Bæjarins besta


Bæjarins besta - 27.01.2011, Side 21

Bæjarins besta - 27.01.2011, Side 21
FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 2011 21 Hæsta leikskólagjaldið á land- inu er hjá Ísafjarðarbæ sam- kvæmt könnun verðlagseftir- lits ASÍ sem framkvæmd var í byrjun þessa árs. Hjá Ísafjarð- arbæ er gjaldið kr. 34.342.- en lægst gjald fyrir sömu þjónustu er hjá Reykjavíkurborg, kr. 21.764. Munurinn er því 12. 578 krónur eða 63%. Gjald fyrir átta tíma vistun með fæði er mjög misjafnt eftir sveitar- félögum. Á landsvísu er sú breyting áberandi að afslættir hafa víða verið minnkaðir eða jafnvel af- lagðir og vekur sérstaka athygli hveru dýr síðasti klukkutíminn í 9 tíma vistun er orðinn. Al- geng hækkun á 9 tíma leik- skólaplássi er 3-8%. Kópa- vogur sker sig þó úr þar sem gjaldið var hækkað um 30%. Námsmenn, einstæðir foreldr- ar og aðrir forgangshópar sem borga lægri leikskólagjöld eru ekki undanskyldir þessum hækkunum. Lægsta mánaðargjald fyrir forgangshópa í 8 tíma vistun með fæði er í Reykjavík 12.860 krónur en hæsta mán- aðargjaldið greiða foreldrar á Ísafirði eða 25.598 krónur. Lægsta mánaðargjaldið fyrir forgangshópa í 9 tíma gæslu með fæði er í Reykjavík 17.213 krónur en hæsta mán- aðargjaldið fyrir sömu þjón- ustu er á Fljótdalshéraði á 32.508 krónur. – thelma@bb.is Hæsta leikskólagjald- ið er hjá ÍsafjarðarbæUnnið að nýrri skóla- stefnu Ísafjarðarbæjar Fjöldi manns vann að gerð nýrr- ar skólastefnu Ísafjarðarbæjar á tveimur þingum sem efnt var til í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði í síð- ustu viku. Á fimmtudag var þing- ið opið öllum en sérstaklega voru boðaðir einstaklingar, stofnanir og félagasamtök sem hagsmuna eiga að gæta eða búa yfir þekk- ingu í skólamálum. „Þingið gekk virkilega vel og góð vinna var unnin,“ segir Margrét Halldórs- dóttir formaður fræðslunefndar Ísafjarðarbæjar. Á föstudag var síðan komið að yngri kynslóðinni að leggja sitt á vogarskálarnar en þá mættu fulltrúar 2.-10. bekkja skóla sveitarfélagsins. „Þarna voru tæplega 30 krakkar og þetta var virkilega skemmtilegt. Ég var sjálf í hópi með yngstu nemend- unum og þeir voru með margar góðar hugmyndir. Það sem stóð upp úr hjá þeim var að þeir vilja að kenndir verði fleiri verk- greinatímar á viku,“ segir Mar- grét. Meðal þess sem fram kom hjá nemendunum var að þeir hafa áhuga á að læra spænsku og að áhersla verði lögð á að allir verði góðir við aðra og hjálpist að. Fræðslunefnd Ísafjarðarbæjar samþykkti í haust að hefja heildar endurskoðun á skólastefnum sveitarfélagsins og í kjölfarið var samþykkt að gera eina sameigin- lega skólastefnu fyrir leik- og grunnskóla Ísafjarðarbæjar. Skóla- stefnunni skal vera lokið eigi síðar en í apríl. Nú verður farið í að taka saman það sem fram þing- unum tveimur en það er aðeins einn þáttur í vinnu við skóla- stefnuna. „Þetta er viðamikil vinna enda þarf að fylgja ákveðn- um lagaramma. M.a. hafa verið sendir út spurningalistar til for- eldra og kennara bæði á leik- og grunnskólastigi auk þess sem nemendur hafa verið beðnir að svara nokkrum spurningum.“ Frá barnaþinginu þar sem ýmsar áhugaverðar hugmyndir komu fram.

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.