Bæjarins besta


Bæjarins besta - 27.01.2011, Blaðsíða 18

Bæjarins besta - 27.01.2011, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 2011 Eyraroddi á Flateyri hefði þurft að lágmarki 15-20 milljónir til að koma fyrirliggjandi aðgerðar- áætlun og rekstri af stað. Þetta er haft eftir Teiti Birni Einarssyni, stjórnarformanni Eyrarodda í Morgunblaðinu. Eins og fram hefur komið samþykkti Héraðs- dómur Vestfjarða beiðni stjórn- enda fiskvinnslunnar Eyrarodda á Flateyri um gjaldþrot. Í tilkynningu frá Eyrarodda kom fram að eftir að tilkynnt var um 300 tonna byggðakvóta til Flat- eyrar í nóvember síðastliðnum, reyndu forsvarsmenn félagsins að skjóta styrkari stoðum undir rekstur félagsins með því að tengja saman útgerð með kvóta og fiskvinnsluna á Flateyri en það án árangurs. Fyrir lá að 300 tonna byggða- kvótanum yrði ekki úthlutað fyrir en í lok febrúar og ekki var hand- bært nægjanlegt fjármagn til að halda áfram rekstri fram að þeirri úthlutun, þrátt fyrir að nauða- samningur hefði gengið eftir á grundvelli þeirra rekstrarfor- senda sem kynntar höfðu verið. Hefði þurft minnst 15-20 milljónir króna Héraðsdómur Vestfjarða hefur úrskurðað Eyrarodda hf. gjald- þrota eftir að stjórn fyrirtækisins og umsjónarmaður nauðasamn- inga félagsins lögð fram beiðni þess efnis fyrir dómara í síðustu viku. Undanfarið hefur stjórn Eyrarodda unnið að fjárhagslegri endurskipulagninu félagsins í samvinnu við kröfuhafa þess. Niðurstaða þeirra viðræðna var sú að nauðasamningur fyrir fé- lagið var samþykktur en ekki tókst að útvega nægt fjármagn til að halda áfram rekstri og mæta áföllnum skuldbindingum. Því var óumflýjanlegt að óska eftir skiptum. Í upphafi lá fyrir að rekstur fiskvinnslu án kvóta yrði mjög erfiður. Þrátt fyrir það reyndu forsvarsmenn félagsins að koma af stað rekstri á Flateyri en því miður tókst ekki að afla nægs hráefnis til þess að fiskvinnslan stæði undir sér. Sá byggðakvóti sem hafði verið ætlaður Flateyri á árunum 2007 til 2010 var lítill. Jafnframt fór svo að mikill dráttur varð á úthlutun hans, til dæmis drógst um nærri tvö ár að úthluta byggðakvóta Flateyrar vegna fiskveiðiársins 2008/2009. „Eftir að tilkynnt var um 300 tonna byggðakvóta til Flateyrar í nóvember síðastliðnum, reyndu forsvarsmenn félagsins, sam- hliða fjárhagslegri endurskipu- lagningu, að skjóta styrkari stoðum undir rekstur félagsins með því að tengja saman útgerð með kvóta og fiskvinnsluna á Flateyri. Það tókst því miður ekki. Einnig lá fyrir að 300 tonna byggðakvótanum yrði ekki út- hlutað fyrir en í lok febrúar og ekki var handbært nægjanlegt fjármagn til að halda áfram rekstri fram að þeirri úthlutun, þrátt fyrir að nauðasamningur hefði gengið eftir á grundvelli þeirra rekstrarforsenda sem kynntar höfðu verið. Til viðbótar þeim sérstaka vanda sem að fyrirtækinu á Flateyri steðjaði, bættist við að erfitt var að efna til samstarfs við önnur fyrirtæki í sjávarútvegi vegna þeirrar óvissu sem uppi er um rekstrarumhverfi greinarinn- ar.Það eru stjórn Eyrarodda mikil vonbrigði að ekki hafi tekist að tryggja áframhaldandi rekstur á Flateyri,“ segir í tilkynningu frá fyrirtækinu. – bb@bb.is Eyraroddi gjaldþrota

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.