Bæjarins besta


Bæjarins besta - 23.08.2012, Blaðsíða 6

Bæjarins besta - 23.08.2012, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 23. ÁGÚST 2012 Útgefandi: Gúttó ehf., kt. 680501-2620, Silfurgötu 1, 400 Ísafjörður, sími 456 4560, fax 456 4564. Ritstjóri: Sigurjón J. Sigurðsson, sími 892 5362, bb@bb.is. Blaðamenn: Thelma Hjaltadóttir, símar 456 4693 og 849 8699, thelma@bb.is. · Guðmundur Björn Þorbjörnsson, sími 692 8686, gudmundur@bb.is · Ritstjóri netútgáfu bb.is: Sigurjón J. Sigurðsson. Ljósmyndari: Halldór Sveinbjörnsson, sími 894 6125, halldor@bb.is. Ábyrgðarmenn: Sigurjón J. Sigurðsson og Halldór Sveinbjörnsson. Lausasöluverð er kr. 400 eintakið m. vsk. Veittur er afsláttur til elli- og örorkulífeyrisþega. Einnig sé greitt með greiðslukorti. Önnur útgáfa: Ferðablaðið Á ferð um Vestfirði. ISSN 1670 - 021X Spurningin Styður þú réttindabar- áttu samkynhneigðra? Alls svöruðu 486. Já sögðu 348 eða 72% Nei sögðu 138 eða 28% Netspurningin er birt viku- lega á bb.is og þar geta lesendur látið skoðun sína í ljós. Niðurstöðurnar eru síðan birtar hér. Helgarveðrið Horfur á föstudag: Norðaustlæg eða breytileg átt. Víða rigning á sunnanverðu landinu, en skýjað og úrkomulítið fyrir norðan. Heldur kólnandi. Horfur á laugardag og sunnudag: Norðaustan- og austanátt. Víða skúrir og hiti 5 til 15 stig, hlýjast suðvestanlands en svalast á annesjum fyrir norðan. Ritstjórnargrein Vegurinn að heiman er vegurinn heim Halda má til haga að á blómatíma togaraútgerðar og frystihúsa kom þriðjungur aflaverðmætis frystra afurða á Bandaríkjamarkað frá Vestfjörðum. Síðari tíma fyrirkomulag fiskveiða á Íslandi er óþarfi að rekja. Horfast verður í augu við að fiskveiðar og fiskvinnsla nær trúlega aldrei sömu hæðum í atvinnulífi Vestfirðinga og áður. Þann tíma ársins sem þeim er einungis heimilt að mæna dreymnum augum til hafs verða þeir því að finna sér eitthvað annað til dundurs en að sækja gull í greipar hafsins. Ferðaþjónusta er sögð vera orðin þriðji stærsti atvinnuvegur landsmanna. Hvaðanæva af landinu berast fregnir um um fram- kvæmdir sem allar miða að því að taka á móti ferðamönnum. Fjós- um og frystihúsum er umbylt í hótel og alls kyns söfnum komið á fót til uppfræðslu erlendra trúrista um hvernig mörlandinn lifði af öld- um saman við aðstæður sem lagt hefðu normal þjóðflokka að velli; að ekki sé minnst á sögusetur um forna kappa, sem hjuggu menn í herðar niður fyrir það eitt að þeir lágu vel við höggi. Stríðsuppöldum útlendingum þykir mannsbragur að slíku. Ef væntingar ganga eftir getur fyrirhugað Fosshótel á Patreksfirði orðið lyftistöng fyrir byggðarlagið. En, hótelið eitt og sér nægir ekki. Hótel þrífst ekki án gesta og til að gestir geti komist að hótelinu þurfa samgöngur að vera í boði. Nú reynir á að ríkisvaldið sjái sóma sinn í að koma á boðlegu vegakerfi við landshlutann. Heilsársvegir innan Vestfjarða og við aðra landshluta er forsenda þess að Vest- firðingar geti talist hlutgengir í móttöku ferðamanna. Án greiðra og öruggra samgönguleiða getum við gleymt öllum draumum um ferðaþjónustu á Vestfjörðum. Vegurinn að heiman og vegurinn heim verður að vera greiðfær allt árið. Vestfirðir hafa vissulega upp á margt að bjóða. Stór hluti þjóðar- innar hefur aldrei stigið þar niður fæti og margur hver landinn hefur fram til þessa talið áhættu í því fólgna að leggja leið sína vestur. (Bíllinn gæti skemmst á holóttu götutroðningunum!) Útlendingar, sem hingað hafa komið eiga flestir hins vegar eina ósk við brottför: að koma aftur. Vestfirðingar eru sér meðvitaðir um að lokamarki í ásættanlegum samgöngum um Vestfirði verður ekki náð einn, tveir og þrír. En þeir krefjast þess að til að vega upp áratuga vanrækslu verði nú þegar gengið rösklega til verks og sleitulaust haldið áfram þar til samgöngur á Vestfjörðum geta með sanni talist boðlegar. Hreint út sagt eru Vestfirðingar orðnir langþreyttir á að verma efsta sæti niðurskurðarlista ríkisvaldsins, í vegagerð sem öðru, ára- tugum saman. s.h. Undirbúningur Bláberja- daga í Súðavík er á lokastigi en bæjarhátíðin verður hald- in í annað sinn dagana 24. - 26. ágúst. „Þetta lítur allt vel út og við erum að leggja lokahönd á undirbúninginn enda hátíðin rétt handan við hornið,“ segir Eggert Niel- sen einn skipuleggjenda há- tíðarinnar. Um er að ræða nokkurs konar uppskeruhá- tíð þar sem þemað er bláber. Á dagskránni kennir ým- issa grasa en hún er afar fjölskylduvæn. Þá verða handverk og ýmsar bláberja- afurðir til sölu á markaðs- torgi við Melrakkasetrið auk þess sem slegið verður upp flóamarkaði. „Við óskum eftir því að fólk sem er með listmuni, handverk eða eitt- hvað annað sem þeir vilja selja hafi samband við okk- ur,“ bætir Eggert við. Bláberjahlaupið verður á sínum stað en keppt verður í þremur vegalengdum, hálfu maraþon, 10 km og 3 km. Bláberjamessa verður að Eyri í Seyðisfirði og keppt í uppskriftakeppni og bláberjapæjuáti. Þá þykir berjasprettan með betra móti í ár og stefnir allt í góða hátíð að sögn Eggerts. – thelma@bb.is Stefnir í góða Blá- berjadaga Kanadísk góðgerðasamtök, On Guard for Humanity, hafa gert langtímasamning við vatnsfyrir- tækið Brúarfoss Iceland ehf. á Ísafirði um kaup á íslensku vatni. Vatnið er ætlað til nota í flótta- mannabúðum og víðar um heim þar sem vatnsskortur ríkir eða vatn er ódrykkjarhæft sökum mengunar. Gert er ráð fyrir að flytja vatnið út frá fimm stöðum á landinu, þar á meðal frá Ísafirði. Frá þessu er greint í Morgun- blaðinu. Þar er haft eftir Alberto de Sousa Costa, forstjóra og stjórnarformanns samtakanna, að vatnið verður flutt í sérhönnuðum gámum sem uppfylla allar alþjóð- legar kröfur. Þegar ákveðinni eftirspurn hefur verið náð er fyr- irhugað að notast við sérstök tankskip við vatnsflutninginn. Verkefnið er alþjóðlegt og verður unnið í nánu samstarfi við hjálparsamtök og frjáls fé- lagasamtök sem aðstoða fórnar- lömb stríðsátaka, náttúruhamfara og annarra hamfara víða um heim þar sem ekki er aðgangur að hreinu vatni,“ segir Alberto. Hann segir kaupin á íslenska vatninu vera fjármögnuð með framlögum og styrkjum frá ein- staklingum í Kanada, einkaaðil- um og opinberum stofnunum. Þá munu samtökin fá fjármagn vegna viðskipta með kolefnis- kvóta í þeim löndum sem vatnið verður flutt til. Hann segir verk- efnið og hugmyndafræði þess hafa fengið góðar móttökur bæði erlendis og hér á landi. Fjölmörg fyrirtæki á Íslandi, í Kanada og Evrópu hafi sýnt mikinn áhuga. Ísfirskt vatn flutt til þróunarríkja „Það er allnokkuð um hús hér sem eru notuð sem sumarhús og eru í eigu brottfluttra Önfirðinga eða utanaðkomandi fólks,“ segir Guðmundur Björgvinsson for- maður íbúasamtakanna á Flat- eyri. Bæjarins besta greindi ný- lega frá því að á Þingeyri sé orðið erfitt fyrir fólk sem vill búa í plássinu að festa kaup á húsnæði. Mikið af húsunum á Þingeyri eru því einungis sumarhús, en þótt Guðmundur segi það vissulega einnig eiga við á Flateyri, sé þó hægt að finna þar húsnæði. Húsnæðið er þó að sögn Guð- mundar aðallega í eldri kantinum. „Það er lítið til af nýju húsnæði og það sem er til sölu er eldra húsnæði og þarfnast aðhlynning- ar.“ Guðmundur segir atvinnu- stigið í bænum skipta öllu máli í þessu samhengi. „Ef það er eitt- hvað að gera er fólk að leita að húsnæði. Atvinnustigið er dapurt. Það er í raun sér kafli út af fyrir sig hvernig stjórnvöld reyna að hjálpa þessu bæjarfélagi,“ segir Guðmundur, en hann er ósáttur við að byggðakvóta hafi verið úthlutað jafn seint og raun bar vitni, og brátt sé veiðiárið á enda. Lítið af nýju húsnæði á Flateyri Flateyri við Önundarfjörð. Ljósm: © Mats.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.