Bæjarins besta - 09.02.2012, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2012 15
Sælkeri vikunnar er Jóhanna Guðmundsdóttir á Ísafirði
Tveir góðir hátíðarréttir
Sælkeri vikunnar býður upp
á tvo dýrindisrétti sem henta vel
á veisluborðið. Fyrst er það
ilmandi humarsúpa sem Jó-
hanna segir að sé ómissandi á
jólum og svo kjúklingur á
spjóti sem er tilvalinn páska-
réttur.
Ómissandi á jólum-
Humarsúpa
fyrir fjóra
4-500 g humar í skel
Ca. 100 g smjör
1/2 laukur
1 hvítlauksgeiri
Karrí
Sítrónusafi
Hvítur pipar
Salt
2-3 dl hvítvín
1/2 dós tómatar
Sama magn af vatni (ég nota
soðið af humrinum).
1/2 tsk Seafood seasoning
(McCorrick) fæst í Reykjavík.
Rjómi
Hveiti
Koníak (má sleppa, ég geri
það)
Soðið upp á humrinum og hann
kældur og skelflettur. Smjörið
brætt og laukurinn látinn krauma
(ekki steikja) ásamt kryddinu og
síðan skelinni í smá stund. Bætið
hvítvíni, tómötum og vatni út í
og látið malla undir loki í 4-5
klukkutíma.
Súpan er þá sigtuð, jöfnuð með
hveiti og bragðbætt með kryddi
og rjóma. Humrinum bætt út í og
að síðustu kníakinu rétt áður en
súpan er borin fram.
Páskakjúklingur
fyrir fjóra
4 spjót ferskt rósmarín
4 kjúklingabringur
4 sneiðar Parma eða Prosciutto
skinka
4 sneiðar eða meira af osti
50 g smjör
Ólífuolía
Salt og svartur pipar
1 glas hvítvín
Hveiti
Rífið alla naglana af rósmarín-
inu nema þær allra efstu og hakk-
ið þá fínt. Tálgið beittan enda á
spjóti. Fletjið út kjúklinginn með
kökukefli og kryddið með salti
og pipar. Dreifið rósmarín á aðra
hliðina, setjið ostinn ofan á rós-
marínið og síðan skinkuna.
Stingið spjótinu í gegnum allt á
öðrum endanum og upp hinum
megin svo þetta tolli saman.
Veltið bringunum upp úr hveiti.
Hitið olíu og smjör á vel heitri
pönnu og steikið fyrst á hliðinni
sem ekki er með skinku. Steikið
í 2 mínútur eða þar til gullinbrúnt.
Snúið þá við og steikið í 1 mín á
hinni hliðinni. Snúið aftur við.
Hellið hvítvíni út á pönnuna
og látið malla þar til það er
næstum gufað upp.
Takið bringurnar af pönnunni
og bætið við smjöri til að þykkja
sósuna.
Meðlæti
Raðið niðursneiddum kúrbít
og niðursoðnum tómötum í fat.
Stráið yfir salti, pipar, ólífuolíu
og parmesanosti. Grillið í
nokkrar mínútur.
Ég skora á Sellu dóttur mína
að verða næsti sælkeri. Hún
er snilldarkokkur enda ná-
frænka Ellu, Lúlúar og Mar-
grétar.
inn að bjórinn var leyfður um
það leyti sem ég fékk vald á gít-
arnum og því var nóg að gera hjá
mér við að syngja og spila á
kránni í Víkinni. Þannig fékk ég
mörg alvöru tækifæri til að koma
fram og eflast og þroskast sem
flytjandi.“
Leitaði til landsins
bestu spilara
– Hvert er svo framhaldið hjá
þér í tónlistinni?
„Ég ætla að gera aðra plötu.
Það er alveg ákveðið. Ég er þó
ekkert farinn að vinna sérstaklega
í henni, ég á nokkur lög og er að
semja, en ég sé þó ekki fram á að
hún komi út alveg á næstunni.
Enda er ég enn að fylgja fyrstu
plötunni eftir og hef verið að
spila hér og þar til að kynna hana
og sjálfan mig.
Það er svolítið skrítið að vera
að auglýsa tónleika í bæjum og
þorpum víðs vegar um land þar
sem enginn veit hver ég er. Það
mæta þó alltaf einhverjir og þeir
eru í algjörri óvissu um það hvers
megi vænta. Það er svolítið sér-
stakt. En mér hefur verið tekið
mjög vel þar sem ég hef spilað.
En svo hef ég líka verið að spila
með hljómsveit og flestir sem
þekkja eitthvað til tónlistar
þekkja þá sem spila með mér.
Þeir eru meðal landsins bestu
spilara.“
Athygli vekur að bæði Hjör-
leifur Valsson og Svavar Knútur
sem spila með Kalla hafa búið á
Vestfjörðum. Hann segist þó
hvorugan þekkja í gegnum Vest-
fjarðadvöl þeirra.
„Ég man eftir Hjörleifi fyrir
vestan. Þegar ég var unglingur í
Bolungarvík að fara yfir á Ísaf-
jörð sá ég Hjörleif stundum spila
úti á götu ásamt Venna Jobba
[Vernharði Jósefssyni]. Þeir áttu
til að taka lagið á víðavangi, t.d.
á Sjúkrahústúninu, í Blómagarð-
inum eða á Silfurtorgi. Ég man
líka vel eftir Hjörleifi sem söng-
vara í unglingahljómsveitinni
Gult að innan en svo flutti hann
í burtu þannig að ég kynntist
honum ekki fyrr en löngu seinna
þegar ég var farinn að syngja í
kór fyrir sunnan. Þá kom stund-
um fyrir að hann var að leika
undir hjá kórnum á fiðlu og Vest-
fjarðatengslin hafa sjálfsagt orðið
til þess að við urðum strax mestu
mátar.
Við Svavar Knútur eigum marga
sameiginlega vini en kynntumst
ekki fyrr en við gerð barnaplötu
2008 sem við komum báðir að.
Lagið sem hann syngur með mér
á plötunni minni samdi ég fyrir
tvær karlaraddir. Þegar kom að
því að taka upp sönginn var ég
mikið að spá í hver passaði best
til að syngja það með mér. Það
vildi svo þannig til að daginn
sem við Orri vorum að taka upp
sönginn í laginu frétti ég af
Svavari Knúti á ferðalagi á Norð-
urlandi. Þegar ég hringdi í hann
til að freista þess að fá hann til að
syngja fyrir mig átti hann einmitt
leið í gegnum Akureyri og kom
við í hljóðverinu hjá okkur og söng.
Meðan á vinnslu plötunnar
stóð var þeim möguleika haldið
opnum að fá Mugison til að
syngja með mér í einhverju lag-
anna. Við Örn Elías erum ná-
skyldir og okkur hefur alla tíð
komið vel saman. Það hefði ef-
laust komið sér vel fyrir kynningu
plötunnar og sölu að fá svo stórt
nafn í tónlistarbransanum til að
tengjast henni. Ég leitaði því til
Ödda frænda að leggja mér lið
og það var auðsótt. Hins vegar
vildi ég alls ekki misnota þessi
tengsl okkar og fá hann til að
koma fram á plötunni nema
okkur Orra þætti eitthvert lagið
beinlínis kalla á rödd hans eða
söngstíl. Og það bara gerðist al-
drei. Þótt söngstíll okkar frænd-
anna sé afar ólíkur eru raddirnar
samt býsna líkar.
Það verður aftur á móti ekki
sagt um raddir okkar Svavars
Knúts. Hans bjarta rödd er fyrirt-
aks mótvægi við mína rödd sem
er í dýpra lagi. Það skiptir öllu
máli að lag passi söngvaranum.
Ég vona samt að ég geti leitað
eftir liðsinni Ödda frænda seinna
því hann er frábær listamaður og
góður drengur. Ég er virkilega
hrifinn af tónlist hans og stoltur
af honum fyrir framgöngu hans
á listabrautinni.“
Er mikill Vestfirðingur
– Nú ólstu upp í Bolungavík,
hvenær fluttir þú að vestan?
„Ég var í Menntaskólanum á
Ísafirði í einn og hálfan vetur og
fór svo í framhaldsskólann á
Akranesi og þaðan í Kennarahá-
skólann. Ég kom þó alltaf heim á
milli í sumarfrí og jólafrí og slíkt.
Ég kenndi heima í Bolungarvík
eftir að ég hafði útskrifast og bjó
þar í tvö ár. Síðast flutti ég frá
Bolungarvík haustið 1999. Ég á
ættingja bæði þar og á Ísafirði og
kem oft vestur. Börnin mín dýrka
að koma vestur og konunni minni
líka þessar heimsóknir okkar vel.
Við erum voðalega miklir Vest-
firðingar.“
– Rétt er að spyrja fyrir ætt-
fræðiþyrsta í lokin: Hverra
manna ert þú?
„Mamma mín heitir Kristín
Halldórsdóttir. Hún er húsmóðir
og læknaritari hjá Heilbrigðis-
stofnun Vestfjarða. Pabbi minn
er Hallgrímur Kristjánsson mál-
arameistari í Bolungarvík.
Subway keðjan á Íslandi hef-
ur fest kaup á húsnæði í versl-
unarkjarnanum Neista á Ísa-
firði og hyggst opna þar veit-
ingastað í vor. Um er að ræða
húsnæði sem áður hýsti Office
1 og síðar Bókahornið. „Undir-
búningsferlið tekur alltaf ein-
hverja mánuði en við stefnum
að því að opna í vor,“ segir
Gunnar Skúli Guðjónsson,
framkvæmdastjóri Subway.
Hann segir opnunina leggjast
vel í Subway-menn en leitin
að húsnæði hefur staðið yfir
um árabil. Þá hefur mikill áhugi
verið hjá heimamönnum að fá
keðjuna vestur og í þeim til-
gangi var fyrir tveimur árum
stofnaður hópur á samskipta-
vefnum Facebook þar sem
1.800 manns hvöttu eigendur
fyrirtækisins til að opna útibú
á Ísafirði.
„Við höfum fengið fjölda
fyrirspurna í gegnum tíðina og
það virðist vera áhugi fyrir
hendi. Við vonumst því til að
fá fínar viðtökur þegar við opn-
um fyrir vestan.“ Gunnar Skúli
segir enn óljóst hve mörg störf
opnun staðarins bjóði upp á.
„Það er erfitt að segja að svo
stöddu þar sem það fer mikið
eftir því hversu mikið verður
að gera. En þarna verða alla-
vega einhver stöðugildi.“
– thelma@bb.is
Subway opn-
ar á Ísafirði
Útibú frá Subway keðjunni opnar á Ísafirði í vor.