Bæjarins besta


Bæjarins besta - 24.02.2011, Qupperneq 15

Bæjarins besta - 24.02.2011, Qupperneq 15
FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2011 15 Útgerðarfélagið Kúvík ehf., hefur fest kaup á bátnum Unnari ÍS 300 og er hann væntanlegur til heimahafnar á Ísafirði í þessari viku. „Báturinn hefur verið í slipp á Akureyri þar sem hann var minnkaður,“ segir Ægir Fannar Thoroddsen, annar eigenda Kú- víkur, en með honum í félagi er Jón Halldór Pálmason. Báturinn er nefndir eftir bróður Jóns Hall- dórs, Unnari Rafni Jóhannssyni, sem fórst með bátnum Björgu Hauks ÍS út af Deild í Ísafjarðar- djúpi 13. mars 2007. „Ástæðan fyrir því að við erum að minnka bátinn er sú að við ætlum að stunda á honum grásleppuveiðar, en til þess að hann fái leyfi til slíkra veiða, þurfti að minnka hann úr 19 tonnum í 15 tonn.“ Fyrir á útgerðin bátinn Agnesi Guðríði ÍS, sem einnig hefur ver- ið gerð út á grásleppu. „Þegar líða fer að vori förum við með báða bátana á Norðurfjörð og þaðan ætlum við að gera þá út á grásleppu. Við getum tvöfaldað veiðitímabillið með því að halda áfram á Unnari þegar veiðidag- arnir á Agnesi eru búnir,“ segir Ægir sem reiknar með að vera á grásleppuveiðum út júní. Spurð- ur hvort nota eigi bátinn í annan veiðiskap segir Ægir það vel koma til greina. „Við ætlum að skoða skötuselsveiðar næsta haust en kvótinn í skötusel jókst nokkuð á þessu fiskveiðiári. Þá er báturinn fullbúinn á snurvoð og ef eitthvað fer að rofa til á leigumarkaðnum er möguleiki á að við reynum fyrir okkur með snurvoðina,“ segir Ægir. – kte@bb.is Unnar ÍS bætist í flotann Unnar ÍS 300. Ljósm: © Þorgeir Baldursson.

x

Bæjarins besta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.