Bæjarins besta


Bæjarins besta - 27.05.2010, Qupperneq 8

Bæjarins besta - 27.05.2010, Qupperneq 8
8 FIMMTUDAGUR 27. MAÍ 2010 Drög að tillögu að matsáætlun Vegagerðin auglýsir hér með drög að tillögu að matsáætlun vegna fyrirhugaðra fram- kvæmda á Vestfjarðavegi (60) milli Eiðis í Vattarfirði og Þverár í Kjálkafirði í sveitarfélög- unum Reykhólahreppi og Vesturbyggð. Nú- verandi vegur er 24,2 km langur en nýr vegur verður 19,1 eða 16,1 km langur, háð leiðarvali í Mjóafirði. Skoðaðar hafa verið tvær leiðir, veglína A og veglína B í Mjóafirði. Nýlagning vegna veglínu A er 8,8 km en nýlagning vegna veglínu B er 8 km. Markmið framkvæmdarinnar er að bæta samgöngur á Vestfjörðum. Drög að tillögu að matsáætlun eru kynnt á veraldarvefnum, samkvæmt reglugerð 1123/ 2005 um mat á umhverfisáhrifum. Tillöguna er hægt að skoða á eftirfarandi heimasíðu: www.vegagerdin.is. Almenningur getur gert athugasemdir við áætlunina og er athuga- semdafrestur í 2 vikur eða til 7. júní 2010. At- hugasemdir er hægt að senda með tölvupósti til helga.adalgeirsdottir@vegagerdin.is eða senda til Vegagerðarinnar, Miðhúsavegi 1, 600 Akureyri. Vestfjarðavegur (60) milli Eiðis í Vattarfirði og Þverár í Kjálkafirði Rekstrartekjur Bolungarvíkur- kaupstaðar á síðasta ári námu 679 milljónum króna samkvæmt samanteknum rekstrarreikningi fyrir A og B hluta en fjárhags- áætlun gerði ráð fyrir rekstrar- tekjum upp á 642 milljónir króna. Rekstrartekjur A hluta námu 567 milljónum en áætlun gerði ráð fyrir 547 milljónum. Rekstrar- niðurstaða bæjarfélagsins sam- kvæmt samanteknum rekstrar- reikningi A og B hluta var jákvæð um 179,4 milljónir króna en sam- kvæmt fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir 47,3 milljón króna já- kvæðri rekstrarniðurstöðu. Rekstrarniðurstaða A hluta var jákvæð um 71,3 milljón króna en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir jákvæðri rekstrarniðurstöðu upp á 24,4 milljónir. Eigið fé bæjarfé- lagsins var jákvætt í árslok um 0,4 milljónir en þar af var eigið fé A hluta jákvætt um 196,3 millj- ónir. Á árinu 2008 gerði bæjarstjórn Bolungarvíkur og eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga með sér samning um fjárhags- legar aðgerðir og eftirlit. Mark- mið samningsins er að stöðva hallarekstur og skuldasöfnun, bæta eiginfjárstöðu og styrkja rekstrargrundvöll sveitarfélags- ins til framtíðar. Laun og launa- tengd gjöld á árinu námu alls 305,5 milljónum króna. en starfs- mannafjöldi hjá bæjarfélaginu var að meðaltali 62. Laun bæjar- stjórnar, bæjarráðs og bæjarstjóra námu kr. 13,4 millj. á árinu 2009. Jákvæður rekstur í Bolungarvík Heildarkostnaður við nýbygg- ingu og endurbyggingu Grunn- skólans á Ísafirði á árunum 2005- 2009 var rúmlega 740 milljónir króna eða 244 milljónum minna en kostnaðaráætlun gerði ráð fyr- ir. „Heildarkostnaður sem fallinn er á verkið frá árinu 2005 er kr. 742,2 milljónir, mismunurinn er því 244 milljónir. Hér hefur ekki verið tekið tillit til verðbóta,“ segir í bókun byggingarnefndar framtíðarhúsnæðis Grunnskól- ans á Ísafirði. Kostnaðurinn skiptist í grófum dráttum þannig: Byggingarkostnaður viðbygg- ingar var 493,8 milljónir. Hönn- unar- og eftirlitskostnaður 72,1 milljónir. Húsbúnaður og tölvu- kaup 59,3 milljónir. Lóðafram- kvæmdir 43 milljónir. Mötuneyti 29,3 milljónir og Austurvegur 2, 23 milljónir. Kostnaður skiptist þannig milli ára að hann hljóðaði upp á 81,8 milljónir árið 2005. Þar af fór fóru 15 milljónir í framkvæmdir við anddyri við Austurveg 2,8 milljónir í utanhússviðgerðir, 23 milljónir í hönnun, 29,3 milljónir í mötuneyti Grunnskólans á Ísa- firði og 6,5 milljónir fóru í annað. Kostnaður árið 2006 var 113,8 milljónir. Þar af fór 73,4 milljónir til aðalverktaka, 11 milljónir í lóð við Austurveg, 4,1 milljón í eftirlit, 24 milljónir í hönnun við- byggingar og 1,3 milljónir í bún- að í mötuneyti. Árið 2007 fóru 172,5 milljónir í greiðslur til aðalverktaka og eftirlits. Árið 2008 var kostnaður- inn 369,5 milljónir. Þar af var kostnaður aðalverktaka 255 millj- ónir, húsbúnaður 34,5 milljónir, tölvur 22,1 milljónir, skólalóð 32 milljónir, skólastofur í gagn- fræðaskólanum 10,4 milljónir, eftirlit 5,5 milljónir og annað 10 milljónir. Kostnaður árið 2009 var 2,8 milljónir króna. Kostnaður við nýbyggingu GÍ var 740 milljónir króna Áunnin réttindi lækka um 8% „Árið kom þokkalega út miðað við árið áður,“ segir Guðrún K. Guðmannsdóttir framkvæmda- stjóri Lífeyrissjóðs Vestfirðinga, en ársfundur sjóðsins var haldinn fyrir stuttu. Nafnávöxtun sjóðs- ins á árinu 2009 var 9,1% sem jafngildir 0,5% raunávöxtun sem er mikill bati frá fyrra ári. Eignir sjóðsins hækkuðu um 9% milli ára. Á ársfundi sjóðsins var sam- þykkt að réttindi áunnin réttindi sjóðsfélaga yrðu lækkuð um 8%. Að sögn Guðrúnar verður það gert í tveimur áföngum, í júlí og október. „Við lækkuðum einnig réttindi í fyrra en við erum þó ekki búin að snúa til baka allri þeirri hækkun sem varð á góðær- istímanum. Við eigum enn eftir 2% af því. Auðvitað vonum við að allt fari að snúast til betri vegar en við erum enn að bíða eftir uppgjörum úr þrotabúum gömlu bankanna en þar áttum við töluvert af skuldabréfum. Vonandi fer að styttast í niður- stöður þar.“ Í tilkynningu frá sjóðnum fyrir ársfundinn kom fram að staða sjóðsins er innan þeirra marka sem bráðabirgðaákvæði laga um lífeyrissjóði setur og er því ekki skylt að breyta réttindum sjóðfé- laga. Markmiðið er hins vegar að starfrækja sjóðinn þannig að staða hans sé sem næst því að vera í jafnvægi og ákvað stjórnin því að leggja fyrir ársfundinn tillögu um að réttindi sjóðfélaga yrðu lækkuð um 8%. Árið 2009 einkenndist mest af útgreiðslum úr séreignardeild vegna breytinga á lögum um lífeyrissjóði þar sem sjóðfélögum yngri en 60 ára var heimilað að taka allt að einni milljón króna út af séreign á níu mánuðum. Greiddar voru úr séreign 37 millj- ónir og þar af voru 23 vegna lagabreytinganna. Hrein eign sér- eignardeildar var í árslok 419 milljónir og hafði hækkað um 15 milljónir frá fyrra ári. Á ársfundinum urðu einnig þær breytingar á stjórn sjóðsins að Finnbogi Sveinbjörnsson var kjörinn í stað Bjarna Gestssonar sem sinnt hefur stjórnarstörfum frá árinu 1981. Lífeyrissjóður Vestfirðinga er til húsa í Neista á Ísafirði.

x

Bæjarins besta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.