Bæjarins besta


Bæjarins besta - 24.02.2011, Side 19

Bæjarins besta - 24.02.2011, Side 19
FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2011 19 Sælkeri vikunnar e Sigríður Ásgeirsdóttir og Gunnar Sæmundsson á Ísafirði Heitreyktur svartfugl og grillaður selur Íbúð óskast í sumar Blaðamannafélag Íslands vill taka á leigu íbúð með húsgögnum í allt að þrjá mánuði, júní til ágúst í sumar. Íbúðin má vera á Ísafirði eða í nágrannabyggðum. Áhugasamir eigendur hafi sambad við BÍ á skrifstofutíma í síma 553 9155 eða með tölvu- pósti orlofshus@press.is. „Við ætlum að bjóða upp á heitreyktan svartfugl, grillaðan sel og Mömmuís. Við bjóðum frekar oft upp á heitreyktan svartfugl á okkar heimili og hann er alltaf jafn vinsæll bæði hjá börnum og fullorðnum. Það er ekkert flókið að búa hann til því hægt er að kaupa litla reyk- ofna í veiðibúðum en það er líka hægt að heitreykja í úti- grilli með loki. Þó þarf að hafa nokkuð góðan fyrirvara á þess- um rétti og nota rétt sag sem hægt er að fá í veiði- og úti- vistarbúðum.“ Heitreyktur svartfugl Takið svartfuglinn og skerið bringurnar af beininu. Svart- fuglsbringurnar eru kryddaðar með salti, pipar og timian eftir smekk. Látið marinerast í sól- arhring í kæli. Bringurnar eru settar í grindina á ofninum og kveikt undir og slökkt á ofninum eftir 10-15 mínútur eða þar til sagið er brunnið. Bringurnar látn- ar kólna í ofninum og síðan settar í kæli í að minnsta kosti eina nótt. Skornar í þunnar sneiðar og dýft í sósuna. Piparrótar sósa 1 lítil dolla Gunnars majónes 1 dós sýrður rjómi 1 bréf af piparrót ca 1 tsk sykur Selur er eitthvað sem okkur fannst nánast óhugsandi að borða fyrir ekki svo löngu síðan, en eftir að húsbóndinn skaut sel eitt sumarið var ekki um annað að ræða en að smakka. Síðan þá höfum við haldið nokkrar sela- veislur og flestum líkað mjög vel. Við höfum haldið okkur við tilraunina sem við gerðum í fyrsta skiptið. Marinerað sela fillé 1 hryggur af ungum sel eða kóp. Hreinsið alla fitu af hryggnum áður en hann er úrbeinaður. Vöðvinn skorinn í ca 2-3 cm þykkar steikur. Annað hvort er hægt að kaupa tilbúna grillolíu eða búa til sína eigin marineringu og kjötið látið liggja í sólahring í marinering- unni. Steikurnar grillaðar þannig að selurinn er rauður inní, ekki gegnumsteiktur. Medium eða medium rear. Gott að bera fram með rjóma- lagaðri sveppasósu, léttsoðnum gulrótum og ofnsteiktum kartöfl- um. Mömmuís Þessi ís hefur fylgt fjölskyld- unni lengi og er alltaf jafn góður. Einföld og góð uppskrift. Lítri af rjóma 8-10 egg 200 gr. sykur -(við erum reynd- ar farin að minnka sykurinn aðeins) 1-2 tsk vanilludropar Eggjarauður og sykur þeytt mjög vel saman, vanilludropar settir út í. Eggjahvítur þeyttar sér, mjög stífar. Rjóminn þeytt- ur sér. Rjóma og eggjarauðum, sykri og vanilludropum bland- að varlega saman, síðan er hvítan sett varlega út í. Súkku- laðispæni blandað saman við. Sett í ísdollur og fryst. Við ætlum að skora á Hilmar Pálsson og Guðbjörgu Skarp- héðinsdóttur á Ísafirði. Dellusafn í bígerð á Flateyri Jón Svanberg Hjartarson á Flateyri hefur hug á að koma á fót svokölluðu ,,Dellusafni“ á Flateyri. Hefur hann farið þess á leit við Ísafjarðarbæ að fá hús- næðið sem áður geymdi skrif- stofur Flateryrarhrepps og bóka- safn, leigt án endurgjalds til þriggja ára á meðan safninu er komið á koppinn. Segist hann hafa til nokkurra ára, haft hug á því að opna á Flateyri alþjóðlegt lögregluminjasafn. „Í einkasafni mínu er til góður grunnur að slíku safni, s.s. um 120 einkennishúfur víðs vegar að úr heiminum, um 1000 einkennismerki, nokkrir búningar, valdbeitingarbúnaður frá ýmsum tímum s.s. úr „Nató- óeirðunum“ 1949 og margt fleira. Þá hefur hugmyndin einnig verið sú að samhliða þessu yrðu fengn- ir til láns aðrir safngripir, í einka- eigu og í eigu opinberra safna. Þannig yrði safnið „lifandi“ og síbreytilegt frá ári til árs,“ segir í bréfi Jóns Svanbergs til bæjar- yfirvalda. Hann segir að í viðræðum við nokkra aðila hafi hugmyndin þró- ast enn frekar og sé nú á því stigi að á Flateyri yrði komið á fót safni margs konar áhugamála eða „Dellusafni“. „Þar gætu verið áð- urnefnt lögregluminjasafn, safn bátalíkana, safnt tengt iðnaðar- og atvinnusögu Flateyrar sem og að skapað yrði pláss fyrir hvert það einkasafn sem teldist sýning- arhæft, t.d. pennasöfn, merkja- söfn og hvað eina mætti nefna. Í Ísafjarðarbæ er fjöldinn allur af alls kyns einkasöfnum sem sjald- an eða aldrei koma fyrir almenn- að víða þarf að leita fanga og þurfa aðstandendur að leggja mikla vinnu fram í formi sjálf- boðavinnu til að þetta geti orðið að veruleika.“ Jón Svanberg segir að til að átta sig á því hvort verk- efni af þessu tagi gangi upp, þannig að tekjur skapist, þurfi a.m.k. tveggja til þriggja ára starfsemi. „Að þeim tíma liðnum ætti að vera ljóst hvort þetta er yfirleitt gerlegt í þeirri mynd sem nú er lagt upp með.“ Bæjarráð vísaði erindinu inn í aðra vinnslu hvað varðar málefni Flateyrar. – thelma@bb.is þetta ætti að geta orðið til þess að skapa hér eins og eitt starf yfir sumartímann, þ.e. á meðan safnið væri opið. Þá er spurning hvort unnt væri að skapa starf, t.d. með aðstoð Vinnumiðlunar við að undirbúa húsnæði og uppsetn- ingu safnsins.“ Í bréfinu er jafnframt bent á að safnið gæti orðið aðdráttarafl fyrir ferðamenn og gæti jafnvel átt möguleika til tekjuöflunar þannig að það geti orðið sjálfbært hvað varðar launa- og húsnæðis- kostnað. „Undirritaður hefur þegar hafið vinnu við að afla styrkja til verkefnisins en ljóst er ingssjónir,“ segir í bréfinu. Jón Svanberg segir hugmynd- ina hafa kviknað þegar hann fór að velta fyrir sér hvaða mögu- leikar gætu verið í boði til að skapa störf á Flateyri. „Safn sem Jón Svanberg Hjartarson.

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.