Bæjarins besta - 24.02.2011, Qupperneq 12
12 FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2011
vel. Ég var orðinn dírektor yfir
einhverju þarna og hafði það
mjög gott,“ útskýrir Finnbogi. Í
kringum árið 2002 hætti hann
hins vegar störfum við miðstöð-
ina og lagðist í fyrirlestrahald
um Bandaríkin gervöll og þótt
víðar væri leitað.
„Ég endasendist um allan heim
– frá Aþenu til Parísar til Van-
couver, bæði á fullum launum
og styrk frá lyfjafyrirtækjum. Ég
talaði hins vegar bara ef ég var
sammála þeim og annars ráku
þeir mig, því þá sagði ég sann-
leikann og oft slæma hluti um
þá. Þetta var algjört draumastarf.
Þá talaði ég um forvarnir vegna
hjarta- og æðasjúkdóma og syk-
ursýki. Ég fékk mjög vel greitt
fyrir það, launin fyrir hvern fyrir-
lestur voru svona álíka og mánað-
arlaunin hér,“ segir hann og hlær
við.
Velmegunarlæknir
Finnbogi hefur sérhæft sig í
svokölluðum velmegunarsjúk-
dómum og forvörnum vegna
þeirra: sykursýki, offitu, hækk-
aðri blóðfitu og hjarta- og æða-
sjúkdómum. Sífellt fleiri hrjást
af þessum sjúkómum, þó Finn-
bogi telji að eins og ein styrjöld
gæti breytt miklu þar um.
„Þetta leysist allt ef við fáum
ekkert að borða í tvö, þrjú ár.
Sykursýki tvö hvarf í Evrópu í
seinni heimsstyrjöldinni– það
voru bara tveir Pólverjar og einn
Tékki sem voru með sykursýki
þá. Það hafði enginn neitt að éta,“
segir hann og brosir út í annað.
Ofát er þó ekki eini sökudólg-
urinn í þessu samhengi. „Við
borðum of mikið, en að er fleira
en maturinn, það er líka nútíma-
samfélagið. Ef við gerum þetta
við mýs eða rottur í tilraunstofu
– þjöppum þeim saman og stress-
um þær með hljóðum og ljósum
– þá hækkar kortisólið í blóðinu
og þær fara að oféta og fitna. Svo
þetta er ekki bara slóðaskapur og
græðgi eins og margir segja,
heldur líka nútímaþjóðfélag. Í
Kína var eiginlega engin sykur-
sýki þar til fólkið fór að flykkjast
til borganna. Nú er faraldur þar,“
útskýrir Finnbogi, sem segir
Vestfirðinga nokkuð heppna að
þessu leyti.
„Fólk hér er í meiri tengslum
við náttúruna og ef það er farið
að þykkna er bara tekið á hlutun-
um og farið út að labba. En ég sé
samt rosalega breytingu á hlutun-
um frá því að ég fór út. Árið
1990 var enginn feitur nema
Binni feiti – þú veist, kannski
einn í hverjum árgangi? Og stelp-
urnar voru aldrei feitar. Núna er
þetta bara að verða eins og í
Ameríku. Þegar ég var í París
síðast í kringum 2004 voru
Frakkar ennþá grannir – allir enn-
þá á labbinu á leiðinni að kaupa
rétt vín fyrir börnin með hádegis-
matnum. Nú eru þeir að fitna
líka. Þetta gerist allt miklu hrað-
ar,“ segir hann.
Hyggst stofna
sértrúarsöfnuð
Það hefur ekki farið fram hjá
neinum að aukin útbreiðsla of-
fitu, sykursýki og annarra slíkra
velmegunarsjúkdóma er mikið
áhyggjuefni. Finnbogi segir þó
enn alvarlegra hversu ungar
manneskjur verða slíkum sjúk-
dómum nú að bráð.
„Við byrjuðum að sjá þetta í
Bandaríkjunum rétt fyrir alda-
mót, að sykursýki af týpu tvö og
skert sykurþol var að verða að
algjörum faraldri þar. Þetta var
alltaf kallað sykursýki aldraðra,
því það fékk hana enginn undir
fertugu – þó manni finnist fertugt
nú ekki mjög gamalt í dag. Núna
sjáum við mestu aukninguna í
yngra fólki – jafnvel börnum
undir tíu ára. Þar er þetta að marg-
faldast.“’
Þegar læknar urðu varir við
þennan aðsteðjandi faraldur var
því velt upp hvort börn hefðu ef
til vill verið greind vitlaust á árum
áður – að um hefði verið að ræða
sykursýki tvö, sem greind var
sem týpa eitt.
„Svo var ekki. Og það sem
verra er, er að þessir einstaklingar
virðast fá fleiri fylgikvilla, fyrr
og verri. Þeir fá nýrnasjúkdóma
og augnsjúkdóma og þar fram
eftir götunum. Við vitum ekki
ennþá hvort það fari svo að þessir
krakkar sem greinast átta til átján
ára gömul fari kannski að deyja
úr hjartaáfalli á fertugsaldri. Eftir
næstu tíu ár ættum við að vita
það,“ útskýrir Finnbogi, sem eins
og hann segir sjálfur hefur velkst
um í þessum „sæta, feita, kólest-
eról- og sykurheimi“ í um þrjátíu
ár.
„Það er kannski vel skiljanlegt
að kollegar mínir kalli mig skottu-
lækni og sértrúarmann,“ segir
hann og hlær við. „Það er allt í
lagi. Ég hef líka velt því fyrir
mér hvort ég eigi ekki bara að
opna sérfræðistofu – svona safn-
aðarhús fyrir sértrúarsöfnuðinn
minn. Ég hef séð það bæði hér, í
Borgarnesi og í Houston að ein-
hverja leikhæfileika hef ég, því
aðsóknin er alltaf fín. Ég hef
greinilega einhvern sannfæring-
armátt. Kannski ætti ég að fara
að selja tryggingar?“
Svaf á gjörgæslunni
Finnbogi hefur ýmislegt reynt
í starfi sínu sem læknir, en hann
hefur sömuleiðis fengið að reyna
að vera í hlutverki aðstandanda
sjúklinga. Finnbogi og fyrri kona
hans skildu að skiptum árið 1999
og hún hélt þá aftur heim til
Íslands með börn þeirra þrjú, þau
Sæmund, Daníel og Júlíu, sem
býr á Ísafirði ásamt Finnboga í
dag. Nokkrum árum síðar giftist
hann á ný, amerískri konu og
eignaðist dótturina Miu árið
2003. Þau hjón dvöldust í Bol-
þarna í byrjun hefði ég ekki sof-
nað fyrr en viku seinna. Ég sofn-
aði eftir þrjá daga af því að þeir
lugu að mér, læknarnir. Ég spurði
um þessi próf og þeir sögðu upp
í opið geðið á mér að þau væru
eðlileg. Tíu dögum seinna kom
Mikki refur til mín, Michael
Clausen vinur minn, og sagðist
hafa verið beðinn um að segja
mér hvernig þetta var í raun og
veru. Þá var hún í miklu meiri
hættu en ég fékk að vita,“ útskýrir
Finnbogi.
Opnaði stofu í
biblíubeltinu
Eftir að dóttir hans hafði náð
heilsu fluttist hún út til Finnboga,
sem þá hafði opnað læknisstofu í
Arkansas-fylki, í miðju biblíu-
beltinu.
„Þetta var í sveitinni, hjá fólk-
inu sem við köllum hillbillies –
ekki rednecks, eins og í Texas.
Ég og ameríska konan mín vild-
um ala stelpuna okkar upp fjarri
stórborginni. Þegar við komum
þangað var þetta svo mjög frá-
brugðið lífinu í Texas. Það var
tekin upp mynd þarna, Deliver-
ance. Mjög drungaleg mynd þar
sem mikið er spilað á banjó,“
segir Finnbogi kíminn.
„Konan mín var frá Houston
og þekkti ekkert annað en stór-
borgarlíf. Þetta var eiginlega ekki
samræmanlegt venjulega manns-
lífi og við vildum bæði fara. Ég
hafði hins vegar gert þriggja ára
samning. Konan mín flutti burt
þegar við höfðum verið þarna í
eitt ár og við vorum í fjarbúð í
eitt og hálft ár. Svo slitnaði upp
úr því,“ útskýrir hann.
Skömmu síðar settu önnur
veikindi í fjölskyldunni strik í
reikninginn, þegar yngri sonur
Finnboga greindist með MS-
sjúkdóminn. Í kjölfar þess ákvað
fjölskyldan að flytjast til Íslands.
„Þau fóru heim árið 2008 og ég
átti að koma í október. Þá hrundi
Ísland svo það tafðist og ég kom
2009,“ útskýrir Finnbogi. Áður
en hann kom til starfa á Ísafirði
hafði hann starfað sem heimilis-
læknir í Borgarnesi og í þrjá tíma
á bráðamóttökunni.
„Ég ætlaði að fara á bráðamót-
tökuna núna í vor og réði mig
þar, en dugði ekki nema í tæpa
þrjá tíma. Ég var ekki alveg sáttur
við stjórnunarhættina, svo ég
sagði þeim bara að þetta væri
ekki fyrir mig. Ég réði mig svo
hingað í afleysingar í sumar, en
festist hérna út af ýmsum hlutum.
Það er fínt að vera hérna, þetta
eru fínir læknar og Þorsteinn er
góður vinur minn. Örn er að
verða það líka – hann var kannski
svolítill fjandvinur fyrst,“ segir
Finnbogi og hlær við.
Verður Finnbogi
á Uppsölum
Finnbogi hefur ekki gert upp
við sig hver næstu skref hans
verða og segist oft gæla við þá
hugsun að hengja læknissloppinn
upp fyrir fullt og allt.
„Ég er alltaf að spá í hvað ég
vil verða þegar ég verð mjór.
Maður verður víst ekkert stærri
nefnilega,“ segir hann glettnis-
lega. „Mér finnst gaman að vera
hérna á sjúkrahúsinu og starfið
er fjölbreytt að mörgu leyti. Í
nótt kom barn í heiminn klukkan
fimm, það var hugsanlegt hand-
leggsbrot klukkan þrjú og ein-
hver mjög slappur klukkan tólf.
Og svo hiti í smábörnum og gam-
all maður sem leið út af. Þetta er
mjög fjölbreytt,“ segir Finnbogi.
Hann veit þó ekki hvað fram-
tíðin gæti borið í skauti sér. „Ég
tala oft um að fyrri konan mín dó
og sú síðari er í Ameríku, svo ég
held ég sé nú búinn með þann
pakka. Einn vinur minn spurði
mig um daginn hvort ég ætlaði
ekki bara að fara að festa mig á
Ísafirði og hrúga niður krökkum,
en það er nú ekki það sem 54 ára
gamall maður á að gera held ég,“
segir Finnbogi hlæjandi.
„Mig hefur oft langað til að
gera eitthvað annað en það hefur
ekki orðið úr því. Lífið hefur
svolítið tekið völdin af mér. Skiln-
aður, ný vinna, ný gifting og nýtt
barn þegar ég var orðinn 46 ára,“
bætir hann við og segir það hafa
verið gjörólíkt að eiga barn kom-
inn yfir fertugt en þegar hann var
yngri.
„Ég fór held ég bara í fæðing-
arþunglyndi. Tíu til fimmtán
prósent af fæðingarþunglyndi er
hjá pöbbunum, það er bara aldrei
skoðað. Ég fór örugglega í svo-
leiðis,“ segir hann og brosir. „En
nei, ég veit stundum ekkert hvað
ég vil gera. Mér finnst fínt að
vera hérna að mörgu leyti, ef
stelpan mín vill vera hérna. En
vil ég vera læknir áfram? Vil ég
vera á Ísafirði áfram? Ég veit það
ekki. Veturinn er langur, sko,“
segir hann.
„Ég er líka búinn að læra það á
síðustu tíu árum að maður tekur
ekki alltaf ákvörðunina sjálfur.
Það sagði það líka við mig nunna
– að guð hefði það að venju að
minna mann á sig af og til. Þá var
ég eitthvað að spá og fór þarna í
Landskotskirkju. Ég fann nú
reyndar ekki Guð þar. Hann kom
kannski inn með mér og fór með
mér aftur út,“ segir hann glettinn.
„Lífið tekur sínar stefnur. Ég
hefði ekkert átt von á því fyrir
tólf árum að vera hér núna. Að
ég myndi flytja aftur til Íslands,
eða að lífið myndi taka svona
margar beygjur. Kannski fer ég
að skrifa. Kannski fer ég bara í
sveitina og vinn hjá Finnboga
frænda mínum inni í Hörgshlíð
og gerist Gísli á Uppsölum,“ seg-
ir hann hugsi, en grettir sig svo.
„Nei, kannski ekki. Ég held ég
þurfi meira á fólki að halda en
þeir. Ég hef ekki þá djúpúðgi að
ég geti gert það,“ segir hann og
rekur upp lokahlátur.
– Sunna Dís Másdóttir.
ungarvík með dóttur sinni í sex
mánuði þetta sama ár, eftir að
systir Finnboga veiktist.
„Þegar ég er svo rétt kominn
út aftur deyr fyrrverandi konan
mín í bílslysi og dóttir mín, þá
níu ára, stórslasast. Ég fór þá
beint heim aftur. Hún var í tvo,
þrjá mánuði á spítala,“ segir
Finnbogi frá. „Þau héldu fyrrver-
andi konunni minni á lífi í önd-
unarvél þangað til að ég kom
heim. Við ákváðum svo í samein-
ingu, ég og börnin mín og
fjölskyldan, að það hefði ekkert
upp á sig að halda því áfram. Við
vissum að hún var svo illa meidd.“
Næstu dögum varði Finnbogi
svo á gjörgæslunni, við hlið dótt-
ur sinnar. „Þegar ég datt í gólfið
og sofnaði settu hjúkkurnar mig
bara í rúm. Svo var ég á barna-
spítalanum Hringnum með henni
í næstum þrjá mánuði í viðbót
eftir þetta. Hún hryggbrotnaði
illa á þremur hryggjarliðum.
Góður læknir á barnaspítalanum,
hún Sigurveig, lagaði hrygginn
á henni með beinflísum úr
mjöðminni og setti ekkert stál
eða járn. Þetta var bara mósaík,“
útskýrir Finnbogi. Dóttir hans
var sömuleiðis með bráða bris-
bólgu. „Það var lífshættulegt
ástand í lengri tíma,“ útskýrir
Finnbogi, sem kveðst þó ekki
telja að reynsla hans, sem læknis,
hafi verið neitt frábrugðin því
sem aðrir foreldrar ganga í gegn-
um við svipaðar aðstæður.
„Maður er bara foreldri. Ég
var reyndar varinn – hefði ég
vitað að hún væri með brisbólgu