Bæjarins besta - 09.02.2012, Síða 12
12 FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2012
Stakkur skrifar >
Stakkur hefur ritað
vikulega pistla í Bæjarins
besta í mörg ár. Skoðanir
hans á mönnum og mál-
efnum hafa oft verið um-
deildar og vakið umræður.
Þær þurfa alls ekki að
fara saman við skoðanir
útgefenda blaðsins. Þrátt
fyrir það bera ábyrgðar-
menn blaðsins ábyrgð á
skrifum Stakks á meðan
hann notar dulnefni sitt.
Vísbendingar voru um að starfs-
menn við brennsluofna væru með
vægt aukið mengunarálag sem
er þó vel innan þeirra marka sem
ætla má að geti valdið heilsutjóni.
Þetta er megin niðurstaða sér-
stakra athugana sem gerðar voru
á heilsufari íbúa Skutulsfjarðar
og starfsmanna sorpbrennslu-
stöðvarinnar Funa vegna díoxín-
mengunar. „Þeir sem starfa við
slíka ofna ættu því að nota önd-
unargrímur og hlífðarföt við störf
sín og auðvitað þarf að gæta
ýtrustu varkárni,“ sagði Guð-
bjartur Hannesson velferðarráð-
herra á Alþingi. Þar svaraði hann
fyrirspurn frá Einari Kristni Guð-
finnssyni en í máli hans kom að
svo virðist sem í þessu máli hafi
farið betur en menn höfðu óttast
og á horfðist um tíma.
Ráðherra sagði að þrátt fyrir
að um tiltölulega væga hækkun
hafi verið að ræða á díoxíni í
afurðum frá skepnum frá einum
bæ hér á landi ákvað sóttvarna-
læknir í samvinnu við vísinda-
menn frá Háskóla Íslands að
gangast fyrir könnun á því áreiti
sem fólk kann að hafa orðið fyrir
af völdum díoxíns. Áður var lítið
vitað um díoxínmagn í mönnum
hér á landi og í mars 2011 var
safnað blóðsýnum frá íbúum á
Ísafirði, Skutulsfirði, Reykjavík,
Vestmannaeyjum og Kirkjubæj-
arklaustri til mælinga á díoxíni.
Einnig voru tekin brjóstamjólk-
ursýni frá einum íbúa.
Rannsakað var díoxínmagn í
blóði frá tíu einstaklingum frá Ísa-
firði og tíu frá Reykjavík. Niður-
stöður þessara blóðmælinga voru
til viðmiðunar fyrir þá sem sér-
staklega voru útsettir fyrir reyk
frá brennsluofnunum. Notast var
við viðmiðunargildi frá Norður-
löndunum og um litla hækkun
díoxíns reyndist að ræða hjá
nokkrum starfsmönnum brenn-
sluofnanna og hjá einum ein-
staklingi sem búið hafði nálægt
brennsluofninum í Skutulsfirði.
„Öll gildi reyndust hins vegar
vel undir þeim mörkum sem ætla
má að geti haft heilsufarsleg
áhrif. Sýni úr brjóstamjólkinni
var lágt og var einnig vel undir
þeim mörkum sem ætla má að
geti haft heilsufarsleg áhrif. Blý-
mælingar í hári og nöglum íbúa
á Ísafirði, Reykjavík, Vestmanna-
eyjum og Kirkjubæjarklaustri
sem mæld voru vorið 2011
reyndust allar innan þeirra marka
sem eðlileg geta talist.
Smávægileg hækkun var með-
al starfsmanna við brennsluofna
en ekki meðal þeirra sem bjuggu
í námunda við þá. Tveir einstakl-
ingar í viðmiðunarhópnum, ann-
ar frá Ísafirði og hinn frá Reykja-
vík, sem ekki tengdust brennslu-
ofnum voru með hækkað gildi
sem kunna að eiga sér aðrar skýr-
ingar en mengun frá ofnunum,“
sagði ráðherra.
Einar Kristinn þakkaði fyrir
svarið og sagði að aðalatriði hafi
verið að rannsókn fór fram og að
hún leiddi það í ljós að það eru
engar þær afleiðingar af brunan-
um í Funa sem gerðu það að verk-
um að það væri ástæða til að
hafa áhyggjur af heilsufari al-
mennings. Velferðarráðherra tók
undir það og bætti við: „Það er
ástæða til að þakka frumkvæði
sóttvarnalæknis og Háskóla Ís-
lands við vinnu þessarar rann-
sóknar. Ég held að það sé til fyr-
irmyndar því að almennt þurfum
við einmitt að vinna fleiri rann-
sóknir og fylgjast betur með af-
leiðingum ýmissa þeirra inngripa
sem við erum að gera í okkar
náttúru eða umhverfi þannig að
við getum fjallað um þessi mál
með góðum upplýsingum og
góðum rannsóknum. Það er það
sem skiptir mestu máli. Það er
erfitt að fá á sig mál eins og hafa
komið ítrekað upp undanfarið
þegar við fáum í bakið hluti þar
sem menn hafa brugðist, kannski
framkvæmdinni fyrst og fremst
vegna þess að þar er ábyrgðin
númer eitt, tvö og þrjú, og síðan
hjá eftirlitsstofnunum okkar sem
ekki hafa staðið vaktina til þess
að bjarga málum. Ég vona að þetta
leiði allt saman til þess að við
stöndum okkur betur í þessum
málaflokkum og þá er vel.“
Öll sýnin innan eðlilegra marka
Í síðustu viku birtist frétt í Bæjarins besta um miklar fyrirhug-
aðar samgöngubætur í Múlasveit í Austur-Barðastrandarsýslu.
Rætt er um að kostnaður verktaka verði á annan milljarð króna.
Heildarkostnaður framkvæmdanna verði um þrír milljarðar
króna, allt samkvæmt áætlunum. Jafnframt kemur fram að um
sé að ræða eina mestu framkvæmdina á vegum Vegagerðarinnar
næstu árin. Verkið verður boðið út á evrópska efnahagssvæðinu.
Því lauk væntanlega í liðinni viku, en hér innan lands fer útboð
fram 13. febrúar hinn næsta. Þessu er fagnað. Lengi hefur verið
beðið eftir vegabótum í Barðastrandarsýslum við Breiðafjörð.
Byggð hefur reyndar lagst af í Múlasveitinni, varð tímanum og
tískunni að bráð. Flestir vilja búa við samgönguöryggi sem ekki
var til staðar. Langt var í alla þjónustu og þarfir og langanir til-
heyrandi nútímanum aðrar en unnt var að uppfylla í afskekktum
sveitum. Þannig er veröldin.
Ætluð verklok eru haustið 2015, en leggja á nýjan veg að
hluta milli Eiðis í Vatnsfirði og Þverár í Kjálkafirði og verði
bundið slitlag komið á hluta leiðarinnar haustið 2013. Nota á
núverandi vegstæði eins og hægt er. Nýjar brýr verða byggðar í
Mjóafirði og Kjálkafirði. Þvera á báða firðina og auka umferðar-
öryggi á Vestfjarðavegi nr. 60. Nýi vegurinn gæti orðið 16 til 20
km langur og stytting um 8 km. Að sjálfsögðu verður varanlegt
slitlag á honum. Það er aldeilis munur frá beygjum og brekkum
sem við búum við núna. Íbúar á Suðurfjörðunum hafa verið
ósáttir við sinn hlut, en nú breytist það. Að sjálfsögðu er
vonast til þess að verkið verði til þess að auka atvinnu meðan
á því stendur. En verkið gæti líka farið til útlendinga og hagur
heimamanna því minni en ella af því. En samgöngurnar munu
batna verulega og það er markmiðið.
Samt er það svo að hugurinn hvarflar að því hvort byggð
eflist við þessar ætluðu vegbætur. Munu þær hafa í för með
sér sameiningu og eflingu stjórnsýslu fyrir íbúana? Rétt er að
rifja upp að jarðgöngum um Héðinsfjörð fylgdi sameining
sveitarfélaga á Norðurlandi við utan til í Eyjafirði. Lítum
okkur nær. Vestfjarðagöngum fylgdi sameining sveitarfélaga
í Vestur-Ísafjarðarsýslu við Ísafjarðarkaupstað. Nú eru komin
í gagnið ein glæsilegustu jarðgöng á Íslandi frá Bolungarvík
til Hnífsdals. Ekki er lengur rætt um frekari sameiningu
stjórnsýslu, hvorki ríkis né sveitarfélaga á norðanverðum
Vestfjörðum. Þó eru til þess öll færi. Í þéttbýlinu fyrir sunnan
telja íbúar sig ekki hafa fengið samgöngubætur í samræmi
við landsbyggðina og bíða enn.
Fögnum þessum miklu samgöngubótum en sýnum í verki
að þær séu til framfara.
Milljarða samgöngubætur!