Bæjarins besta


Bæjarins besta - 27.05.2010, Page 17

Bæjarins besta - 27.05.2010, Page 17
FIMMTUDAGUR 27. MAÍ 2010 17 Sveitarstjórnarkosningar 2010 Bolungarvíkurkaupstaður KJÖRFUNDUR Kjörfundur vegna sveitarstjórnarkosninga þann 29. maí 2010, verður haldinn í fundarsal Ráðhúss Bolungarvíkur, Aðalstræti 12. Kjörfundur hefst kl. 10:00 árdegis og stendur til kl. 22:00 síðdegis. Kjörstjórn vekur athygli kjósenda á 55. gr. laga um kosningu til sveit- arstjórna, en þar segir: „Kjósandi skal gera kjörstjórn grein fyrir sér á kjörstað með því að framvísa kennivottorði eða nafnskírteini eða á annan fullnægjandi hátt að mati kjörstjórnar. Ef hann þannig á rétt á að greiða atkvæði samkvæmt kjörskránni, afhendir fulltrúi í kjörstjórn honum einn kjörseðil.“ (L. 5/1998, 55.gr) Bolungarvík 20. maí 2010 Yfirkjörstjórn í Bolungarvíkurkaupstað, Sólrún Geirsdóttir, Ingibjörg Vagnsdóttir, Pálína Jóhannsdóttir. Ert þú sú / sá rétti? Verslun í fullum rekstri í miðbæ Ísafjarðar leit- ar eftir nýjum eiganda / eigendum. Verslað er með vandaðan fatnað fyrir breiðan aldurshóp og bæði kynin. Spennandi vinna fyrir duglegt og skapandi fólk. Áhugasamir hafi samband við BB Endurskoð- un í síma 456 2200 eða á e-mail bbe@bbe.is. veita sérhæfðari þjónustu en hætt er við að sameining leiði til þess að það dragi úr fjölbreytni at- vinnulífs í smærri samfélögun- um. „Tryggja þyrfti fjölbreytni atvinnulífs í þessum samfélögum ef til sameiningar kæmi. Vinna starfshópanna hefur skilað ábend- ingum til sveitarstjórnanna um að auka megi samvinnu á milli sveitarfélaganna s.s. í félagsþjón- ustu, skipulagsmálum og almenn- ingssamgöngum,“ segir í skýrsl- unni. Hundraðdaganefnd, sem skip- uð var fulltrúum meirihluta og minni-hluta sveitarstjórna sveit- arfélaga á norðanverðum Vest- fjörðum, Bolungarvíkurkaup- staðar, Ísafjarðarbæjar og Súða- víkurhrepps, fól Melland Partn- ers að leiða vinnu við skoðun á kostum þess og göllum að sam- eina sveitarfélögin í eitt. Vinna við verkefnið hófst í Sameining sveitarfélaganna á norðanverðum Vestfjörðum myndi leiða til hagræðingar í rekstri sem nemur 24 milljónum króna á ári, samkvæmt niðurstöðum Hundr- að daga nefndarinnar svokölluðu. Hins vegar myndu úthlutunar- reglur Jöfnunarsjóðs sveitarfé- laga hafa áhrif á fjárhagslega nið- urstöðu og að óbreyttu myndi það lækka árlegan ábata samein- ingar sveitarfélaganna um 30 milljónir. Þetta kemur fram í ný- útgefinni skýrslu nefndarinnar sem skipuð var um könnun á sam- einingu Bolungarvíkurkaupstað- ar, Ísafjarðarbæjar og Súðavík- urhrepps en þar segir að niður- staða um sameiningu sveitarfé- laga sé ekki einhlít. Í skýrslunni eru útlistaðir kostir og gallar við sameiningu. Til að mynda segir að sameinað sveit- arfélag verði öflugri stjórnsýslu- eining og hefur forsendur til að nóvember 2009. Nefndin hóf sín störf 12. október og var við það miðað að starfið tæki um hundrað daga. Í desember tók 100 daga- nefndin ákvörðun um að miðað skyldi við bráðabirgðaniður- stöður ársreikninga sveitarfélag- anna í fjárhagslegu mati á stöðu sveitarfélaganna og fjárhagsáætl- anir fyrir árið 2010. Fljótlega kom í ljós að of mikil óvissa var um túlkun bráðabirgða-niður- staðna fyrir árið 2009 og var þá ákveðið að bíða þar til drög að ársreikningum sveitarfélaganna lægju fyrir. Slík drög lágu fyrir um niðurstöður ársreikninga allra sveitarfélaganna þann 10. maí. Ekki einhlít niðurstaða um sameiningu Áminning sýslumannsins á Ísa- firði til starfsmanns felld úr gildi Héraðsdómur Vestfjarða hefur fellt úr gildi áminningu sem sýslu- maðurinn á Ísafirði veitti starfs- manni sínum þar sem talið var að sýslumaður hefði ekki gætt að meðalhófsreglu stjórnsýslulaga áður en áminningin var veitt. Auk þess sem áminningin var felld úr gildi var sýslumanni gert að greiða starfsmanninum 700.000 krónur í málskostnað. Forsaga málsins var sú að í mars 2009 fór að bera á veikindum hjá umrædd- um starfsmanni og þurfti hann af þeim sökum að leggjast inn á sjúkrahús og var ekki við vinnu frá 24. apríl til 29. maí 2009. Tveimur dögum síðar fór starfs- maðurinn í sumarleyfi og kom að því leyfi loknu til starfa 1. júlí. Í byrjun júlí s.l. var hún boð- uð á fund sýslumanns sem afhenti henni bréf þar sem fram kom að sýslumaður ráðgerði að áminna hana „... fyrir óhlýðni við fyrir- mælum yfirmanns, óvandvirkni í starfi og fyrir að sýna ekki full- nægjandi árangur í starfi.“ Lögmaður starfsmannsins sendi í kjölfarið sýslumanni bréf þar sem skorað var á hann að falla frá öllum áformum um áminn- ingu þar sem ráðagerð sýslu- manns styddist ekki við nokkur efnisleg rök, auk þess sem ekki yrði séð að málsmeðferð hans samræmdist góðum stjórnsýslu- háttum eða meginreglum stjórn- sýslulaga. Sýslumaður ákvað engu að síður að áminna starfs- manninn 15. júlí 2009. Lögmað- ur starfsmannsins sendi sýslu- manni annað bréf þar sem sjónar- mið starfsmannsins voru ítrekuð og skorað var á sýslumann að afturkalla áminninguna og ekki mars og apríl 2009 og til þess ber m.a. að líta við úrlausn málsins. Dómurinn telur að varðandi af- greiðslu eins máls hafi starfs- maðurinn ekki sinnti nægjanlega starfsskyldum sínum og í þremur málum hafi skort á að gögn mál- anna bæru það með sér hver staða þeirra væri. Þá lá það fyrir að starfsmaðurinn viðurkenndi ákveð- in mistök af sinni hálfu varðandi afgreiðslu tveggja mála. Í öðrum tilvikum þóttu aðfinnslur sýslu- manns í garð starfsmannsins svo smávægilegar að dómurinn taldi þarflaust fyrir úrlsuan málsins að fjalla sérstaklega um þau. Dómurinn telur að ekki fram hjá því litið að áminning sé íþyngjandi stjórnvaldsákvörðun sem leitt getur til starfsmissis, svo sem sýslumaður gerði starfs- manninum grein fyrir í bréfum sínum til hennar 1. og 15. júlí 2009. Ekki séð að sýslumaður hafi, áður en hann veitti starfs- manninum áminningu aðhafst nokkuð það sem með réttu verður talin tilraun til að fá hana til að taka sig á í starfi og laga vinnu- brögð sín að kröfum sýslumanns. Að því athuguðu, og að virtu eðli þeirra mannlegu mistaka starfsmannsins sem áður var getið, taldi dómurinn að sýslu- maður hefði brotið gegn meðal- hófsreglu 12. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 með því að áminna starfsmanninn án þess að grípa áður til annarra og vægari úrræða. Var því fallist á kröfu starfs- mannsins um að áminningin verði felld úr gildi og sýslumanni gert að greiða starfsmanninum 700.000.- krónur í málskostnað. – thelma@bb.is var orðið við því. Því var ákveðið að höfða mál fyrir héraðsdómi í þeim tilgangi að fá áminninguna fellda úr gildi. Í niðurstöðum dómsins kemur fram að framlögð læknisvottorð starfsmannsins skjóti styrkum stoðum undir þann málatilbúnað starfsmannsins að starfsþrek hans hafi að nokkru leyti verið skert í Sýslumannsembættið á Ísafirði er til húsa í Stjórnsýsluhúsinu.

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.