Bæjarins besta - 24.02.2011, Side 17
FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2011 17
Gunnars Hólm Sumarliðasonar
Hlíf 1, Ísafirði
Sigríður María Gunnarsdóttir Friðrik Sigurðsson
Þórdís Elín Gunnarsdóttir Sigurður Jarlsson
Brynja Gunnarsdóttir Haraldur Guðmundsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem
sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát eigin-
manns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa
Sérstakar þakkir til alls starfsfólks sjúkrahúss Ísafjarðar og
Dvalarheimilisins Hlífar fyrir einstaka aðhlynningu og umönnun.
Kristín Jónína Kolbeinsdóttir
Dýpkun verði ekki frestað
Hafnarstjóri Ísafjarðarbæjar
hefur lagt til að dýpkun innsigl-
ingarennu í Súgandafirði og
dýpkun við Mávagarð á Ísafirði
verði unnar saman í sparnaðar-
skyni. Leggur hann jafnframt til
að samið verði sem fyrst við fyr-
irtækið Björgun ehf., svo verkið
tefjist ekki að óþörfu. „Bæði
þessi verkefni hafa verið á sam-
gönguáætlun undanfarin ár og
þrisvar sinnum verið fleytt fram
um eitt ár í senn. Samkvæmt
upplýsingum frá Siglingastofnun
telja menn þar á bæ að ef verk-
efninu verður frestað enn um
sinn, sé það tilhneiging ríkisins
að innkalla það fjármagn sem
ekki er notað og fara þá slík verk-
efni aftur fyrir í áætlun og þarf
að sækja um aftur til að fá þau
viðurkennd,“ segir Guðmundur
M. Kristjánsson hafnarstjóri.
Hann bendir á að hafnarfram-
kvæmdum við Mávagarð sé að
ljúka og hafnarmannvirkið verði
tilbúið til notkunar í mars.
„Ég vil benda á að þetta hafn-
armannvirki verður ekki nothæft
nema að það verði dýpkað við
Mávagarð (ríkishluti 75%) þó
svo að það hafi verið hægt að
taka skip upp að við gömlu að-
stöðuna (sem nú þegar hefur ver-
ið rifin niður) en þess ber að geta
að stefnan á þeirri bryggju lá
sunnan við suðaustur en viðlegu-
stefna við nýju bryggjuna er tölu-
vert norðan við þá stefnu, inn á
grynnra vatn og munu engin skip
ná að leggjast þar að í óbreyttu
ástandi.“
Guðmundur telur því nauðsyn-
legt að fara strax í dýpkun til að
koma mannvirkinu í gagnið.
„Það sem vinnst með því er að
þau skip sem koma með vegaolíu
munu geta athafnað sig vand-
ræðalaust og einnig gefur þessi
dýpkun okkur möguleika á að
taka stærri skemmtiferðaskip upp
að Sundabakka með tilheyrandi
tekjuaukningu en þess má geta
að tekjuaukning á 70 tonna
skemmtiferðaskipi nemur 504
þúsund krónum ef við getum náð
því að bryggju frekar en að það
liggi á akkersíslægi.“
Jafnframt leggur hafnarstjóri
til að verklokum á þekju á Máva-
garði, sem er framkvæmd upp á
33 milljónir með vsk. verði frest-
að, en hlutur Ísafjarðarhafnar í
þeim framkvæmdum er 10,6
milljónir króna. „Það er vel fram-
kvæmanlegt að nota þessa hafn-
araðstöðu þó svo að yfirborð sé
ekki að fullu frágengið og yfir-
borðið verði lagt með möl,“ segir
í bréfi hafnarstjóra. Þá segir hann
að gera megi ráð fyrir því að hægt
verði að ná samningi við Björgun
ehf., um dýpkun á Ísafirði og
Suðureyri á grundvelli útboðsins,
sem er töluvert lægri upphæð
heldur en þeir buðu upphaflega í
verkið. Reikna megi með að hlut-
ur Ísafjarðarhafnar í verkinu fari
ekki yfir 7,5 milljónir króna.
Frá Sundahöfninni á Ísafirði.
Telur líkur á skaðabótamálum
Eiríkur Jónsson, dósent í lög-
fræði við Háskóla Íslands, telur
líklegt að fari menn í skaðabóta-
mál vegna díoxín mengunar frá
sorpbrennslum, muni þeir beina
kröfum sínum bæði gegn eigend-
um eða rekstraraðilum þeirra og
eftirlitsaðilum. Frá þessu er
greint í Fréttablaðinu. Mælingar
Matvælastofnunar hafa staðfest
díoxín mengun í kjöti, mjólk og
fóðri frá sorpbrennslunni Funa á
Ísafirði. Liggur fyrir að bændur
á svæðinu þurfa að fella bústofn.
Einnig sé hugsanlegt að athafna-
leysi opinberra eftirlitsaðila geti
valdið skaðabótaskyldu, til dæm-
is á þeim grundvelli að ekki var
gripið fyrr inn í atburðarásina
þegar vitneskja lá fyrir um magn
díoxíns frá eldri sorpbrennslum.
Eins og fram hefur komið sýna
mælingar að díoxínmengun frá
sorpbrennslum í Vestmannaeyj-
um og á Kirkjubæjarklaustri var
mun meiri en frá sorpbrennslunni
Funa í Skutulsfirði árið 2007, en
vegna þess hversu miklu meira
var brennt af sorpi í Skutulsfirði
hverfismörk né heilsuverndar-
mörk.
Þá hefur Umhverfisstofnun h
lagt fram áætlun um mælingar á
díoxín í jarðvegi í nágrenni
mögulegra uppsprettna hér-
lendis. Í Skutulsfirði verður tekið
jarðvegssýni á lóð og í næsta
nágrenni sorpbrennslunnar Funa
auk jarðvegssýnis á jörðinni
Engidalur í botni Skutulsfjarðar.
Þá verður einnig tekið jarðvegs-
sýni í Holtahverfi, sem er sá þétt-
býliskjarni sem er næstur brenn-
slunni, og sýni úr sjávarseti innst
í Skutulsfirði. Einnig verður tekið
jarðvegssýni frá Skarfaskeri í
Hnífsdal, áhrifasvæði eldri sorp-
brennslu.
– thelma@bb.is
var heildarlosunin mun meiri þar
en á Kirkjubæjarklaustri. „Þar
sem díoxín er efni sem safnast
upp í umhverfinu skiptir mestu
hvert heildarmagn losunar er
hvað varðar umhverfisáhrif. Ís-
lendingar brenna minna af úr-
gangi en aðrar þjóðir og losa þar
af leiðandi minna magn af díoxíni
út í umhverfið vegna sorpbrenn-
slu,“ segir á vef Umhverfisstofn-
unar. Þar segir jafnframt að við-
miðunarmörk fyrir losun díoxíns
eru losunarmörk en hvorki um-
Sorpbrennslustöðin Funi.