Bæjarins besta - 27.01.2011, Page 13
FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 2011 13
Sígaulandi sem barn
„Þessar nikkur höfðu það fram
yfir þær sem síðar komu að þegar
þú hélst niðri einni nótu, þá
fékkstu sinn tóninn í hvert skipti
eftir því hvort þú dróst hana sund-
ur eða ýttir saman. Þessu varðstu
að muna eftir ef þú ætlaðir að ná
lagi. Þetta var svolítil kúnst, en
þetta lærðist nú fljótt. Þessi gerð
nikkunnar var kölluð díatónísk,
út af þessu,“ útskýrir hann.
Þeir bræður pöntuðu sér eitt
eintak. „Þetta var skítódýrt allt
saman, ég held að þetta hafi nú
ekki allt verið fyrsta flokks vörur
sem þeir auglýstu þarna, en þetta
gekk alveg. Þessi nikka var spiluð
upp, alveg upp til agna. Ég vissi
nú aldrei hvað varð svo af grey-
inu. Maður fór aldrei með þetta á
ball, maður komst aldrei svo
langt,“ bætir hann við.
Smyglnikkan
fengin til landsins
Skömmu síðar fékk Brynjólfur
stærri og ballvænni harmónikku
segir Brynjólfur frá.
Pöntuðu nikku
frá Danmörku
Ekki leið hins vegar á löngu
þar til hann eignaðist sína fyrstu
harmoníkku, sem hann festi kaup
á ásamt bróður sínum, Guðjóni
Arnóri. „Við komumst yfir verð-
lista frá Danmörku, alveg heljar-
mikla bók á dönsku frá einhverju
magasíni sem bauð alls konar
vöru – þar á meðal harmónikkur,“
útskýrir hann.
„Það voru þessar litlu, gömlu,
þær fyrstu sem maður sá. Þær
voru pínulitlar og það var ekki
haldið á þeim með ólum eins og
síðar varð, heldur var settur svona
hanki hægra megin til að styðja
hendinni við. Svo var eins og
venjulega band aftan á fyrir vinstri
hendina. Maður gat haldið þessu
á lofti bara, þetta var svo létt –
enda var nú ekki mjög hátt hljóð-
ið í þessu,“ segir Brynjólfur.
að gjöf. „Það var þannig að ég
átti frænda, sem átti heimili hjá
pabba og mömmu. Hann var sjó-
maður. Hann var á síld á sumrin,
sem var nú það besta sem karl
gat gert til að fá sér aur, og svo
var hann á fiskibátum á veturna.
Hann kom heim vor og haust og
vann þá heilmikið hjá pabba á
milli vertíða,“ segir Brynjólfur
frá.
„Svo breyttist hjá honum sjó-
sóknin þannig að hann er kominn
á togara fyrir rest. Það var það
snemma á tíðinni að þetta var
kolaskip, með gufuvél. Svo er
eins og þá var, skipin fiskuðu
hérna við landið og söfnuðu afl-
anum og sigldu svo með hann til
Bretlands og seldu. Svo tekur
drengur sig til einu sinni og kaup-
ir harmónikku í landi. Þetta mátti
ekki gera. Þeir fengu einhvern
pening til umráða af kaupinu
sínu, en þeir máttu ekki kaupa
hluti og flytja þá inn til landsins.
Það voru einhverjar reglur um
það,“ segir Brynjólfur.
„Þeir gerðu samt mikið af þessu
og til að þetta kæmist ekki upp
fóru þeir með hlutina niður í kola-
stíu og grófu þá þar í kolunum!
Þeir höfðu samvinnu um það sko,
hinir pössuðu að fara ekki með
skófluna í hornið þar sem eitt-
hvað var falið. Þannig kom nikk-
an til Íslands,“ segir Brynjólfur
brosandi.
Sú harmónikka var í fullri
stærð og öllu hljómmeiri. „Þetta
var alveg stórfínt apparat. Hún
var með nótum, í staðinn fyrir
hnappana sem voru á þessum
litlu. Þær voru líka fljótar að
breiðast út, þessar nikkur. Þegar
þessi nikka kom byrjaði það geim
að spila og spila á böllunum Ég
fór hérna um firðina, út á Ingj-
aldssand og til Þingeyrar. Ég komst
nú aldrei á Ísafjörð með hana,
það voru nógir þar til að spila,“
segir Brynjólfur.
Fluttust á milli fjarða
Þegar Brynjólfur var tuttugu
og fimm ára gamall fluttist hann
ásamt bróður sínum og foreldrum
frá Dýrafirði og að Vöðlum í
Önundarfirði. Fjölskyldan hafði
þá búið á Kotnúpi, hjáleigu frá
Núpi, í yfir tuttugu ár.
„Á þessum tíma var ég búinn
að fara á skólann á Hvanneyri í
tvo vetur. Það var komið svoleið-
is fyrir okkur að við vorum að
spá í að fá kotið keypt. Ég lagði
þetta mál fyrir eigandann, en
hann sagðist ekki geta selt það
því synir hans vilji fá það til
afnota. Mér fannst þetta nú pínu-
lítið erfitt fyrst, en seinna sá ég
ekki eftir því að hann sagði nei.
Þegar ég var búinn að vera hérna
í einhvern tíma var ég orðinn
þakklátur að svona hefði farið,“
segir Brynjólfur.
Þeir bræður fóru því að líta í
kringum sig eftir öðrum lausnum.
„Einhvern veginn komst ég að
því að þessi bær hérna var í eyði.
Við höfðum líka verið saman á
Hvanneyri, ég og strákur hérna
frá Hjarðardal, næsta bæ, svo ég