Bæjarins besta - 27.05.2010, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 27. MAÍ 2010 7
á ritstjórn bb.is.
Mjög verður að draga í efa að
Sigurður Pétursson sé viðriðinn
skrifin í Skutli á föstudagsmorg-
un eða hafi vitað af þeim, svo
fjarri sem þau eru hinu rétta. Hitt
væri slæmt ef hann hefur gegn
betri vitund lagt blessun sína yfir
þessi vinnubrögð. Góður oddviti
hefur stjórn á sinni hjörð!
En segja má að steininn hafi
tekið úr á Skutulsvefnum með
innleggi frá Atla Þór Fanndal
kosningastjóra Í-listans á laugar-
dagskvöld. Þar virðist vera að
verki bitur maður í hefndarhug.
Atli þessi var stuttan tíma til
reynslu sem blaðamaður á Bæj-
arins besta en réð því miður ekki
við starfið og var þess vegna
látinn hætta.
Atli blandar fyrirtækinu Pixel
í málið á sinn smekklega hátt, ef
svo má segja. Þess má geta, að
við eigum mikið og gott samstarf
við Pixel eins og menn þar á bæ
geta staðfest.
Atli segir að Bæjarins besta sé
prentað fyrir sunnan í Odda. Að
vísu er það missögn að blaðið sé
prentað í Odda en það er auka-
atriði. Bæjarins besta er vissulega
prentað í Reykjavík og ástæðan
er einföld. Svo viðamikil litprent-
un í svo stóru upplagi er einfald-
lega ódýrari í fjögurra lita prent-
vél en í prentsmiðjunni á Ísafirði.
Þegar byrjað var að láta prenta
Bæjarins besta syðra fyrir bráð-
um hálfu öðru ári urðu þau tíma-
mót í sögu blaðsins, að frá þeim
tíma hefur það allt verið litprent-
að en ekki fáeinar síður eins og
áður var.
Allt öðru máli gegnir um
smærri prentverkefni af nánast
öllu tagi, sem prentsmiðjan á Ísa-
firði annast eftir sem áður.
En segja má að þetta hafi verið
smámunirnir hjá Atla Þór Fann-
dal kosningastjóra Í-listans í inn-
leggi hans. Orðbragðið, svívirð-
ingarnar, dylgjurnar og lygarnar
hjá honum eru að öðru leyti með
þeim hætti, að ástæða væri til að
höfða meiðyrðamál á hendur
honum.
Fyrir þá sem ekki hafa séð
þessi skrif kosningastjóra Í-lista
leyfi ég mér að birta þau hér til
fróðleiks:
Bæjarins Besta og H-prent (
bb hefur nýlega verið fært úr H-
prent yfir í Gúttó ehf. ) er prentað
fyrir sunnan í Odda. Það fer í
prentun á mánudögum eða þriðju-
dögum ( man ekki hvort það var
) um hádegi. Þeir H-prent menn
halda því alltaf á lofti að þeir
séu með prentsmiðju hér sem er
argasti fyrirsláttur þar sem öll
tæki þarna eru svo úr sér gengin
að nánast ekkert er prentað
þarna. Prentsalurinn er svo lé-
legur orðinn að fjölritunarstofa
gæti slegið þessu út.
Svo hjóla þessir menn í fólk
sem prentar hjá PIXEL fyrir að
prenta ekki í heimabyggð, þrátt
fyrir það að Pixel sé hérna með
starfsstöð. BB er meinsemd á
samfélaginu hérna, gangandi um
hótandi eigendum fyrirtækja sem
ekki auglýsa nóg hjá þeim nú
eða voga sér að auglýsa t.d. í Al-
manakinu sem kom út einu sinni
í viku um stutta stund. Það var
sorglegt að sjá Ritstjóra BB
ganga á milli fólks húðskamm-
andi það fyrir að auglýsa hjá
þeim aðila en ekki hjá einokunar-
miðlinum BB.
Svo langt hefur þetta gengið
að embættismenn bæjarins fá
skammir fyrir að auglýsa í lands-
fjölmiðlum. Þó er það lögbundin
skylda bæjarins að gera svo.
Segja má að hér sé vel að verki
staðið hjá Atla Þór Fanndal
kosningastjóra að koma svo
miklu af svívirðingum, rang-
færslum og hreinum lygum í svo
stuttan texta!
Það er svo einn kapítulinn enn,
að blaðamaður Bæjarins besta
og bb.is reyndi á sínum tíma allt
sem hann mögulega gat til að fá
frambjóðendur Í-listans til að
svara spurningum og verða með
mynd á forsíðu Bæjarins besta, í
samræmi við það sem gert var
varðandi D-listann. Á hverju
strandaði? Jú, Í-listinn gat með
engu móti komið sér saman um
hvernig það yrði gert og hverjir
myndu eiga þar hlut að máli.
Sannarlega strandaði það ekki á
viðleitni Bæjarins besta að svo
mætti verða.
Ekki hef ég spurnir af því að
Bæjarins beztu við Tryggvagötu
í Reykjavík hafi fyrir misskilning
lent í orrahríð kosningabarátt-
unnar syðra, a.m.k. ekki enn sem
komið er. En hver veit hvað verð-
ur á lokasprettinum?
Gleðilegar kosningar!
Sigurjón J. Sigurðsson, ritstjóri
Bæjarins besta og bb.is.
Torfhildur Torfadóttir á Ísa-
firði, elsti núlifandi Íslending-
urinn, varð 106 ára á mánudag.
Hún er fædd í Asparvík í
Strandasýslu, yngst ellefu syst-
kina, átta alsystkina og þriggja
hálfsystkina, og ólst upp í Sel-
árdal í Steingrímsfirði. Nokkur
systkinanna náðu háum aldri,
Ásgeir varð 100 ára, Eymundur
96 ára og Guðbjörg 91 árs. Eftir
fermingu var Torfhildur í vinnu-
mennsku í Reykhólasveit í Aust-
ur-Barðastrandarsýslu en flutti
síðan til Ísafjarðar og giftist Ein-
ari Jóelssyni sjómanni.
Einar lést árið 1981. Þau eign-
uðust fimm börn og eru þrjú
þeirra á lífi, Torfi, Sigurbjörn 0g
Kristín. Fimmtán konur hafa náð
þessum aldri, þar af tvær fæddar
á Vestfjörðum, Kristín P. Sveins-
dóttir og María Andrésdóttir.
– bb@bb.is
Torfhildur 106 ára
Magnús Hauksson og Ragn-
heiður Halldórsdóttir, vertar í
Tjöruhúsinu í Neðstakaupstað,
reikna með að opna veitinga-
staðinn fljótlega eftir hvíta-
sunnu. „Þetta hefur gengið
þannig fyrir sig núna að það er
pantað hjá okkur einn og einn
dagur og við sinnum því, ég
reikna ekki með því að opna
formlega fyrr en eftir hvíta-
sunnu,“ segir Magnús. Fyrir-
komulag á opnun Tjöruhússins
verður með svipuðu sniði og
undanfarin ár en matargerð
Magnúsar hefur víða verið
hrósað og hefur staðurinn oft
verið nefndur einn af betri fisk-
veitingastöðum landsins.
„Þetta verður allt með hefð-
bundnu sniði en það verður sjálf-
sagt einhverjar nýjungar á mat-
seðlinum eins og alltaf,“ segir
Magnús.
Magnús segir að sumarið
leggist þokkalega í þau hjón.
„Maður veit náttúrulega ekkert
hvernig fer með túrismann í sum-
ar. Síðan minnumst við þess þeg-
ar Evrópumeistaramótið í fót-
bolta var haldið síðast að þá var
afskaplega rólegt, enda þýðir
ekkert að plata karlmenn í sum-
arfrí á svoleiðis tímum,“ segir
Magnús. „Eftir mótið var eins
og flóðgátt hafi opnast, en ég er
þá aðallega að tala um íslenskt
fjölskyldufólk sem er kannski að
ferðast hringinn eða svoleiðis.
Það fer ekkert af stað í fríið fyrr
en þessu er lokið,“ segir Magn-
ús en hann segir erfitt að meta
hvort að það séu fleiri Íslend-
ingar eða útlendingar sem
heimsækja staðinn.
Magnús segir að um hásum-
arið sé stöðugur straumur af
fólki og þannig hafi það verið
síðustu ár. „Það var líka vegna
þess að hér voru svo fáir mat-
sölustaðir í bænum, en núna
hefur ræst aðeins úr því og við
erum mjög ánægð með það
skuli vera komnir fleiri mat-
sölustaðir því það má segja að
það hafi vantað yfir háanna-
tímann til þess að geta boðið
fólki upp á sæmilega þjón-
ustu,“ segir Magnús Hauksson,
vert í Tjöruhúsinu.
Reikna með að opna
eftir hvítasunnu
Tjöruhúsið í Neðstakaupstað.
Engir jarðskjálftamælar eru
á Snæfellsnesi og á Vestfjörð-
um. Á meðfylgjandi mynd,
sem sýnir næmni jarðskjálfta-
mæla netsins á landinu, er
næmnin hæst á rauðu svæðun-
um í miðju virka gosbeltinu.
Haraldur Sigurðsson, eldfjalla-
fræðingur í Stykkishólmi, segir
nauðsynlegt að bæta úr þessu.
Netið skynji aðeins skjálfta á
Vestfjörðum sem eru stærri en
1,5 á Richterskvarða (græna
svæðið) og aðeins skjálfta sem
eru stærri en 1,0 á Snæfellsnesi
(gula svæðið).
Næsta mæli við Snæfellsnes
er að finna í Húsafelli í Borgar-
firði. Haraldur segir að fylla þurfi
í þetta gat á mælakerfinu sem og
setja þurfi upp mæla, bæði í Ey-
steinsdal við Snæfellsjökul og í
Ljósufjöll. „Báðar þessar eld-
stöðvar geta verið virkar, en
við höfum enga hugmynd um
skjálftavirkni undir þeim,”
segir Haraldur og bætir við að
hann hafi lagt til að þarna yrðu
settir jarðskjálftamælar en
fengið þau svör að fjármagn
skorti til verksins.
Frá þessu er greint á skessu-
horn.is. – kristjan@bb.is
Vestfirðir án jarðskjálftamæla