Bæjarins besta


Bæjarins besta - 24.02.2011, Síða 6

Bæjarins besta - 24.02.2011, Síða 6
6 FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2011 Útgefandi: Gúttó ehf., kt. 680501-2620, Sólgötu 9, 400 Ísafjörður, sími 456 4560, fax 456 4564. Ritstjóri: Sigurjón J. Sigurðsson, sími 892 5362, bb@bb.is. Blaðamenn: Thelma Hjaltadóttir, símar 456 4693 og 849 8699, thelma@bb.is. · Kristján Torfi Einarsson, sími 456 4560, kte@bb.is · Ritstjóri netútgáfu bb.is: Sigurjón J. Sigurðsson. Ljósmyndari: Halldór Sveinbjörnsson, sími 894 6125, halldor@bb.is. Ábyrgðarmenn: Sigurjón J. Sigurðsson og Halldór Sveinbjörnsson. Lausasöluverð er kr. 400 eintakið með vsk. Veittur er afsláttur til elli- og örorkulífeyrisþega. Einnig sé greitt með greiðslukorti. Önnur útgáfa: Ferðablaðið Á ferð um Vestfirði. ISSN 1670 - 021X Spurningin Getur þú hugsað þér að breyta bílnum þínum í metanbíl? Alls svöruðu 470. Já sögðu 270 eða 57% Nei sögðu 200 eða 43% Netspurningin er birt viku- lega á bb.is og þar geta lesendur látið skoðun sína í ljós. Niðurstöðurnar eru síðan birtar hér. Ritstjórnargrein Sá á kvölina sem á völina Helgarveðrið Gengið frá Klofningi Ráðgert er að setja um eins metra þykkt moldar- og malarlag yfir urðunarsvæðið við Klofning í Önundarfirði. Þá verður sáð í allt svæðið, sem er tæplega einn hektari að stærð, og með tíð og tíma verður farið í skógrækt á svæðinu. Þetta kemur fram í minnisblaði Jóhanns Birkis Helgasonar, bæjartækni- fræðings Ísafjarðarbæjar, vegna lokunaráætlunar fyrir svæðið. Þar kemur fram að kostn- aður við fyllingu sé áætlaður 4,5 milljónir króna og kostn- aður við jöfnun og sáningu er áætlaður 1,5 milljónir. Heildarkostnaður er því um 6 milljónir króna. Reiknað er með að verkið taki um tvo mánuði. Bæjarráð hafði óskað eftir upplýsingum um hvað fælist í ábyrgð vegna bráðameng- unar. Í minnisblaðinu segir að samkvæmt reglugerð skuli rekstraraðili leggja fram full- nægjandi fjárhagslega trygg- ingu eða ábyrð fyrir því að staðið verði við þær skyldur sem starfsleyfinu fylgir, þar á meðal um lokunar- og eftirlitsaðferðir. Ákvæðið gildi þó ekki um urðunar- staði fyrir óvirkan úrgang. Starfsleyfistrygging skal gilda í 30 ár eftir að urðunar- stað hafi verið lokað. Áhugaljósmyndarinn Ágúst G. Atlason var kjörinn Búrlistamað- urinn í Ísafjarðarbæ í netkosn- ingu sem gallerýið Búrið á Ísa- firði stóð fyrir. Að sögn Lísbetar Harðadóttur sem stóð fyrir kosn- ingunni voru um tuttugu lista- menn tilnefndir og á annað hundrað tilnefninga bárust. Þá voru fjórir listamenn sem trónuðu á toppinum en auk Ágústar voru það Henna Rikka Nurmi, Kristín Helgadóttir og Sunna Karen Ein- arsdóttir. Rétt er að taka fram að þær eru taldar upp í engri sér- stakri röð. Ágúst fékk að launum 101.000 krónur frá Búrinu auk klinks sem bæjarbúar höfðu látið af hendi en ekki hefur fram talning á því hve mikið safnaðist. Þá hefur hann opnar sýningu í Búrinu og á ganginum í Edinborgarhúsinu í tengslum við útnefninguna. Tilkynnt var um úrslitin við formlega athöfn við Búrið á laug- ardag. „Vegna algjörlega ófyrir- séðra aðstæðna komst ég sjálf ekki vestur á athöfnina en það sýnir vel hvað menningarlífið í sveitarfélaginu er töff að þá tók fráfarandi bæjarlistamaður Ísa- fjarðarbæjar og aðrir sjálfboða- liðar það að sér að halda athöfn- ina. Þetta var líka ótrúlega flott hjá þeim,“ segir Lísbet. Þess má geta að Búrið stendur fyrir sýningu í Sóltúni á Ísafirði um páskana þar sem Búrlista- maðurinn sýnir ljósmyndir ásamt ásamt fleirum sem tilnefndir voru. „Það eru bjartir tímar framundan hjá Búrinu,“ segir Lísbet. – thelma@bb.is Ágúst kjörinn listamaður Búrsins Ágúst G. Atlason, Búrlistamaðurinn í Ísafjarðarbæ. Konudagurinn árið 2011 verður öðrum konudögum eftirminnilegri fyrir þær sakir að þann dag ákvað forseti íslenska lýðveldisins, enn eina ferðina, að staðfesta ekki lög sem Alþingi hafði samþykkt, en nýta sér í þess stað ákvæði í stjórnarskrá og vísa þeim til þjóðarinnar. Hér er auðvitað um að ræða Icesave-málið, sem 70% þingmanna höfðu eftir mikið japl og jaml og fuður og nýjan samning náð samstöðu um. Í ljósi þessarar auknu samstöðu innan þingheims sýnist mörgum sitt- hvað um ákvörðun forsetans, þrátt fyrir minni mun á afstöðu þing- manna til þjóðaratkvæðagreiðslu um málið, sem krafist hafði verið á þingi og með almennri undirskriftasöfnun. Viðbrögðin við ákvörðun forsetans staðfesta að enn ríkir bullandi ágreiningur meðal þjóðarinnar í Icesave-málinu, sem tröllriðið hefur samfélaginu, þjóðinni til ómælds skaða. Að ákvörðun forsetans tekinni kemst þjóðin ekki hjá því að segja já eða nei: Já, við eigum að semja, á þeirri forsendu að það sé siðaðra manna háttur að leysa deilumál með samningum, svo vitnað sé efnislega til ummæla eins af kunnari fyrri tíma stjórnmálaleiðtogum þjóðarinnar. Nei, við borgum ekki skuldir óreiðumanna og látum óhikað skeika að sköpuðu hvað morgundagurinn ber í skauti sínu. Norrænir víkingar af konungakyni láta ekki kúga sig. Þjóðaratkvæðagreiðslu ber að efna til svo fljótt sem auðið er. Miss- erum saman hafa þingmenn farið yfir Icesave-málið með færustu sér- fræðingum sem völ er á og sem leiddu til lykta samninginn, sem Al- þingi samþykkti og forsetinn kaus að axla ekki ábyrgð á. Í meðförum þessara manna hafa öll tiltæk gögn er málið varða verið grannskoðuð. Þingmenn hafa ekki látið sitt eftir liggja og deilt um málið mánuðum saman. Nú geta þeir andað léttara. Forsetinn hefur létt af þeim byrðinni. Sá á kvölina sem á völina. Orð þingmanna um að þjóðin sé illa upp- lýst í málinu eru sannmæli, sem stangast á við þeirra eigin orð um að þjóðin sé fullfær um að taka ákvörðun í málinu. Hvernig því fræðslu- efni, þúsundum blaðsíðna, sem þingmenn hafa haft til lestrar langtím- um saman, á að koma til skila meðal almennings á örfáum vikum er vandséð. Raddir eru uppi meðal þingmana að þeir eigi að halda sig til hlés í aðdraganda kosninganna. Hverjir eiga að halda á kennaraprikinu? Saminganefndinni? Á að dreifa samingnum, ásamt helstu fylgiskjölum inn á hvert heimili í landinu? Spurt af hreinskilni: Hafa þingmenn, og forsetinn, yfir höfuð gert sér grein fyrir með hvaða hætti á að upp- fræða almenning um þetta flókna milliríkjamál, svo nokkru nemi? Trúlega þykir öllum vænt um að vera traustins verður. Hvað verður gert af hálfu hins opinbera til að almenningur fái risið undir þeirri byrði, sem nú hefur verið sett á herðar hans? Almenningur, sem bera á endanlega ábyrgð á Icesave-málinu á skýlausa kröfu á að þessari spurningu verði svarað? – s.h. Horfur á föstudag: Sunnan og suðvestanátt, víða 5-10 m/s en hvessir síðdegis. Él, en úrkomu- lítið NA-lands. Frost 1-7 stig en frostlaust við suð- ur- og austurströndina. Horfur á laugardag: Suðvestlæg átt með éljagangi. Áfram fremur kalt í veðri. Horfur á sunnudag: Lítur úr fyrir suðlæga átt með vætu og hlýnandi veðri.

x

Bæjarins besta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.