Bæjarins besta


Bæjarins besta - 27.01.2011, Qupperneq 10

Bæjarins besta - 27.01.2011, Qupperneq 10
10 FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 2011 „Flestir fara ekki fyrr en í fulla hnefana“ Fimm fyrirtæki hafa sýnt áhuga á starfsemi á Flateyri. Í Morg- unblaðinu segir frá því að Frið- björn E. Garðarsson, skipta- stjóri þrotabús Eyrarodda, sé að fara yfir stöðu fyrirtækisins og ræða við stærstu kröfuhafa um næstu skref. Eyraroddi á óveiddar einhverjar veiðiheim- ildir. Skiptastjóri hefur haft samband við Jón Magnússon skipstjóra á Stjána Ebba, bát Eyr- arodda og áhöfnin hefur lýst sig reiðubúna til að veiða heimild- irnar, þegar gefur á sjó. „Fólki er brugðið, mörgu hverju, það veit enginn hvað tekur við,“ segir Jón í samtali við Morgun- blaðið. Hann segir mikið óvissu- ástand hafa ríkt í atvinnumálum staðarins frá því Eyraroddi sótti um heimild til greiðslustöðvunar. Nú sé loksins vitað hvernig það mál endaði og áfram verði að bíða til að sjá hvað taki við. „Ég vona að okkur verði gefið tæki- færi til að bjarga okkur. Hér vilj- um við vera. En það verður þá að vera einhver grundvöllur til þess,“ segir hann. Að sögn Jóns hefur eitthvað af fyrrverandi starfsfólki Eyrarodda sem sagt var upp störfum í lok nóvember flutt í burtu. Það er einkum fólk sem ekki átti þar eignir eða fjölskyldu. „Flestir ætla ekki að fara fyrr en í fulla hnefana. Þeir eiga rætur hér og eignir og líður vel,“ segir Jón. Guðmundur Björgvinsson, formaður Íbúasamtaka Flateyrar, segir að fólk geri sér grein fyrir því að ekki sé auðvelt að koma rekstri aftur af stað. „Hér eru vinnufúsar hendur sem vilja hjálpa þjóðinni út úr erfiðleik- unum. Við höfum aldrei verið að biðja um ölmusu, heldur höldum fram rétti okkar til að sækja sjóinn,“ segir Guðmund- ur. Fimm fyrirtæki hafa sett sig í samband við forsvarsmenn Ísafjarðarbæjar og lýst áhuga á að koma að uppbyggingu út- gerðar og fiskvinnslu á staðnum. Mannabreytingar standa yfir hjá afurðastöðvum MS í Búðar- dal og á Ísafirði. Sævar Hjalta- son, sem gegnt hefur starfið mjólkurbússtjóra stöðvanna um fjögurra ára skeið, lætur af störf- um um næstu mánaðarmót. Lúð- vík Hermannsson, sem stýrt hef- ur ostapökkun MS í Reykjavík, tekur við starfi Sævars en undir hann bætist einnig afurðarstöð MS á Egilsstöðum. Þá er gert ráð fyrir að sú rannsóknavinna sem unnin hefur verið í Búðardal verði framvegis alfarið sinnt frá Reykjavík. Halldór G. Guðlaugsson, fram- leiðslustjóri MS á Ísafirði, hefur einnig ákveðið að hætta störfum á Ísafirði. Hann mun þó áfram starfa fyrir MS sem framleiðslu- stjóri félagsins á Egilsstöðum. Að sögn Einars Sigurðssonar for- stjóra MS, mun Lúðvík fyrst um sinna starfi framleiðslustjóra á Ísafirði auk þess að hafa umsjón með daglegum rekstri afurða- stöðvanna þriggja. Markmiðið með breytingunum er að sögn Einars að lækka heildar rekstrar- kostnað félagsins. „Þessar breyt- ingar eru einn hluti af endur- skipulagningu á framleiðslu fé- lagsins sem hefur það að mark- miði að nýta betur framleiðslu- þætti og tryggja samnýtingu vinnslustöðva og ná þannig niður kostnaði við vinnslu á hverjum mjólkurlítra,“ segir Einar. MS rekur nú sex vinnslustöðv- ar. Í Reykjavík er unnið úr 29 milljónum lítra af mjólk árlega, á Selfossi og Akureyri úr 35 millj- ónum lítra í hvorri stöð. Í minni vinnslustöðvunum á Egilsstöð- um, í Búðardal og á Ísafirði er unnið úr 12 milljónum lítra sam- tals. – kte@bb.is Mannabreytingar hjá MS á Ísafirði Nýr mjólkurbússtjóri tekur til starfa á Ísafirði. Aðgerðir vegna stofn- fjárlána samþykktar Aðgerðir vegna stofnfjárlána SpKef hafa verið samþykktar í stjórn SpKef Sparisjóðs. Fjöl- margir Vestfirðingar tóku þátt í stofnfjáraukningu Sparisjóðs Vestfirðinga áður en hann sam- einaðist Spkef árið 2008. Við- skiptin voru kynnt af stjórnend- um sjóðanna sem örugg fjárfest- ing og lánuðu sjóðirnir mikið fé til kaupa á stofnfé. Ári eftir sam- eininguna, í mars 2009, var SpKef gjaldþrota og stofnfjáreigendurn- ir sátu eftir með sárt ennið, en nú hefur verið ákveðið hvernig skal meðhöndla þessi lán. Stofnfjárbréfalán verða færð í upphaflegan höfuðstól að við- bættum 3,75% óverðtryggðum vöxtum frá útgáfudegi og erlend lán verða færð á upphaflegt gengi gjaldmiðla, en sömuleiðis með 3,75% vöxtum og þau færð í íslenskar krónur. Lánin verða óverðtryggð til allt að 25 ára. Á heimasíðu SpKef kemur jafnframt fram að óski lántakend- ur eftir því að staðgreiða lánin að lokinni skilmálabreytingu verði að auki boðið upp á afslátt sem nemur 10% af heilarstöðu. Þá verði tekið tillit til allra innborg- ana á lánin, þar með talinn inn- greiddur arður árið 2008, sem nam 20% af heilaruppreiknuðu stofnfé. – kte@bb.is Í lok síðasta árs bjuggu 7.120 manns á Vestfjörðum. Hafði þeim fækkað um 230 manns frá fyrsta ársfjórðungi. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Hagstof- unni. Flestir áttu heima í Ísa- fjarðarbæ eða 3.800 en íbúum þar hafði fækkað um 100 manns frá fyrsta ársfjórðungi. Næst mesta fækkunin átti sér stað í Bolungarvík eða um 80 manns en í lok síðasta árs bjuggu þar 890 manns. Í Reykhólahreppi bjuggu 280 manns í lok ársins og hafði þeim fækkað um tíu manns frá fyrsta ársfjórðungi, í Tálkna- fjarðarhreppi bjuggu 300 manns og hafði þeim fjölgað um tíu á tímabilinu. Íbúum Vesturbyggð- ar fækkaði um 40 manns og voru þeir 890 manns í lok árs. Íbúum Súðavíkurhrepps fækk- aði um 20 manns og voru þeir 190 talsins í lok árs. Íbúafjöldi Árneshrepps, Kaldrananeshrepps og Bæjarhrepps stóð í stað á tíma- bilinu, í Árneshreppi bjuggu 50 manns, 110 manns í Kaldrana- neshreppi og 100 manns í Bæj- arhreppi. Íbúum Strandabyggðar fækkað um 10 manns og bjuggu þar 500 manns í lok árs. Karlar voru í meirihluta Vest- firðinga eða 3.640 á móti 3.495 konum. Erlendir ríkisborgarar voru 615 talsins í loks árs og hafði þeim fækkað um 95 frá fyrsta ársfjórðungi. Í lok 4. ársfjórðungs 2010 bjuggu 318.500 manns á Íslandi, 160.000 karlar og 158.500 konur. Landsmönnum fjölgaði um 280 á ársfjórðungnum. Erlendir ríkis- borgarar voru 21.200 og á höfuð- borgarsvæðinu bjuggu 202.400. Vestfirðingum fækkaði um 230 Flestir áttu heima í Ísafjarðarbæ eða 3.800 en íbúum fækkaði um 100 manns frá fyrsta ársfjórðungi.

x

Bæjarins besta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.