Bæjarins besta


Bæjarins besta - 27.05.2010, Qupperneq 13

Bæjarins besta - 27.05.2010, Qupperneq 13
FIMMTUDAGUR 27. MAÍ 2010 13 Sveitarfélög á Vestfjörðum veittu 86 heimilum fjárhagsaðstoð árið 2009 Einstæðar mæður með börn voru í meirihluta viðtakenda fjár- hagsaðstoðar sveitarfélaga á Vestfjörðum á síðasta ári eða 30 en alls var 86 heimilum veitt fjár- hagsaðstoð á árinu. Barnlausir, einstæðir karlmenn voru næst fjölmennasti viðtakendahópur- inn eða 28 talsins. Hjón eða sam- býlisfólk með börn sem þáðu fjárhagsaðstoð voru fjórtán og tíu einstæðar konur með engin börn fengu aðstoð. Aðeins þrír einstæðir feður fengu fjárhagsað- stoð. Fjölmennasti hópurinn sem þáði fjárhagsaðstoð sveitarfélaga á landinu öllu í fyrra eru sem fyrr einstæðir barnlausir karlar eða sem nemur 42,2% heimila og einstæðar konur með börn eða 29,3%. Samkvæmt tölum Hagstof- unnar hefur fjöldi viðtakenda fjárhagsaðstoðar á Vestfjörðum verið mjög svipaður undanfarin ár. Ef litið er á landið í heild fengu 5.994 heimili fjárhagsað- stoð sveitarfélaga árið og hafði heimilum sem þáðu slíkar greið- slur fjölgað um 16,1% frá árinu áður. Árið 2008 hafði heimilum sem þáðu slíkar greiðslur fjölgað um 17,5% frá árinu áður. Árið 2003 þáðu 6.312 heimili fjár- hagsaðstoð sveitarfélaga en til ársins 2007 fækkaði þeim jafnt og þétt eða sem nam 32% á öllu tímabilinu. Frá árinu 2007 til 2009 aukast útgjöld sveitarfélaganna vegna fjárhagsaðstoðar um rúmar 940 milljónir eða um tæplega 70%, en á föstu verðalagi vaxa þau um tæp 35%. Meðal mánaðargreiðsl- ur fjárhagsaðstoðar aukast á sama tíma um 14 þúsund krónur eða 18,1%, en á föstu verðlagi lækka þær um rúm 6%. Mánaðarfjöldi sem fjárhagsaðstoð er greidd er nálægt fjórir mánuðir að meðal- tali öll árin. – thelma@bb.is Frá Ísafirði. 86 heimili féngu fjárhagsaðstoð á Vestfjörðum á síðasta ári.

x

Bæjarins besta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.