Bæjarins besta - 09.02.2012, Qupperneq 14
14 FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2012
Ákveðinn að gera aðra plötu
Bolvíkingurinn Karl Hallgríms-
son gaf út sína fyrstu hljómplötu
í vor og kallast hún Héðan í frá.
Karl, betur þekktur sem Kalli,
hefur frá barnsaldri verið mikið
fyrir tónlist. Hún er lifibrauð hans
í dag en þó er þetta í fyrsta sinn
sem hann spreytir sig á laga-
smíðum fyrir alvöru.
Bæjarins besta spjallaði við
Kalla um tónlistina og frumraun
hans í plötuútgáfu.
– Hvernig hafa viðtökurnar við
plötunni verið?
„Þær hafa verið mjög góðar.
Þeir sem fjallað hafa um plötuna
hafa gefið henni jákvæða dóma
og langflestir sem á annað borð
vilja eitthvað segja mér um álit
sitt á henni hafa verið ánægðir
með hana. Hún hefur líka selst
ágætlega. Alveg í samræmi við
mínar væntingar og jafnvel bet-
ur.“
– Var platan lengi í smíðum?
„Vinnsla hennar tók ekkert svo
langan tíma. Ég var með mjög
færan upptökustjóra, Orra Harð-
arson. Ég er ákaflega hrifinn af
flestu sem komið hefur út af því
sem hann hefur gert á plötum,
bæði tónlist hans sjálfs og þeim
plötum sem hann hefur unnið
með öðrum listamönnum sem
upptökustjóri. Ég vissi líka að
hann væri vandvirkur. Orri var
líka tilbúinn að fallast á þá kröfu
mína að vinna þessa plötu ekki
alfarið fyrir mig, heldur að við
ynnum hana saman. Ég vildi hafa
puttana mikið í útsetningunum.
Ég var ekki tilbúinn að láta þetta
efni alfarið í hendurnar á öðrum.
Við vorum mest bara tveir við
upptökurnar en fengum á síðari
stigum góða hljóðfæraleikara til
að vinna með okkur. Þá leituðum
við bara til þeirra bestu,“ segir
Kalli, en á plötunni spila einnig
trommuleikarinn Birgir Baldurs-
son og Pálmi Gunnarsson sem
leikur á kontrabassa. Auk þeirra
koma við sögu Davíð Þór Jóns-
son, Hjörleifur Valsson, Svavar
Knútur, Eðvarð Lárusson og Inga
Lísa Vésteinsdóttir.
Fyrstu lagasmíð-
arnar fyrir alvöru
Þótt Kalli hafi lengi fengist
við margs konar tónlistarflutning
hefur hann lítið sinnt frumsam-
inni tónlist fyrr en nú.
– Er allt efni plötunnar eftir
þig, Kalli?
„Allt nema eitt ljóð sem er
eftir Matthías Jochumsson og eitt
lag sem er eftir Lisu Gutkin.“
Kalli segir að þetta hafi verið í
fyrsta sinn sem hann reyndi við
lagasmíðar af alvöru.
„Þegar ég var í framhaldsskóla
var ég í hljómsveit sem gerði
nokkur grínlög og við slíkar að-
stæður er voða auðvelt að semja
lög. Maður getur einhvern veginn
falið sig á bak við að það sé grín.
Eins hef ég samið lög fyrir leikrit
og annað í starfi mínu sem
kennari, en þá eru það lög sem
maður hendir saman fyrir barna-
leikrit. En núna var ég virkilega
að meina þetta, ekkert grín og
ekkert til að fela sig á bak við.“
Var latur nem-
andi í byrjun
Kalli hefur alla tíð verið við-
riðinn tónlist.
„Ég hef verið í tónlist frá
barnsaldri með hléum. Stundum
hélt ég að ég væri hættur og þetta
væri ekki fyrir mig en alltaf sneri
ég aftur til tónlistarinnar. Síðustu
sjö árin hef ég svo verið alveg á
kafi í ýmiss konar tónlistarverk-
efnum. Bæði í frístundum og svo
vinn ég orðið við hana líka sem
tónmenntakennari á Akureyri.“
– Hefurðu sjálfur lagt stund á
tónlistarnám?
„Ég var við hljóðfæranám í
Tónlistarskólanum í Bolungavík
þegar ég var barn. Fyrst var ég
mjög duglegur blokkflautunem-
andi en eftir því sem ég eltist
sinnti ég náminu verr. Ég var
latur við æfa mig, hvort sem það
var píanó, trompet eða gítar sem
ég lærði á. Ég hef því ekki mikinn
grunn frá þeirri skólagöngu. En
síðan fór ég á fullorðinsaldri að
læra söng og þá var ég aftur
duglegur nemandi og lærði
margt.
Ég hef alla tíð verið áhuga-
samur um tónlist og verið virkur
við að flytja tónlist, hef sungið
mikið, bæði einn og með öðrum,
og ég spila líka á gítar og stundum
mandólín og munnhörpur við alla
vega tækifæri. Ég var það hepp-