Bæjarins besta


Bæjarins besta - 28.01.2010, Qupperneq 15

Bæjarins besta - 28.01.2010, Qupperneq 15
FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 2010 15 Sælkeri vikunnar er Randý Guðmundsdóttir á Ísafirði.Sælkerinn Mexíkóskar kjötbollur með osti Sælkeri vikunnar býður upp á tvo rétti. Sá fyrri eru ljúffengar mexíkóskar kjötbollur með osti sem Randí mælir með að bornar séu fram með salati, nachosflög- um, guaqamole og sýrðum rjóma. Seinni rétturinn er Tópaskaka sem ætti að falla vel í kramið hjá öllum sælkerum. Mexíkóskar kjöt- bollur með osti Uppskrift ætlað fyrir fjóra 500 g hakk 100 g rifinn mexíkóostur 1 dl brauðrasp 100 g kotasæla 200 g gratínostur 1 bréf taco krydd 1 stk egg 50 g rifinn laukur 5 dl salsasósa Hrærið vel saman hakkinu, tacokryddinu, mexíkóostinun, eggjunum, brauðraspinu, laukn- um og kotasælunni. Lagið litlar bollur og setjið í eldfast mót. Hellið salsasósunni yfir og stráið yfir gratínostinum bakið í 25-35 mínútur á 180°C. Tópaskaka Botn: 4 eggjahvítur 3 dl sykur 100 g rice crispies Stífþeytið sykur og egg (passa að eggin séu við stofuhita) bæta rice crispies við. Næst eru mótaðir tveir botnar á bökunar- plötu. Bakið við 100°C í ca 60 mínútur. 2 matskeiðar flórsykur Tópasinn, rjómi (1 dl) og flórsykurinn er bræddur við lágan hita þar til tópasinn hefur alveg bráðnað, og þessu er hellt ofan á kökuna. Restin af rjómanum er þeyttur og settur á milli botnanna. Ég skora á Sigrúnu Örnu Elv- arsdóttur á Ísafirði að vera næsti sælkeri vikunnar. Fylling: 1/2 lítri rjómi 1-2 pakkar fjólublár tópas Síða Baldurs Páls í keppninni. Tekur þátt í alþjóðlegri sjálfsmyndakeppni Ísfirski áhugaljósmyndar- inn Baldur Páll Hólmgeirsson er meðal þátttakenda í alþjóðlegri sjálfsmynda- keppni sem nefnist „The Power of self“. Verkefninu var hrint úr vör af nokkrum listamönnum í New York með það að markmiði að hjálpa óuppgötvuðum listamönnum að hasla sér völl í greininni. Baldur Páll notast við lista- mannsnafnið Baldur Pan en hann hefur verið að fást við ljósmyndun í um tvö ár. Hann er sjálfmenntaður í greininni. Keppnin fer fram á netinu. Hægt er að gefa hverjum þátttakanda í keppninni allt upp í fimm stjörnur. Sá sem endar með hæst metna síðu fær mikla umfjöllun í kjöl- farið. Sérvalin dómnefnd, sem meðal annars er skipuð gamanmyndaleikaranum Steve Buchemi, velur síðan sigurvegara sem fær vegleg verðlaun. – thelma@bb.is The Loony The Flush Cpt. Poppins

x

Bæjarins besta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.