl, sérstaklega
hjá erlendum náttúruunnendum
þar sem mjög erfitt er að nálgast
heimsskautarefinn í löndunum í
kringum okkur.“ segir í tilkynn-
ingu frá Borea Adentures.
Samtökin 1% for the Planet voru
stofnuð af tveimur Bandaríkja-
mönnum árið 2001 og eru sam-
starfsvettvangur fyrirtækja sem
lofa að láta minnst eitt prósent af
ársveltu sinni renna til raunveru-
legra umhverfisverkefna. Frá því
að samtökin voru stofnuð hafa
42 milljónir bandaríkjadala runn-
ið til umhverfismála, en yfir 3
þúsund fyrirtæki og samtök eru í
þessum félagsskap.
Fyrirtækið Borea Adventures
hóf rekstur árið 2006 og býður
upp á fjölbreytt úrval ævintýra-
ferða um norðanverða Vestfirði,
austurströnd Grænlands og Jan
Mayen á 60 feta seglskútu í eigu
fyrirtækisins. Eins eru í boði styttri
sem lengri kajak-og gönguferðir
um Hornstrandir og Jökulfirði.
Fyrirtækið starfar allan ársins
hring.
Melrakkasetrið er fræðasetur,
stofnað árið 2007 og er helgað
íslenska refnum sem er eina upp-
runalega landspendýrið á Íslandi.
Boðið verður uppá sérstaka refaskoðunar- og rannsóknarferð í sumar. Ljósm: Rúnar Óli.
Markmið setursins eru að stuðla
að og taka þátt í rannsóknum á
líffræði tegundarinnar, þróun
sjálfbærrar náttúrulífsferða-
mennsku og safna saman á einn
stað allri þekkingu, efni og
hlutum sem tengjast melrakkan-
um í fortíð og nútíð.
– kristjan@bb.is
Úttekt gerð á aðgengi hreyfihamlaðra
Svæðisskrifstofa málefna fatl-
aðra á Vestfjörðum og Auður
Ólafsdóttir, hjúkrunarfræðingur
á Ísafirði hafa undirritað sam-
komulag um úttekt á aðgengis-
málum fyrir hreyfihamlaða og
aðra sem búa við skerta hreyfi-
getu í Ísafjarðarbæ, Bolungarvík,
Súðavík, Hólmavík, Drangsnesi
og á Reykhólum. Markmið verk-
efnisins er að koma á framfæri
ábendingum til byggingarnefnda
um úrbætur á sviði ferilmála.
Fram kemur í samningnum að
mikilvægt sé að benda verslunar
og þjónustuveitendum á ábyrgð
þeirra, sem er að gefa öllum tæki-
færi á að nýta sér þjónustu þeirra.
Einnig á að meta hvort að það sé
ákjósanlegt fyrir fatlaða ferða-
menn að heimsækja Vestfirði.
„Við ætlum að kanna aðgengi
hreyfihamlaðra að verslunum og
stofnunum hér í bænum. Einnig
verður að athuga hvort að hreyfi-
hamlaðir og aðrir sem búa við
skerta hreyfigetu geti sótt Vest-
firði heim og hvort að aðgengi
að gistihúsum, samkomuhúsum
og tónleikum verði til fyrirmynd-
ar,“ segir Sóley Guðmundsdóttir
framkvæmdastjóri Svæðisskrif-
stofu málefna fatlaðra á Vest-
fjörðum.
Samkvæmt samningi hefur
Auður heimild til að ákveða
hvaða leið hún velur til að koma
upplýsingum á framfæri, með
myndbandi, ljósmyndum, smá-
sögu og eða með formlegri skýr-
slu. Að verki loknu verða niður-
stöður kynntar opinberlega.
Verklok eru samkvæmt samningi
1. júní 2010. Einnig var gert sam-
komulag við Ástþór Skúlason
bónda á Melanesi að gera úttekt
á aðgengismálum fyrir hreyfi-
hamlaða og aðra sem lifa við
skerta hreyfigetu í Vesturbyggð
og á Tálknafirði.– kristjan@bb.is
Melrakkasetur Íslands og Nátt-
úrustofa Vestfjarða hafa gert með
sér samning um verkefnið „Vest-
firskir grasagarðar“. Verkefnið
gengur út á að fjölga sýningar-
stöðum grasagarðs sem þegar
hefur verið stofnaður í Bolungar-
vík, meðal annars að setja upp
einn slíkan við Melrakkasetrið
en áhugi er fyrir því að íslenskar
plöntur séu til sýningar á lóðinni
umhverfis setrið. Megin áherslur
samstarfsins eru að setrið og
stofan vinni saman að plöntu-
söfnun og upplýsingaöflun auk
þess að fjölga sýningarsvæðum
plantna.
„Sérstakt verkefni Grasagarð-
anna verður að setja upp sýning-
arsvæði við Melrakkasetur Ís-
lands í Súðavík. Áætlað er að
garðurinn í kringum húsið verði
skrýddur íslenskum plöntum
með skipulögðum hætti. Beðin
verði hlaðin úr grjóti af svæðinu,
sem þegar hefur verið safnað á
staðinn. Grasagarðurinn mun
væntanlega vekja áhuga ferða-
manna sem koma á svæðið og
verða vitundarvakning um ís-
lenska flóru,“ segir á vef Mel-
rakkasetursins. Verkefnisstjóri er
Kristjana Einarsdóttir.
Vestfirskir grasagarðar byggðir upp
Auður Ólafsdóttir og Sóley Guðmundsdóttir við undirritunina.