Bæjarins besta - 27.01.2011, Síða 9
FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 2011 9
Vilja hafa
í höllinni
Eins og þeir vita sem ráðist
hafa í það snúna verkefni að gera
upp gömul hús getur vinnan
reynst afar krefjandi á köflum,
og Simbahöllin var þar engin
undantekning. „Þetta var oft erf-
itt, líka af því að hann hefur reynt
að gera allt sjálfur. Til að byrja
með var líka erfitt að þurfa að
panta efni á íslensku, og finna út
hvar hann gæti fengið það. Þetta
var svolítið ævintýri,“ segir hún
og brosir.
„Það er hins vegar mjög gaman
eftir á að hafa gert svona mikið
sjálfur. Það var líka kostur að
þetta tæki langan tíma. Með því
að búa í húsinu á meðan áttaði
maður sig betur á því hvernig
hlutirnir ættu að vera. Það kemur
til manns smám saman, eftir því
sem maður kynnist húsinu bet-
ur,“ bendir hún á.
„Húsið er líka svo gamalt og
fallegt. Það má ekki flýta sér of
mikið og rífa allt út, heldur verður
að hugsa vel um allt, finna út
hvað sé best að setja á gólfin til
að halda gamla stílnum og slíkt,“
bætir hún við.
Alltaf bakað mikið
Eins og áður sagði var það
ekki upphafleg áætlun þeirra
Janne og Wouters að opna kaffi-
hús í húsnæðinu. „Við hugsuðum
hins vegar frá byrjun að ef við
ætluðum að búa hérna á Þingeyri
þá væri gaman að búa til einhvern
stað þar sem fólk gæti komið
saman. Ég held að hugmyndin
um að opna kaffihús hafi kviknað
svona ári eftir að við keyptum
húsið, út frá gömlu búðarinnrétt-
ingunum, til dæmis. Þá fórum
við að hugsa um að þetta gæti
hentað vel sem kaffihús,“ útskýr-
ir Janne.
Frá opnun Simbahallarinnar
sumarið 2009 hafa enda fjöl-
margir lagt leið sína á kaffihúsið,
þar sem Janne framreiðir ýmsar
kræsingar. Hún segist þó ekki hafa
haft mikla reynslu af kaffihúsa-
rekstri eða eldamennsku áður en
Simbahöllin opnaði. „Ég hef
enga „professional“ reynslu, en
mér hefur alltaf fundist gaman
að baka og gert mikið af því,
með ömmu minni til dæmis,“
segir hún brosandi. „Svo æxlaðist
þetta einhvern veginn svona.“
Stolt kaffihússins er belgíska
vöfflujárnið sem á heiðurssess á
afgreiðsluborðinu. Þaðan berast
gestum ilmandi hefðbundnar
vöfflur að hætti Belga, en Janne
leitar sömuleiðis í íslenska nátt-
úru að hráefni í kræsingarnar.
Rabarbarasulta Simbahallarinnar
hefur til dæmis gert mikla lukku,
en hana gerir Janne úr rabarbara
úr fjallshlíðum Dýrafjarðar. Hún
er þó frábrugðin þeirri hefð-
bundnu íslensku að því leyti að
hún er soðin mun styttra og er
fyrir vikið bæði öðruvísi á litinn
og bragðið. Bláberjapæ, heima-
bakað brauð og súpur Janne hafa
ekki síður mælst vel fyrir hjá
gestunum.
Í framtíðinni hyggjast þau
Wouter svo bæta enn við matar-
framboðið og í sumar verður til
að mynda boðið upp á lamb í
kjallara Simbahallarinnar.
Viðtökur vonum framar
Janne segir það mikinn kost
við íslenskt samfélag að auðvelt
sé að hrinda hugmyndum í fram-
kvæmd. „Það er svo auðvelt að
byrja á einhverju svona, sem okk-
ur finnst svo gaman. Í bæði Dan-
mörku og Belgíu er erfitt að gera
upp gamalt hús og stofna kaffi-
hús, en hér gerist það bara einn,
tveir og þrír,“ segir hún.
Hún segir reksturinn hafa
gengið afar vel bæði sumrin.
„Eiginlega betur en við bjugg-
umst við. Við héldum kannski
að það væri helst fólk hér, á Þing-
eyri og Ísafirði sem vissi af okkur,
en það kemur líka fólk frá Reyk-
javík og alls staðar að sem hefur
heyrt um okkur. Það kom okkur
algjörlega á óvart,“ segir hún.
Vilja hafa líf í höllinni
Þó að Simbahöllin sé lokuð
yfir veturinn eru þar þó ýmsar
uppákomur. Janne hefur haft
opið alla sunnudaga á aðventunni
og hyggur sömuleiðis á opnun í
kringum páskana, áður en Simba-
höllin opnar svo aftur á venju-
legum tíma næsta sumar.
„Kvenfélagið hefur komið til
mín í súpu og svona, og núna
bráðlega kemur til mín hópur í
danskt smørrebrød. Ég ætla að
vera með meira slíkt á næsta ári.
Ég hef ekkert auglýst það núna,
þau höfðu bara samband við mig
og spurðust fyrir. Það er líka
eitthvað sem við erum alltaf opin
fyrir – hópar geta haft samband
við okkur og fengið að koma í
mat, smørrebrød eða hvað sem
þeim hentar. Svo fremi sem við
séum á staðnum er það lítið mál,“
segir Janne. „Við erum mest
hérna, en við höfum líka farið
svolítið út. Það er gaman að
breyta til og gera eitthvað annað,“
bætir hún við.
Þau hafa sömuleiðis hýst
ýmsar uppákomur í höllinni, svo
sem tónleika og uppistand, og
reyna að hafa tvær listsýningar á
hverju sumri.
„Okkur langar að hafa líf í
húsinu, en það getur hins vegar
verið svolítið erfitt að finna fólk
í það. Í sumar var svolítið um
það að fólk hefði samband að
fyrra bragði og vildi fá að gera
eitthvað hjá okkur, sem okkur
finnst mjög gaman. Það má mjög
gjarnan hafa samband við okkur,
við erum alltaf að leita að ein-
hverju skemmtilegu, en vitum
kannski ekki alltaf hvar við eig-
um að byrja,“ segir hún og brosir.
– Sunna Dís Másdóttir.