Bæjarins besta


Bæjarins besta - 27.01.2011, Blaðsíða 16

Bæjarins besta - 27.01.2011, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 2011 Um 200 manns sátu þorra- blótið í Bolungarvík sem haldið var í 66. sinn á laugardag. „Blót- ið heppnaðist mjög vel þótt allt hefði reyndar farið úrskeiðis sem gat það en allt gekk upp á endanum með góðra manna hjálp og allt er gott sem endar vel,“ segir Þóra Hansdóttir, for- maður þorrablótsnefndar. Með- al þess sem fór úrskeiðis var að tveir tónlistarmannanna sem áttu að spila lentu á sjúkrahúsi auk leikstjórans en þó vegna óskyldra orsaka. Þá fór blótið fram í fyrsta sinn í ný endur- bættu félagsheimili Bolvíkinga blótið hafði áður verið haldið þar frá árinu 1953. „Það er þetta séríslenska fyrirbæri að gera hlutina áður en þeir eru tilbún- ir,“ segir Þóra og hlær en upp komu rafmagnsbilanir á blót- inu og þurfti að kalla út tvo raf- virkja. „Það var reyndar í viðbygg- ingunni þannig að við gátum farið að keyra á skemmtiatriðin á réttum tíma.“ Þóra segir blót- ið hafa þrátt fyrir ýmsar uppá- komur hafa verið mjög skemmti- legt. „Þegar allir leggjast á eitt að láta hlutina ganga upp þá gera þeir það og ég veit ekki betur en að fólk hafi skemmt sér mjög vel.“ Efnt er til blóts í Bolungarvík á fyrsta laugardegi í þorra ár hvert og bjóða þá bolvískar kon- ur bónda sínum til slíkrar skemmtunar. Þorrablótið er ætlað hjónum, sambýlisfólki, ekkjum og ekklum í Bolungar- vík. Öllu var tjaldað til að gera kvöldið sem veglegast og stigu skemmtinefndarkonur á stokk í hinum og þessum hlutverkum. „Tekið var mið af því sem verið hefur í deiglunni, t.d. tókum við fyrir ástandið á heilsugæslunni okkar og hún kölluð heilsu- bælið. Þessi mál brenna á okkur og tekið var á þeim á léttum nótum,“ segir Þóra. Blótsgestir mæta í sínu fín- asta pússi, konur í upphlut eða peysufötum og karlmenn í há- tíðarbúningi eða dökkum jakka- fötum með hálstau, en líklegt er að vandfundinn sé sá staður á Íslandi þar sem er jafn hátt hlutfall íbúa sem eiga þjóðbún- ing en í Bolungarvík. Blótsgestir snæddu hefð- bundinn þorramatur, sem bor- inn var fram í trogum líkt og forðum. Meðfylgjandi myndir voru teknar á þorrablótinu. – thelma@bb.is Ævintýralegt og skemmtilegt blót

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.