Bæjarins besta - 24.02.2011, Síða 9
FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2011 9
Náttúrustofa Vestfjarða
hóf síðastliðið vor vöktun-
arverkefni á náttfiðrildum í
samvinnu við Náttúrustofn-
un Íslands. Settar voru upp
tvær ljósgildrur, annars veg-
ar í Syðridal við Bolungar-
vík og hins vegar í Þiðriks-
valladal við Hólmavík. Í
Syðridal náðust 5.373 fiðr-
ildi af 26 tegundum og í
Þiðriksvalladal náðist 3.178
fiðrildi af 24 tegundum.
Um 70% af fiðrildunum
voru Enthephria caesiata og
13,5% Eana osseana. Nokkr-
ar sérkennilegar tegundir
fundust, m.a. fimm eintök
af Autographa gamma, eitt
eintak af Rhyacia quadrang-
ula og eitt eintak af Zeirap-
hera griseana.
Búsvæðin sem valin voru
fyrir gildrurnar eru svipaðar
á báðum stöðum. Lyngmói
og graslendi í Syðridal og
lyngmói í Þiðriksvalladalur.
Rannsókninnni lauk í nóv-
ember. Sýnum var safnað
vikulega og þau greind.
Veiddu
á sjötta
hundrað
fiðrilda
Sveitarstjórn Súðavíkurhrepps
mótmælir harðlega áformum
Vegagerðarinnar um að fella
niður styrki til reksturs ferja í
Vigur og Æðey. „Fyrirhugaður
niðurskurður á sér stað á sama
tíma og boðað er af hálfu innan-
ríkisráðuneytisins að stórefla al-
menningssamgöngur á landinu í
samræmi við stefnuyfirlýsingu
ríkisstjórnarinnar, samgöngu-
áætlun og sóknaráætlun 20/20.
Sveitarstjórn skorar á stjórnvöld
að skoða frekar möguleika á
fækkun ferða en að leggja þær af
að öllu leyti,“ segir í bókun sveit-
arstjórnar. Eins og fram hefur
komið hefur verið lagt til að
styrkir til reksturs ferja út í Vigur,
Æðey og Skáleyja verði felldir
niður vegna sparnaðaraðgerða en
fjárveitingar til styrktra almenn-
ingssamganga voru lækkaðar um
10% milli áranna 2009 og 2010.
Til að ná þeim niðurskurði fór
Vegagerðin þess á leit við rekstr-
araðila almenningssamganga að
finna leiðir til að draga úr
kostnaði eftir því sem unnt væri.
Breytingar voru gerðar á samn-
ingum í þá veru að ná fram þess-
um niðurskurði og var ferðum
fækkað víða. Á árinu 2011 er
gert ráð fyrir enn frekari niður-
skurði á fjárveitingum til almenn-
ingssamganga, eða um rúmlega
9%.
„Ekki þykir mögulegt að ná
fram frekari hagræðingu á þeim
leiðum sem styrktar eru með
fækkun ferða. Vegagerðin hefur
gert innanríkisráðuneytingu grein
fyrir því að þörf sé á annars konar
úrræðum og að ekki verði hjá
því komist að hætta að styrkja
þær leiðir sem minnsta nýtingu
hafa,“ segir í bréfi Vegagerðar-
innar. – thelma@bb.is
Mótmæla niðurfellingu styrkja
Vigur í Ísafjarðardjúpi.