Bæjarins besta - 28.01.2010, Page 14
14 FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 2010
Endursmíð-
aði Titanic
Úlfar Önundarson á Flateyri hef-
ur undanfarin ár dundað við að
smíða skipslíkön. Nú hefur hann
smíðað eftirlíkan af hinu sögu-
fræga skipi Titanic í hlutföllun-
um einn á móti þúsund.
„Titanic var 269,1 meter og
þetta er 269,1 sentimeter. Ég er
búinn að vera um ár að smíða
þetta skip.“
– Af hverju varð Titanic fyrir
valinu?
„Jón Svanberg vinur minn
sagði við mig að ég yrði að vera
á undan Finnanum sem ætlaði að
fara reisa Titanic í fullri stærð
lengst inni í landi sem hótel. Hann
skoraði þar með á mig. Ég hugs-
aði þetta í nokkra daga og ákvað
svo að skella mér á það. Ef maður
tapar sér ekki í smáatriðunum þá
getur svona smíð tekið um ár til
eitt og hálft ár.“
– Úlfar stefnir að því að Titanic
verði sjósett í lóninu við Einars-
bakka í byrjun júní.
„Það verður ábyggilega sjósett
með viðhöfn því það er ekki oft
sem Titanic er sjósett.“
– Fleyið mun síðan sigla ásamt
öðrum smáskipum sem Úlfar
hefur smíðað í gegnum tíðina en
þar má nefna Gylli ÍS 261 og
hafnsögubátinn Mugga.
„Ætli skipin verði ekki um 12-
13 næsta sumar. Lónið ber um
20 skip en það fer svo ofboðs-
legur tími í að smíða þau að það
er spurning hvort maður þurfi
ekki að slá aðeins af. Annars er
ég búinn að mana einn félaga
minn til þess að smíða Fagranesið
og það er langt komið. Einnig er
um þessar mundir verið að smíða
U-kafbát. Hann er smíðaður eftir
teikningum U-571 sem er með
frægari kafbátum í sögunni og
olli miklum usla í seinni heims-
styrjöldinni. Þetta er sama gerð
og sökkti Goðafossi en það var
reyndar U-300 bátur. Það var
gerð kvikmynd um U-571 bátinn
fyrir nokkru eins og margir kann-
ast eflaust við. Það er Grétar á
gröfunni (Grétar Arnbergsson
innskot blaðamanns) sem er að
smíða hann.“
– Þannig að það eru fleiri en
þú í skipasmíðinni?
„Já ég er smitandi,” segir Úlfar
og hlær. „Enda er gaman að
smíða báta.“
– Bátarnir sigla svo um Sól-
bakkalónið á sumrin heima-
mönnum og ferðafólki sem á leið
um svæðið til yndisauka. Úlfar
segir þetta vekja gríðarlega at-
hygli og aðspurður hvort fram-
takið geti dreifst til nágranna-
byggðanna segir hann það liggja
vel við.
„Það eru fullt af flottum stöð-
um hér fyrir vestan þar sem hægt
væri að setja skip á flot. Til dæmis
væri mjög flott að vera með eitt
stórt skip á Grænagarðsdjúpinu
á Ísafirði. Svo væri tjörnin á
Suðureyri alveg kjörin fyrir þetta.
En ég held að menn þurfi að vera
svolítið bilaðir til að vera í
þessu,“ segir Úlfar glottandi.
„Það fer svo ógurlegur tími í
þetta. En á móti kemur að þetta
er eina skipasmíðastöðin í heim-
inum sem getur framleitt skip á
lager.“ – thelma@bb.is
Nokkur skipalíkönin sem Úlfar hefur smíðað á undanförnum árum.