Bæjarins besta


Bæjarins besta - 27.05.2010, Side 4

Bæjarins besta - 27.05.2010, Side 4
4 FIMMTUDAGUR 27. MAÍ 2010 Sigurður Pétursson bæjarfull- trúi á Ísafirði hefur þegið rúmar tólf milljónir króna í ritlaun frá Alþýðusambandi Vestfjarða fyrir að skrifa sögu verkalýðshreyf- ingarinnar á Vestfjörðum, sem enn er hvergi nærri lokið. Í des- ember 2002 samdi Alþýðusam- band Vestfjarða við Sigurð um að taka að sér þessa söguritun. Upphaflega var samningurinn til þriggja ára en hefur verið fram- lengdur um ár í senn allt til þessa dags. „Reiknað var með því að sagan kæmi út í tveimur bind- um“, segir Sigurður. „Fyrra bindið (hugsanlega fyrsta af þremur) liggur nú fyrir í handriti. Ritnefndin hefur fylgst með framvindu verksins og fund- að með höfundi tvisvar á ári. Þá hafa ítarlegar skýrslur verið lagð- ar fram árlega, síðast í október 2009. Því er ekki að leyna, að verkefnið hefur tekið lengri tíma en áætlað var í upphafi. Á því eru tvær skýringar helstar. Í fyrsta lagi var vinna við skráningu skjalasafns félaganna miklum mun meiri en reiknað var með í fyrstu. Og í öðru lagi hafa önnur störf, svo sem kennsla, þátttaka í stjórnmálum og bókaskrif gert það að verkum að vinna hefur á tíðum orðið slitrótt og jafnvel lent í uppstyttum um tíma. Er það miður og engum um að kenna nema mér sjálfum, að hafa fleiri járn í eldinum í einu.“ „Staðan er þannig nú, að fyrir fjarða á þessu tímabili, sagt frá atvinnuháttum, félagshreyfing- um og stjórnmálum og greint frá örlögum verkalýðsfélaga á Ísa- firði, Bíldudal, Þingeyri, Hnífs- dal, Patreksfirði, Súðavík og Bol- ungarvík á greindu tímabili. Fyrir liggur auk þess mikil vinna við söfnun og skráningu myndefnis frá öllum Vestfjörðum. Það er því komið að því að velja mynd- efni og búa þetta bindi undir prentun, en um prentun og útgáfu hefur ekki verið samið. Best er að spá ekki um útgáfu fyrr en hún er komin á koppinn.“ „Þar sem ég hef haft af því spurnir að góðhjartað fólk hafi látið í ljós áhyggjur af fjárstreymi frá verkalýðshreyfingunni hér vestra til skjalasafns og sögurit- unar tel ég rétt að upplýsa um þær greiðslur allt frá upphafi verksamnings eða á sjö ára tíma- bili frá 2003 til 2010. Á síðasta ári námu mánaðargreiðslur til mín að meðaltali 263 þúsund krónum og á fyrstu fjórum mán- uðum þessa árs 324 þúsund krón- um (93 tímar á 3.500 kr).“ Sigurður segir að launagreiðsl- ur til hans frá Alþýðusambandi Vestfjarða vegna verksins frá upphafi og til loka síðustu mán- aðamóta séu samtals kr. 12.386. 449. Þar sé eingöngu um verk- takagreiðslur að ræða og einungis greiddar fyrir unna vinnu sam- kvæmt vinnustundafjölda. – hlynur@bb.is liggur í handriti fyrri (eða fyrsti) hluti verksins, sem nær yfir tíma- bilið 1880 til 1930. Í þessum hluta er farið yfir þéttbýlissögu Vest- Sigurður Pétursson. Rúmar 12 milljónir í ritlaun á sjö árum Leikskóla- starfsmönnum fer fjölgandi Starfsfólki á leikskólum á Vestfjörðum fjölgaði milli áranna 2008 og 2009. 121 einstaklingur starfaði á leik- skólum í fjórðungnum árið 2009 en 105 árið áður. Af þessum 121 einstaklingum voru 34 leikskólakennarar, átta með aðra menntum og 58 voru ófaglærðir. Flestir starfsmanna á leikskólum á Vestfjörðum á síðasta ári voru á aldrinum 40-49 ára eða 39 talsins. Ef litið er á síðustu tíu ára voru flestir leikskólastarfs- menn á Vestfjörðum árið 2001, eða 131 talsins. Fæstir voru þeir árið 2008 eða 105 talsins en þá voru einnig fæst leikskólabörn í skólum í fjórðungnum. Þetta kemur fram í tölum Hagstofunnar. Ánægja með stjórnarsetu hafnarstjórans Hafnarstjórn Ísafjarðar- bæjar hefur lýst yfir ánægju sinni með að Guðmundur M. Kristjánsson hafnarstjóri Ísa- fjarðarbæjar hafi verið kjör- inn í stjórn Cruise Europe samtakanna á aðalfundi þeirra í Amsterdam fyrir stuttu. Guð- mundur er fulltrúi norður- svæðis í stjórninni, þ.e. Ís- lands, Noregs og Færeyja, en hana skipa níu manns. Cruise Europe eru samtök 105 hafna í Vestur-, Norður- og Mið-Evrópu sem vinna saman að markaðssetningu fyrir skemmtiferðaskip. Af þeim 105 höfnum sem mynda samtökin eru fjórar á Íslandi. Tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður hlaut Virðisaukann, frum- kvöðlaverðlaun atvinnumálanefndar Ísafjarðarbæjar, í ár. Verð- launin, sem afhent voru í Turnhúsinu í Neðstakaupstað á föstudag, eru ætluð sem hvatning til handa þeim sem sýna frumkvæði í mál- um er varða bæjarfélagið og samborgarana. Við veitingu þeirra er einkum tekið mið af framlagi við að auka fjölbreytni í atvinnu, menntun eða afþreyingu, að auka sýnileika bæjarfélagsins á landsvísu, sérstaks árangurs, framtaks á sviði þróunar vöru, þjónustu eða markaðssetningar. „Það er alltaf gaman fyrir okkur sem stöndum að þessu að fá klapp á bakið,“ segir Örn Elías Guð- mundsson, betur þekktur sem Mugison, einn af aðstandendum hátíðarinnar. „Það er niðurstaða atvinnumálanefndar að með hliðsjón af þessu sé rokkhátíðin Aldrei fór ég Suður vel að verðlaununum komin. Hátíðin hefur verið haldin í páskavikunni frá árinu 2004, en feðgarnir Örn Elías Guðmundsson (Mugison) og Guðmundur M.Kristjánsson (Muggi - PapaMug) voru upphafsmenn að hátíð- inni. Vinsældir og hróður hátíðarinnar vex með ári hverju, hún laðar að fjölda listamanna, blaðamanna og gesta, innlendra sem erlendra, enda hefur Aldrei fór ég suður vakið athygli langt út fyrir landsteinana og sækir fjöldi manns Ísafjörð heim til að kom- ast á hátíðina og tónlistarmenn sem vilja koma fram á hátíðinni, án þess að þiggja greiðslu fyrir. Hátíðin er orðin fastur punktur í páskavikunni/Skíðavikunni, hátíð í hátíðinni og spannar dagskrá- in nú yfir 2 daga, þar sem hápunkturinn hefur jafnan verið með stóru atriði skipað heimamönnum, en skipulagið er í höndum heimamanna og ýmissa velunnara. Það fjölgar því verulega í Ísa- fjarðarbæ vegna stöðugrar aukningar í aðsókn á rokk- og alþýðu- hátíðina Aldrei fór ég suður, sem eykur þar með umsvif í sveitarfé- laginu“, segir í rökstuðningi atvinnumálanefndar. Virðisaukinn var fyrst afhentur árið 2002 en Þeir sem fengið hafa verðlaunin eru Hraðfrystihúsið – Gunnvör, 3X Technology, Sveinbjörn Jónsson, Glitnir, Klofningur og Háskólasetur Vest- fjarða. – thelma@bb.is Aldrei fór ég suður hlaut Virðisaukann Gísli Halldór Halldórsson forseti bæjarstjórnar og fulltrúar Aldrei fór ég suður þeir Örn Elías Guðmundsson, Hálfdán Bjarki Hálfdánarson og Rúnar Óli Karlsson við afhendingu verðlaunanna.

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.