Bæjarins besta


Bæjarins besta - 23.06.2011, Síða 5

Bæjarins besta - 23.06.2011, Síða 5
FIMMTUDAGUR 23. JÚNÍ 2011 5 heila viku,“ heldur hann áfram. Nokkurs konar efnafræðitilraun Madis hafði ekki mikla reynslu af útsetningum áður en tók til við að útsetja fyrir lúðrasveitirn- ar. „Ekki á þennan hátt. Ég lærði að vera lúðrarsveitarstjórnandi og maður varð að útsetja eitt lag til að ná prófinu. En þá var þetta allt öðruvísi, maður handskrifaði hverja nótu fyrir sig. Í dag nota ég tölvu og sérstakt forrit, sem gerir þetta miklu léttara. Það eru mjög margir möguleikar fólgnir í því og stundum útset ég lögin kannski of mikið, bara af því að það er svo gaman að prófa sig áfram,“ segir hann brosandi. „Þetta er svolítið eins og efnafræði, ef það fer einum dropa of mikið í glasið getur farið illa,“ bætir hann við og hlær. „Núna skoða ég píanónótur svolítið mikið. Ef það er eitthvað lag sem mig langar í getur maður keypt nóturnar á fjóra dali. Svo prenta ég þær út, set þær inn í tölvuna og byrja svo að raða inn hljóðfærum og röddum. Svo sér maður lagið vaxa og stækka þangað til það kemur saman,“ útskýrir Madis, sem segir að nú sé hringurinn við það að lokast. „Nú er ég farinn að taka aftur fram lög sem ég útsetti fyrir fimm árum og endurútsetja þau. Svo spilum við þau aftur, en við bæt- um einhverju nýju við á hverju ári, við spilum aldrei alveg sömu lögin tvö ár í röð,“ segir hann frá. „Við höfum líka tekið Vorþyt- inn upp í hvert skipti. Það fer kannski þannig að lokum að við getum út svona Best Of disk,“ segir hann og hlær. Leitar í gamalt popp Hvaða lög verða þá fyrir valinu þegar Madis sest við að útsetja? „Oftast þegar fólk hugsar um lúðrasveit fer það strax að hugsa um marsa. En það er alls ekki það eina sem lúðrasveitir spila eða geta spilað,“ segir Madis. „Þegar ég var í hernum þegar ég var ungur, á Sovjettímanum, var ég í herlúðrasveit. Marsar eru helst fyrir þannig sveitir, gangandi lúðrasveitir eða marc- hing bands,“ segir Madis. „Á hverjum mánudegi var í herskól- anum stór skrúðganga með lúðra- sveit sem spilaði marsa utanbók- ar. Núna er þetta ekki lengur þannig. Þegar ég var námsmaður spiluðum við mikið af Sousa- mörsum og ég reyni líka að hafa einhverja svoleiðis með fyrir lúðrasveitirnar. Og kannski einn mars sem er nánast eins og poppmars, eitthvað sem allir þekkja. Þeir passa til dæmis alveg inn í skrúðgönguna 1. maí,“ útskýrir hann. Í dag leitar hann hins vegar meira í popptónlist. „Popp er ekki endilega bara nýjustu lögin í útvarpinu. Fyrir mér er popp lög sem fólk þekkir. Þau geta þess vegna verið frá 1940 eða 1950. Það er til dæmis gaman að taka lag frá sjöunda áratugnum eins og við gerðum núna í ár, þegar við tókum Can’t Take My Eyes off you. Það er lag sem allir kann- ast við. Að spila það með lúðra- sveit, trommu og bassa... það verður flott tónlist!“ segir Madis, sem hefur þó einnig sótt í sam- tíðapopptónlist, leitað í smiðju sjónvarpsþáttanna vinsælu, Glee, og tekið lagið vinsæla I’ve Got a Feeling með Black Eyed Peas upp á arma sína. „Það er gaman að heyra hvern- ig það kemur út með lúðrasveit. Eitt árið tókum við líka rokk, Smoke on the Water. Útkoman getur verið fyndin og skemmti- leg, þegar lúðrasveit spilar svona lög. Það er svo gaman að prófa þetta,“ segir hann. „Lúðrasveitin er nefnilega alls ekki bara lúðrar og einhver einn hljómar. Lúðra- sveit er eins og eitt stórt hljóðfæri sem getur skapað alls konar tónlist, spilað allar áttundir og alla hljóma. Hljóðfærin eru svo ólík, flautur, trompet, klarínett, básúnur... þetta er ekkert líkt. Svo bætist trommusett og bassi við uppi á sviði og þá er maður komin með hljóðfæri á borð við stórt konsertpíanó,“ segir hann. Leyfir öllum að njóta sín Aðspurður hvort meðlimir lúðrasveitanna kunni ekki vel að meta þann nýja efnivið sem Madis leggur af hendi rakna á æfingum yppir hann öxlum og brosir. „Þú verður að spyrja þau að því,“ segir hann lítillátur. Hann segir þó að hann leggi áherslu á að útsetningar hans leyfi öllum að njóta sín, jafnt byrjend- um sem lengra komnum. Hann beitti sér til dæmis fyrir því að hljóðfæraleikurunum væri skipt í fleiri hópa en áður var. Þannig varð miðsveitin til, skipuð ungl- ingum og eldri börnum, auk skólalúðrasveitarinnar og hinnar blönduðu Lúðrasveitar Tónlistar- skóla Ísafjarðar. „Það gekk ekki að hafa þetta einn stóran hóp. Það verður að vera eitthvað fyrsta stig, svo áframhald og loks eldri sveitin. Ég vil að nemendur læri eitthvað af starfinu,“ útskýrir Madis, sem hefur það í huga þegar hann vinnur að útsetningum sínum. „Yngstu nemendurnir spila kannski ekki mikið, og ekki flókn- ar línur, en þeir vilja líka spila. Fyrir lúðra er samspil oft það mikilvægasta. Svo ég skrifa líka fyrir þessa nemendur. Hvert hljóðfæri er kannski með fjórar mismunandi laglínur, eina létta, eina erfiðari, eina erfiða og eina mjög létta. Ef nemandi er að byrja að læra á trompet spilar hann kannski ekki nema fjórar, fimm nótur. En hann fær þá líka að spila og vera með í samspilinu,“ útskýrir Madis, sem reynir sömu- leiðis að nota lúðrasveitartímana alfarið í að spila, í stað þess að stoppa og leiðbeina hverjum hljóðfæraleikara fyrir sig ef ein- hverju er ábótavant. „Ég vil ekki að þetta sé of mikið stress og ég vil ekki vera of strangur. Við hittumst einu sinni, tvisvar í viku og ég vil að það sé til þess að skemmta okkur saman og læra saman. Ég reyni að nota þennan klukkutíma sem við höfum til að spila. Ef eitthvað gengur ekki alveg nógu vel stoppa ég ekki og tek eitt og eitt hljóðfæri í gegn. Þá segi ég frekar - ókei, þetta gengur ekki núna, æfið ykkur heima og við reynum aftur. Þá byrjum við frekar bara á einhverri léttari útsetningu,“ segir hann frá. „Þá sting ég hinu bara niður og geymi það. Við prófum kannski allt að þrjú lög á hverri æfingu. Svo safna ég þeim bara saman þangað til ég segi aftur - nei, nú prófum við þetta lag aftur! Og þá þarf fólk að fara að fletta langt aftur á bak í möpp- uum sínum,“ segir hann brosandi. Á lúðrasveit- armót í sumar Þar sem skólaárinu er nú að ljúka er ekki úr vegi að forvitnast um hvað er á döfinni hjá Madis og fjölskyldu í sumar. „Ja, það er bara sumarfrí og við sjáum til hvort ég fæ ein- hverjar nýjar hugmyndir að lög- um,“ segir hann og brosir. „Svo förum við til Eistlands í sumar, þar sem við förum meðal annars á landsmót lúðrasveita. Þar ganga fjöldamargar lúðrasveitir saman í risastórri skrúðgöngu, sem er örugglega svona sex kílómetrar á lengd. Skrúðgangan hefst klukkan eitt, en síðasta sveitin leggur ekki af stað fyrr en um fimm - gangan er svo hrikalega löng. Þetta mót er haldið á fimm ára fresti og er eiginlega eins og Ólympíuleikar fyrir lúðrasveit- ir,“ útskýrir hann. „,Svo fara eldri stelpurnar mínar tvær á námskeið í þjóðlagatónlist líka,“ bætir hann við. Fjölskyldan sækir Eistland heim á hverju sumri, enda eiga þau þar fjölskyldu. „Við erum annað hvort í höfuðborginni, sem er alveg í norðri, eða í sumarbú- staðnum sem við eigum og er alveg í hinum hluta landsins, bara fjóra kílómetra frá Rússlandi,“ útskýrir Madis. Þá verður að lokum að spyrja hvort dæturnar feti í fótspor föð- ursins og fjölskyldan sé kannski öll á kafi í tónlist. Því svarar dóttirin sjálf, sem leikur með miðsveitinni. „Mamma spilar reyndar ekki. Og ekki heldur litla systir, sem er fjögurra ára. En hún fer örugglega bráðum að byrja,“ segir hún og brosir við pabba sínum. Madis ásamt eiginkonu sinni á tónlistarhátíð í Eistlandi.

x

Bæjarins besta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.