Bæjarins besta


Bæjarins besta - 24.02.2011, Qupperneq 13

Bæjarins besta - 24.02.2011, Qupperneq 13
FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2011 13 Nýr samgöngumáti í bígerð Leið ehf. í Bolungarvík hefur um nokkurt skeið leitast við að koma á framfæri samgöngu- og/ eða ferðamáta sem félagið hefur nefnt samnýting ökutækja. Er hugmyndin sú til að byrja með að gera tilraun með ferðamátann á einum til tveimur stöðum og eru Bolungarvík og Súðavík tald- ir heppilegir staði „Felur þessi ferðamáti í sér að skapaður er vettvangur til að þeir sem þurfa að komast milli staða eigi mögu- lega kost á bílfari með öðrum ökumanni og þeir sem bjóða vilja slíkt far viti af slíkum óskum. Áskilið er að farþegi taki þátt í kostnaði ökumanns við aksturinn samkvæmt ákveðinni gjaldskrá; út frá því er gengið að um há- marksverð sé að ræða til að tryggja að ekki sé um akstur í ábata- eða atvinnuskyni að ræða og gert ráð fyrir að bæði öku- maður og farþegi undirgangist ákveðnar samskiptareglur, sem flestar verða að teljast sjálfsagð- ar,“ segir í bréfi Leiðar til sveit- arstjórna Bolungarvíkur og Súða- víkurhrepps. Til að virkja samgöngumátann er lagt til að koma fyrir skilti þar sem þeir sem það kjósa geta kom- ið sér fyrir og þannig gefið til kynna að þeir óski bílfars. Er í fyrstu við það miðað að þeir sem komast þurfi til Ísafjarðar geti óskað fars með þessum hætti. „Gert er ráð fyrir að sveitarfé- lögin velji heppilegan stað með tilliti til þess að skilti sem þetta nýtist sem best, að öryggi sé tryggt þannig m.a. að lýsing sé góð, hægt að stöðva ökutæki án hættu fyrir umferðina og að þeir sem óski fars verði ekki of uppá- þrengjandi fyrir umferðina,“ segir í bréfinu. Hugmyndunm hefur verið komið á framfæri við innanríkis- ráðuneytið, nú síðast með bréfi og ljósrit þess sent Vegagerðinni, Sambandi íslenskra sveitarfélaga og umhverfisráðuneytinu. „Full- yrt skal að ekki er að finna í lögum nein ákvæði sem standa þessu í vegi ef um ökutæki er að ræða sem ætluð eru færri en níu farþegum og akstur telst ekki stundaður í atvinnu- eða ábáta- skyni. Þvert á móti er margt sem mælir með þessu, nú þegar verð á eldsneyti er hærra en nokkru sinni og kostnaður við kaup og rekstur ökutækja hefur aukist svo mjög að margir hafa vart lengur ráð á að eiga þau og reka og almenningssamgöngur eiga und- ir högg að sækja.“ Ekki er kunnugt um að þetta hafi verið reynt áður með þessum hætti, að stilla upp skilti líku því sem lýst er a.m.k. ekki hérlendis. „Með því að heimila uppsetningu þess er því hugsanlega verið að feta nýja slóð til fjölbreyttari og bættra samgangna, aukins hreyf- anleika, minni mengunar og von- andi betra samfélags, þar sem draga kann úr mikilli þörf íbúa til að hafa yfir einkabíl að ráða nánast alla daga,“ segir í bréfinu. Tekið er fram að hvorki vefur né símanúmer sem vísað er til hefur verið sett upp en ef fallist verður á að taka þátt í þessari tilraun skuldbindur Leið ehf. sig til að ráðast í það án tafar þannig að það yrði til reiðu áður en skiltin yrðu sett upp. Sveitarstjórn Súðavíkurhrepps hefur tekið erindið fyrir og gerir fyrir sitt leyti ekki athugasemdir við uppsetningu skiltisins en legg- ur til að auglýst aldurstakmark verði 18 ára í stað 16 ára. Skilti sem vonir standa til að sett verði upp í Súðavík og Bolungarvík. Tilboði í flot- bryggju tekið Hafnarstjórn Bolungarvík- ur hefur tekið tilboði fyrir- tækisins Króla ehf., í nýja flotbryggju sem ætluð er fyrir ferðamenn sem sigla til og frá Bolungarvík. Tilboðið hljóðar upp á rúmar 2,7 millj- ónir króna. Hafnarstjórn hef- ur lagt til að kaupin verði fjármögnum með því að fresta framkvæmdum við frágang við Sjávargötu, Ár- bæjar- og Búðarkant. Um er að ræða flotbryggju úr tveim- ur EuroDock einingum sem hver um sig er 3x4 m ásamt landgangi. Eins og greint hefur verið frá óskuðu ferðaþjónustuað- ilar í Bolungarvík eftir því við bæjaryfirvöld að sett yrði upp farþegabryggja í bænum þar sem mjög mikil aukning hefur orðið á farþegafjölda sem fer um höfnina á hverju sumri. Samkvæmt bréfi ferða- þjónustuaðila stefnir allt í að um 4000 manns fari um höfnina í sumar. Sex verkefni á Vestfjörðum fengu úthlutað styrk í ár frá Ferðamálastofu vegna úrbóta á ferðamannastöðum. Alls hlutu 28 verkefni styrk að upphæð 33 milljónir króna. Samtals fengu vestfirsku verkefnin 9,3 milljónir krónum úthlutað. Hæsta styrkinn fékk verkefni á vegum Fram- farafélag Flateyjar eða 3 millj- ónir, til að bæta ferðamannaað- stöðu í Flatey á Breiðafirði. Verk- efnið Landmótun fékk 500 þús- und krónur til að bæta ferða- mannahringveginn fyrir Sval- voga og yfir Hrafnseyrarheiði og húseigendur í Hlöðuvík fengu 300 þúsund krónur til lagfæringar á ferðamannaaðstöðu í Hlöðuvík. Vatnavinir Vestfjarða og Hótel Flókalundur fengu 1,5 milljón króna til að bæta aðstöðuna við Hellulaug við Flókalund. Vatna- vinir Vestfjarða og Ferðaþjón- ustan í Reykjanesi fengu 2 millj- ónir króna fyrir verkefnið Vatn og veisla í Reykjanesi. Þá fékk Vesturbyggð 2 milljónir króna til að vinna heildarskipulag fyrir svæðið í kringum Látrabjarg. Á vef Ferðamálastofu segir að 178 umsóknir hafi borist sem sé nokkur fækkun frá fyrra ári. Flestir styrkirnir í ár voru veittir í hönnun og undirbúning fram- kvæmda. Að meðaltali var hver styrkupphæð hærri en verið hefur undanfarin ár en hæsta styrkinn, 6 milljónir króna vegna tveggja verkefna, fékk félagið Vinir Þórs- merkur vegna hönnunar göngu- brúa yfir Markarfljót og viðhald göngustíga í Goðalandi. Auk þeirra 33 milljóna sem komu til úthlutunar voru fjármunir settir í viðbragðssjóð sem hugsaður er fyrir aðstæður sem kunna að skapast á komandi sumri. Styrkja sex verkefni á Vestfjörðum Ferðaþjónustan í Reykjanesi fékk 2 milljónir króna fyrir verkefnið Vatn og veisla í Reykjanesi.

x

Bæjarins besta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.