Bæjarins besta


Bæjarins besta - 23.08.2012, Blaðsíða 8

Bæjarins besta - 23.08.2012, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 23. ÁGÚST 2012 Fjölskyldusagan í nýju ljósi suður og komum þangað um nótt- ina. Ég var þá búin að hringja í afasystur hennar sem fór og sat hjá henni á spítalanum þar til við komum,“ segir Guðrún frá. Mekkín segist muna vel eftir atvikinu. „Ég var í rennibraut þegar þetta gerðist. Þegar ég var í miðri rennibrautinni man ég að ég hugsaði: Æi nei, ekki aftur. Þá hafði þetta sem sagt gerst áður, en ég mundi ekki eftir því fyrr en þarna. Þegar þetta gerist missi ég bara meðvitund. Fyrst heyri ég ekki neitt, svo fer sjónin og svo dett ég alveg út,“ útskýrir Mekk- ín. „Konurnar í sundlauginni héldu að við værum í einhverjum sjúkraleik þangað til að Herdís vinkona mín kom mér upp á bakkann. Ég rumskaði svo aðeins þegar ég var inni í sundlaugar- húsinu að bíða eftir sjúkrabílnum og vaknaði aftur og klæddi mig í sjúkrabílnum á leiðinni. Svo man ég ekkert meira fyrr en ég vaknaði á sjúkrahúsinu,“ bætir hún við. Þegar fjölskyldan ræddi við lækni næsta dag rifjaðist upp fyrir Mekkín að hún hafði upplifað svipað kast í sundi með afa sínum einhverju áður. „Ég var í sundi með honum og Önnu Elísu, sem fór alltaf með mér í rennibrautina. Í eitt skiptið stungu þau upp á því að ég prófaði að fara sjálf. Ég fór af stað en kom ekkert aftur. Afi fór að gá að mér og þá lá ég bara í stiganum,“ útskýrir hún. „Hann hélt þá að hún hefði bara hrasað og vankast eitthvað við fallið,“ segir Guðrún. Annað tilfelli, þar sem Mekkín hafði verið í elting- arleik ásamt vinkonum sínum en lyppast skyndilega niður, rifjaðist líka upp fyrir fjölskyldunni. Læknar sáu því fulla ástæðu til að rannsaka þessi krampaköst nánar og Mekkín var meðal ann- ars sett í heilalínurit. „Hún er samt svo hrikalega þrjósk að á laugardeginum setti hún bara hendur á mjaðmir og sagði: „Heyrðu, ég kom suður til að spila fótbolta, ekki liggja á spítala!““ segir Guðrún frá og þær mæðgur hlæja að minning- unni. „Henni var þá leyft að fara aftur upp í Borgarnes og þar klár- aði hún mótið án þess að nokkuð gerðist. Hún hélt svo áfram í rannsóknum eftir helgina. Lækn- arnir töldu að þarna væri um að ræða flogaveiki og settu hana á flogaveikilyf,“ segir Guðrún frá. Lyfin virtust hins vegar koma að litlu gagni. Mekkín hélt áfram að fá krampaköst sem færðust í aukana, frekar en hitt. Þrátt fyrir að köstin væru nánast orðin mán- aðarleg, og kæmu yfirleitt ef hún var í fótbolta, sundi eða annarri skýrir Guðrún. Karl, sem er sjómaður, var úti á sjó þennan dag. Guðrún hringdi ekki í hann til að láta vita af gangi mála fyrr en Mekkín var farin að sýna lífsmörk. „Hann sagði strax: „Ég vissi það. Ég var að hugsa það í morgun hvort ég ætti að vera í landi, ég fann eitt- hvað á mér,““ segir Guðrún. Þetta var nefnilega ekki fyrsta dæmi þess að Mekkín hætti að anda. „Þegar hún lítil fékk hún oft mikinn hita, líklega út af kirtlun- um. Pabbi hennar hélt oft á henni þannig að hún lá á maganum á handleggnum á honum og gekk með hana um gólf. Í eitthvert skiptið sem hún var veik hérna heima hafði ég skotist út í skóla. Þá hringdi síminn og Kalli sagði mér að koma strax af því að hún andaði ekki. Ég hentist beinustu leið heim. Þá var Kalli kominn út með hana og hún farin að anda aftur. Hann hafði þá bara verið að ganga um með hana um gólf þegar honum fannst hún allt í einu svo þung. Þegar hann snéri henni við sá hann að hún var alveg blá. Hann mundi ekki alveg hvernig hann hafði brugðist við, annað en að hann hafði hrist hana aðeins. Eldri stelpurnar voru líka heima og þær sögðu að hann hefði líka blásið í hana og farið með hana út í vindinn. Þá tók hún allt í einu við sér,“ segir Guðrún frá. Eftir þessa uppákomu fóru þau með Mekkín á sjúkrahúsið, þar sem henni var haldið yfir nótt en útskrifuð degi síðar. „Þetta var bara afgreitt sem eitthvað einstakt tilvik. Þeir töldu jafnvel að það hefði farið vökvi ofan í lungun eða eitthvað slíkt, sem virtist al- veg líklegt,“ segir Guðrún. Ranglega greind flogaveik Þegar Mekkín var á sjöunda ári fékk hún að fara á fótboltamót í Borgarnesi í fylgd Herdísar vinkonu sinnar og móður hennar, Sigurdísar „Það stóð einhvern veginn þannig á að við komumst ekki, svo hún fékk að fljóta með þeim. Þau fóru héðan á föstudags- morgni, það var keppt á föstudeg- inum og svo fóru þau í sund um kvöldið. Við sátum hérna við eld- húsborðið þegar síminn hringdi um tíuleytið um kvöldið. Það var Sigurdís, sem spurði hvort Mekk- ín væri vön að fá krampa. Þá hafði hún fengið krampa í sund- lauginni og næstum því drukkn- að. Hún var flutt með sjúkrabíl til Reykjavíkur. Við hentumst bara beint út í bíl, brunuðum hún var um tveggja ára gömul skildi ég við pabba hennar og fór þá á smá flakk. Ég fattaði allt í einu að barnið hafði ekki svo mikið sem komið í sveit! Ég réði mig í Afleysingarþjónustu bænda og fór til dæmis austur á Norð- fjörð, í Seldal, að vinna. Ég var alltaf í sveit á Sómastöðum í Reyðarfirði sem krakki og var öllu vön,“ útskýrir Guðrún, sem segir sumarið í sveitinni hafa gert þeim báðum afar gott. Þær mæðgur bjuggu líka í Fær- eyjum um hríð, eftir að foreldrar Guðrúnar fluttust þangað. Hún kunni heldur aldrei sérlega vel við sig í höfuðborginni. „Mér fannst alltaf hræðilegt að þurfa að sitja yfir henni á meðan hún var að leika sér úti, maður var alltaf skíthræddur við umferðina eða annað fólk. Þetta var svo allt annað en frjálsræðið sem maður ólst sjálfur upp við,“ segir Guð- rún. En hún er þá augljóslega frekar óhrædd við nýjungar? „Já, já, ég hef alltaf verið ófeimin við að prófa nýja hluti. Ég dýfi mér bara beint í djúpu laugina,“ segir hún og hlær við. Veiktist sem ungabarn Nú eru liðin um tvö og hálft ár frá því að lífi fjölskyldunnar var snúið á hvolf með einu símtali, en í kjölfar þess voru Mekkín og Guðrún greindar með hjartasjúk- dóminn Long QT syndrome 1. Guðrún hafði að mestu verið ein- kennalaus, en Mekkín hefur hins vegar þurft að glíma við ýmsa fylgikvilla sjúkdómsins á sinni ævi, án þess þó að vita að um sjúkdóm væri að ræða. „Ég man til dæmis þegar hún fór í hálskirtlatöku þegar hún var tveggja ára. Hún fór inn í svæf- ingu og svo leið og beið. Ég sá yfirlækninn allt í einu koma hlaupandi og skömmu seinna kom læknir fram til mín og spurði hvort það væri einhver í ættinni sem ætti erfitt með að vakna eftir svæfingar. Ég kom alveg af fjöll- um. Þá er sem sagt eitthvað sér- stakt efni notað til deyfingar þeg- ar það er barkaþrætt og Mekkín vinnur ekki úr þessu efni. Þetta heitir pseudocholinesterase- skortur en á íslensku skilst mér að þetta sé bara kallað „martröð svæfingarlæknisins“,“ segir Guð- rún frá. Mekkín missti allan mátt, hætti að anda af sjálfsdáðum og var sett í öndunarvél. „Hún sýndi engin lífsmörk fyrr en seinna um daginn. Efnið fór smám saman úr líkamanum og þá rankaði hún við sér. Þetta tekur bara mun lengri tíma en hjá öðrum,“ út- Anna Elísa, sú næstelsta, er að vinna á Reyðarfirði en hyggur á háskólanám fyrir sunnan í haust, og sonurinn, Kjartan Geir, sem er á sjó, er meira og minna bú- settur hjá afa sínum og ömmu. Hann er þó ekki langt undan, því foreldrar Karls búa í húsinu við hliðina á þeim í Hlíðargötunni. Það er ekki slæm tilgáta að flökkugenin sé að finna í fjöl- skyldu Guðrúnar, því móðir hennar er til dæmis sérlega víð- förul kona. „Mamma er búsett í Danmörku, en er þar í rauninni bara í svona mánuð á ári. Maður- inn hennar er byggingaverkfræð- ingur og þau flakka út um allt vegna vinnunnar hans. Þau voru til dæmis rúmlega eitt ár í Gren- ada, annað í Níkaragúa og þriðja í Gvatemala. Nú eru þau í Noregi. Krakkarnir mínir lærðu mikið í landafræði bara af því að fylgjast með ferðalögum ömmu sinnar á kortinu!“ segir Guðrún og hlær við. Úr hárgreiðsl- unni í fjósið Það er auðheyrt að Guðrún sér ekki eftir þessari skyndiákvörðun sinni flytja til Súðavíkur. Börnin hennar fengu fyrir vikið að upp- lifa sama frjálsræði og hún minn- ist úr eigin æsku á Norðfirði. „Það var hægt að fara út á sjó að veiða, út á bryggju... Maður fann sér alltaf eitthvað skemmtilegt að gera. Við vorum líka mjög heppin, við systkinin. Við erum fimm, fædd á sjö árum. Mamma og pabbi voru mjög dugleg að gera eitthvað með okkur. Pabbi vann að því að setja upp skíðalyft- urnar í Oddsskarði og tók svo að sér að sjá um þær til að byrja með. Svo vann hann líka við að keyra rútur. Við græddum á því, krakkarnir, við fengum að fljóta með honum í rútunni og fara í lyftuna ef hann var að vinna. Við vorum voða mikið á skíðum,“ segir Guðrún, en börnin hennar hafa líka öll æft skíði í einhvern tíma. „Ég ákvað að ég ætlaði ekki að láta það aftra okkur neitt að búa hér; ef þjónustan væri ekki til hér færi ég bara eitthvað annað að sækja hana. Um tíma voru þau þrjú að æfa skíði og þá keyrði ég fleiri, fleiri ferðir í viku út á Ísa- fjörð. Maður lét sig bara hafa það,“ segir Guðrún. Hún er nú heimavinnandi en er lærð hárgreiðslukona, eða rak- ari. „Ég kláraði skólann fyrir sunnan áramótin 1985-‘86 og átti elstu stelpuna mína í janúar ’86. Ég bjó þá fyrir sunnan. Þegar Mæðgurnar Guðrún Elíasdóttir og Mekkín Silfá Karlsdóttir eru afar samrýmdar. Saman hafa þær enda þurft að takast á við ýmsar áskoranir á síðustu árum, frá því að það uppgötvaðist að sjaldgæf- ur hjartagalli gengur í erfðir í fjölskyldu Guðrúnar. Mekkín hafði þá átt við veikindi að stríða frá unga aldri en verið ranglega greind árum saman. Það þarf þó ekki að vera lengi í félagsskap þeirra mæðgna til að verða þess áskynja að þrátt fyrir að ýmislegt hafi dunið á fjölskyldunni er lífs- gleðin við völd og af báðum geisl- ar atorkusemi og kraftur. Það er álíka stutt í hláturinn hjá þeim mæðgum, sem viðurkenna líka báðar fúslega að vera frekar ákveðnar týpur. Guðrún og Mekkín sögðu blaðamanni sögu sína í notalega eldhúsinu í heið- bláu húsi fjölskyldunnar í Súða- vík, þar sem spegilsléttur Álfta- fjörður blasir við út um gluggana. Flökkugenin úr móðurættinni Guðrún Elíasdóttir tekur opn- um örmum á móti blaðamanni á mildum mánudagsmorgni. Í eld- húsinu bíður rjúkandi kaffi og Mekkín slæst fljótlega í hópinn við borðið, þó hún leyfi mömmu sinni að hafa orðið til að byrja með. Blaðamanni leikur enda for- vitni á að vita hvers vegna Guð- rún, sem alin er upp á Neskaups- stað, fluttist til Súðavíkur, en þar hefur hún verið búsett ásamt manni sínum, Karli Guðmundi Kjartanssyni, og fjölskyldu í yfir tuttugu ár. „Ég skrapp hingað fyrst á þorrablót með vinkonu minni, sem þekkti fólk í Súðavík og bauð mér að koma með sér. Ég var þá búsett fyrir sunnan. Eftir þetta fór ég eiginlega bara suður, pakkaði niður dótinu mínu og kom beint aftur,“ segir hún og brosir. „Þegar ég kom keyrandi fyrir Kambsnesið og sá hérna yfir fjörðinn hugsaði ég strax: Vá, hér langar mig að eiga heima. Þetta var eins og þegar ég var að alast upp á Norðfirði; sjórinn og fjöllin og lítið sjávarþorp þar sem allir þekktu alla. Svo kynntist ég auðvitað manninum mínum mjög fljótlega. Hann er héðan og fer ekkert! Það eru bara ég og börnin sem höfum þessi flökkugen,“ segir hún brosandi. Mekkín er yngst fjögurra barna þeirra hjóna, en hún verður fjór- tán ára á árinu og fermdist í vor. Hún er sú eina þeirra sem enn býr heima. Ragnhildur, elsta dótt- ir Guðrúnar, er búsett á Akureyri;

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.