Bæjarins besta


Bæjarins besta - 09.02.2012, Blaðsíða 10

Bæjarins besta - 09.02.2012, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2012 var Svanfríður með okkur áfram. Í kringum 1980 tökum við Sjall- ann yfir og fórum að stíla meira inn á veturna sem hljómsveit. Þeir sem ráku Sjallann á þessum tíma ásamt mér voru Karl bróðir, Samúel Einarsson sem spilaði með mér nær óslitið frá 1962, Rúnar Vilbergsson og Ólafur Guðmundsson en þeir byrjuðu í hljómsveitinni 1972. Þetta snérist í raun við, allt í einu tókum við frí á sumrin og fengum þá hljóm- sveitir annarsstaðar að til að spila í Sjallanum. Við rákum Sjallann í rúm tíu ár og gerðum hann þrisvar upp í það heila. Fyrst í kringum 1960, þá tókum við hann á leigu og gerðum upp, svo aftur þarna 1980 og 1985 bættum við sundinu við og byggðum nýj- an inngang,“ segir Baldur. „Annars voru danshúsin miklu skemmtilegri þegar ekki voru vínveitingar. Þá mætti fólk upp úr níu til að hafa það huggulegt og dansa. Sennilega var stemn- ingin á þeim böllum líkari því sem gerist á hljómleikum í dag. Fólk var að hugsa um hljóm- sveitina, ekki barinn.“ Suður-amerísk samba - Fékkstu eingöngu við tónlist á þessum árum? „Nei, ég hef aldrei verið ein- göngu í músíkinni. Ég var versl- unarstjóri hjá Kaupfélagi Isfirð- inga (Hlíðarvegsútibú) í 7-8 ár. Síðan byrjaði ég í Mjólkursam- lagi Ísfirðinga 1968 og vann þar í 40 ár. Eins var ég líka svolítið í smíðum hér á árum áður. Pabbi var smiður þannig að maður greip oft í það á sumrin. En á þessum hljómsveitarárum tók ég það líka oft rólega yfir veturinn, spilaði kannski bara á nokkrum árshátíð- um. Ég gerði þetta ekki einsog Ingimar Eydal sem spilaði oft í viku allt árið. Eitt sumarið fékk ég þó frí í vinnunni og notaði þá þrjá mánuði til að byggja mér hús.“ - Hvaða lög spiluðuð þið á böllum? „Við spiluðum frekar lítið af eigin efni. Megnið af þessu voru lög sem gengu alltaf, til dæmis José Caragay. Það var svakalega vinsælt og ég held að við höfum spilað þetta lag í 50 ár. Þetta er suður-amerísk samba. Einnig spiluðum við það sem var vinsæl- ast á hverjum tíma og svo efnið á þessum fjórum plötum sem höfðu verið teknar upp með okkur. Sjálfur spilaði ég yfirleitt á píanó- ið með saxófóninn hangandi utan á mér. Einhverntíma fékk ég mér Yamaha rafmagnsflygil sem var alveg svakalega erfitt að flytja á milli staða. Hann var 150 kíló. Ég efast um að einhver myndi flytja svona ferlíki með sér í dag.“ Haust Baldur hætti að vinna hjá Mjólkurstöðinni árið 2008. „Núorðið er ég bara mest í því að hafa það huggulegt. Reyndar gaf ég út plötuna Haust árið 2010. Ég kláraði hana eftir að ég hætti að vinna. Lögin á henni eru öll eftir mig, nema þetta José Cara- gay, það varð að fylgja,“ segir Baldur og hlær. „Ég var búinn að vinna að þess- ari plötu í svolítinn tíma. Við tókum hana upp í stúdíóinu sem ég er með í bílskúrnum og Hólm- geir sonur minn aðstoðaði mig. Ég fékk Ingibjörgu til að syngja eitt lag og Svanfríður söng annað. Margrét Geirsdóttir var með mér í gera þennan disk og syngur hún syngur sex lög á honum. Einnig syngja Benni Sig og Karl bróðir. Tveir textar á plötunni eru eftir mig en Ólína Þorvarðardóttur og Margrét Geirs sömdu nokkra texta fyrir mig. Fólk var búið að vera kvarta að maður gerði ekki neitt þannig að ég henti mér í þetta.“ Harmoníkuplata? Viðtalið hefur farið fram á skrifstofu Baldurs. Á skrifborð- inu er tölva en við hana er ekki tengt venjulegt lyklaborð heldur píanólyklaborð. Er hann enn að semja tónlist? „Svona eitthvað. Ef ég fæ hug- mynd færi ég hana inn í tölvuna. Hugmyndirnar koma oft þegar maður er að spila. Þá kannski dúkkar upp smá lína sem maður vinnur svo út frá. Síðan verður maður náttúrlega alveg brjálaður ef maður getur ekki klárað. Getur jafnvel ekki sofið. En ég á ein- hvern bunka af hugmyndum í tölvunni.“ - Styttist þá í nýja plötu? „Ég veit það ekki. Reyndar er ég alltaf að velta fyrir mér að gera harmoníkuplötu. Mér finnst alltaf svolítill sjarmi yfir því að vera bara einn með harmoníkuna. Og ég á orðið svolítið af harmo- níkulögum. Það er þægilegast að spila á harmoníkuna og ég er farinn að spila mikið á hana aftur. Ég held mér við á saxófóninn með því að spila með lúðrasveit- inni. En saxófónninn er bara einn tónn. Annars reyni ég að æfa þegar konan er ekki heima, helst í einn til tvo tíma á dag. Það verður svo erfitt að spila ef maður missir formið. Það er líka ágætt að halda sér í æfingu með því að spila fyrir eldri borgara í Edin- borgarhúsinu og á Hlíf.“ Sjötugur bæj- arlistamaður Þegar Baldur er ekki að spila harmoníkuna dundar hann sér við að stilla hana. „Já, ég hef verið að grúska mikið í harmoníkunni. Fyrir tveimur árum fékk ég mér forrit til að stilla harmoníkur og hef verið að prófa mig áfram. Það er nefnilega svolítið mál að stilla harmoníku. Áður fyrr var harmo- níka bara harmoníka fyrir manni en nú veit maður hvernig hún fúnkerar. Margir eiga reyndar þrjár mismunandi stilltar harmo- níkur. Ég á bara eina og sú er stillt á franska tóninn. Mér finnst mest líf í henni þannig. Annars stendur alltaf til að fá sér aðra harmoníku.“ Baldur var útnefndur bæjar- listamaður Ísafjarðarbæjar árið 2007. „Ég varð bæjarlistamaður þeg- ar ég var sjötugur og BG varð 50 ára. Þessu þrennu var slegið sam- an í eina stóra veislu sem haldin var í Edinborgarhúsinu. Það mættu um 500 manns og þetta var bara æðislegt.“ Íslensk tónlist í dag - En ef þú lítur yfir ferilinn, hvað þykir þér vænst um? „Mér þykir náttúrlega mjög vænt um þennan BG og Ingi- bjargar tíma. Eins þykir mér vænt um þann tíma þegar við Margrét vorum bara tvö og spiluðum eig- inlega út um allt land þótt það færi ekki mjög hátt.“ Aðspurður hvernig Baldri lítist á íslenska tónlist í dag, svar- ar hann: „Mér líst mjög vel á hana. Það er náttúrlega alveg milljón hvernig hefur gengið hjá Mugison. En það er mikil fjöl- breytni í tónlistinni og gaman að sjá hversu mikið af kvenfólki er að gera það gott. Júróið lítur líka ágætlega út. Þetta er svo mikil spurning um hvaða fulltrúi fer. Það kom vel í ljós þegar Jóhanna söng og varð í öðru sæti. Hún hafði þessa útgeislun sem gerir gæfumuninn.“ - Huldar Breiðfjörð.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.