Bæjarins besta


Bæjarins besta - 09.02.2012, Blaðsíða 4

Bæjarins besta - 09.02.2012, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2012 Súgfirskar konur buðu til þorrablóts Súgfirðingar blótuðu þorra í þétt setnu félagsheimilinu á Suðureyri á laugardagskvöld. Hefð er fyrir því á Suðureyri að konur á staðnum standi fyrir þorrablóti annað hvert ár og svara karlarnir fyrir sig hin árin með góublóti. Súg- firðingar gerðu krásum trog- anna góð skil og sungu undir borðum á milli. Að borðhaldi loknu var boðið upp á skemmti- dagskrá sem konurnar fluttu við góðar undirtektir blóts- gesta. „Það var mjög góð mæt- ing og blótið var vel heppnað og skemmtilegt,“ segir Þor- gerður Karlsdóttir sem fór fyrir þorrablótsnefndinni. Að dagskrá tæmdri spilaði Kraft- lyfting fyrir dansi. Var þetta í 77. sinn sem Súgfirðingar komu saman á þennan máta frá því þorra- og góublót Súg- firðinga hófu göngu sína. Páll Önundarson var á blótinu og tók þar meðfylgjandi myndir.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.