Bæjarins besta - 09.02.2012, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2012
Lífeyrissjóður Vestfirðinga
tapaði 10,4 milljörðum króna
Lífeyrissjóður Vestfirðinga tap-
aði 10,4 milljörðum króna í kjöl-
far bankahrunsins árið 2008 að
því er fram kemur í úttekt Lands-
samtaka lífeyrissjóða á fjárfest-
ingarstefnu, ákvörðunum og laga-
legu umhverfi lífeyrissjóða í að-
draganda efnahagshrunsins. Tap
sjóðsins átti sér fyrst og fremst
stað árið 2008 en afleiðingarnar
komu ekki að fullu fram fyrr en á
árunum 2009 og 2010. Að sögn
Kristjáns G. Jóhannssonar, for-
manns stjórnar Lífeyrissjóðs Vest-
firðinga, var góð ávöxtun á sjóðn-
um á árunum á undan og skýrir
það að nokkru leyti tapið. „Það
var búið að vera mikill hagnaður
á árunum á undan og menn verða
að skoða þetta í því ljósi. Það var
mjög góð ávöxtun á lífeyris-
sjóðnum og réttindin aukin um-
talsvert. Þau hafa þó eitthvað
skerst og eru nú eins og þau voru
í byrjun aldarinnar,“ segir Krist-
ján.
Í úttektinni kemur fram að um-
talsverðar afskriftir áttu sér stað
hjá Lífeyrissjóði Vestfirðinga
vegna skuldabréfa í bönkum og
fjármálafyrirtækjum árin 2008 og
2009 eða sem nemur 1,2 millj-
örðum króna. Eignir sjóðsins í
skuldabréfum, útgefnum af bönd-
um og sparisjóðum, voru 2,5
milljarðar króna í ársbyrjun 2008
en í árslok 2009 var fjárhæðin
komin niður í einn milljarð. Mestu
afskriftirnar voru hjá Glitni banka
hf., Kaupþingi banka hf., Byr
sparisjóði, SPRON og Sparisjóði
Mýrasýslu. Afskriftir skulda-
bréfa annarra banka og sparisjóða
námu samtals 371 milljónir króna.
Afskriftir af skuldabréfum fyr-
irtækja námu 2,4 milljörðum
króna árin 2008-2010. Í ársbyrj-
un 2006 var eign sjóðsins í
skuldabréfum fyrirtækja 2,9
milljarðar króna og ári síðar voru
önnur skuldabréf metin á 4,6
milljarða króna og höfðu þá
hækkað um einn milljarð á einu
ári. Í árslok 2008 var skulda-
bréfaeign í fyrirtækjum kominn
niður í 2,6 milljarða króna og
hafði lífeyrissjóðurinn þá afskrif-
að fyrirtækja skuldabréf sem
nemur 1,5 milljörðum króna. Í
árslok 2009 var staðan 1,8 millj-
arðar króna og afskriftirnar 844
milljónir. Árið 2009 var mest
afskrifað hjá Bakkavör Group
eða 296 milljónir. Þá voru 100%
afskriftir hjá þremur fyrirtækjum,
Milestone ehf., Baugi Group og
Egla hf.
Lífeyrissjóður Vestfirðinga tap-
aði því alls 3,8 milljörðum króna
á innlendri hlutabréfaeign sinni
á fjórum árum. Mest varð tapið á
árinu 2008 eða 5 milljarðar króna
og er skýringuna fyrst og fremst
að finna í bankahruninu í október
2008. Jafnhliða tapinu á hluta-
bréfaeigninni féll hlutdeild hluta-
bréfa í verðbréfasafni sjóðsins
úr 22-26% árin 2006 og 2007 í
3,5% árið 2008 og 3,2% árið
2009. Tap sjóðsins á innlendu
hlutabréfasjóðunum á tímabilinu
var 183 milljónir króna en Líf-
eyrissjóður Vestfirðinga hefur
ekki lagt mikla áherslu á fjár-
festingar í innlendum hlutabréfa-
sjóðum. Mest átti lífeyrissjóður-
inn í árslok 2006 eða 446 milljón-
ir króna sem var um 1,7% af
heildareign sjóðsins það ár. Eign
sjóðsins í innlendum skuldabréf-
um nánast þrefaldaðist á einu
ári, úr 457 milljónum króna í
ársbyrjun 2006 í 1,4 milljarða
króna í árslok 2007. Árið 2009
tapaði Lífeyrissjóður Vestfirð-
inga hins vegar 291 milljón á
eign sinni í skuldabréfasjóðum.
Lífeyrissjóður Vestfirðinga af-
skrifaði engin erlend verðbréf
fyrr en árið 2010. Aðrir lífeyris-
sjóðir afskrifuðu sams konar
verðbréf og voru í eigu Lífeyris-
sjóðs Vestfirðinga árið 2009.
Sjóðurinn afskrifaði samtals 200
milljónir króna af erlendum verð-
bréfum árið 2010, þar af voru
103 milljónir í erlendum fagfjár-
festasjóðum og 97 milljónir í er-
lendum skuldabréfasjóðum. Þá
gerði Lífeyrissjóður Vestfirðinga
afleiðusamninga við Landsbanka
Íslands til að takmarka gengis
áhættu vegna erlendra fjárfest-
inga sjóðsins. Við fall bankans í
október 2008 voru samningarnir
í neikvæðri stöðu og nam skuld
sjóðsins samtals 1,1 milljarði
króna. Sjóðurinn gerir ráð fyrir
að skuldabréfum útgefnum af
Landsbankanum að fjárhæð 305
milljónir króna verði skuldajafn-
að á móti hluta af samningunum.
Lífeyrissjóður Vestfirðinga tapaði 10,4 milljörðum í kjölfar bankahrunsins.
Þakkaði fyrir klippingu í hálfa öld
Þrír ættliðir mættu á Rak-
arastofuna á Ísafirði á föstu-
dag og færðu Vilbergi Vil-
bergssyni, betur þekktum sem
Villa Valla, dýrindis tertu í
tilefni af því að hann hefur séð
um klippingu þess elsta af
þeim í hálfa öld. Það var Sig-
urður Hjartarson úr Bolung-
arvík sem færði rakaranum
þakkir fyrir klippingu í 50 ár
með þessum hætti en með í för
var sonur hans, Benedikt og
sonarsonurinn, Kristófer
Stapi, sem fékk við þetta tæki-
færið sína allra fyrstu klipp-
ingu og að sjálfsögðu var það
Villi Valli sem mundaði þá
skærin. Þess má geta að sá
yngsti heitir Stapi í höfuðið á
langafa sínum sem Villi Valli
klippti einnig alla tíð.
Vilberg, Sigurður, Bene-
dikt og Kristofer Stapi
í sinni fyrstu klippingu.