Bæjarins besta


Bæjarins besta - 28.01.2010, Page 11

Bæjarins besta - 28.01.2010, Page 11
FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 2010 11 „Alltaf gaman á blóti“ Þorrablótið í Bolungarvík var haldið í 65. sinn á laug- ardag en það hefur verið haldið nær óslitið frá árinu 1944. „Blótið heppnaðist rosalega vel, mæting var góð og það var mikið stuð og fjör, enda er alltaf gaman á blótunum,“ segir Ingibjörg Sigurðardóttir í skemmti- nefnd. Efnt er til blóts í Bol- ungarvík á fyrsta laugar- degi í þorra ár hvert og bjóða þá bolvískar konur bónda sínum til slíkrar skemmtunar. Þorrablótið er ætlað hjónum, sambýlisfólki, ekkjum og ekklum í Bolungar- vík. Öllu var tjaldað til að gera kvöldið sem veglegast og stigu skemmtinefndarkonur á stokk í hinum og þessum hlutverk- um. „Litið var yfir farinn veg hjá bæjarbúum í skemmtiatr- iðunum,“ segir Ingibjörg. Blótsgestir mæta í sínu fín- asta pússi, konur í upphlut eða peysufötum og karlmenn í hátíðarbúningi eða dökkum jakkafötum með hálstau, en líklegt er að vandfundinn sé sá staður á Íslandi þar sem er jafn hátt hlutfall íbúa sem eiga þjóðbúning en í Bolung- arvík. Blótsgestir snæddu hefðbundinn þorramatur, sem borinn var fram í trogum líkt og forðum. Að loknu borðhaldi var dansað fram á rauða nótt undir tónlist dúettsins Halli og Þórunn. Þorrablótið fór fram í íþróttahúsinu Árbæ líkt og í fyrra, vegna endur- bóta á Félagsheimili Bolung- arvíkur, en blótið hefur verið haldið þar frá árinu 1953. Meðfylgjandi myndir voru teknar á þorrablótinu.

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.