Bæjarins besta


Bæjarins besta - 23.08.2012, Blaðsíða 12

Bæjarins besta - 23.08.2012, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 23. ÁGÚST 2012 Stakkur skrifar > Stakkur hefur ritað vikulega pistla í Bæjarins besta í mörg ár. Skoðanir hans á mönnum og mál- efnum hafa oft verið um- deildar og vakið um- ræður. Þær þurfa alls ekki að fara saman við skoð- anir útgefenda blaðsins. Þrátt fyrir það bera ábyrgðar-menn blaðsins ábyrgð á skrifum Stakks á meðan hann notar dulnefni sitt. Sleppt og haldið Fróðlegt verður að fylgjast með því hvernig ríkisstjórnin ætlar að fara að því að hækka greiðslur í fæðingarorlofssjóð og hækka jafn- framt barnabætur án þess að hækka skatta. Hún ætlar ekki að láta 20 milljarða greiðslu vegna (Ó)sparisjóðs Keflavíkur koma niður á skattgreiðendum. Engu að síður veltir hún fyrir sér að hækka virðis- aukaskatt á gistingu úr 7 í 25,5 prósentustig, sem mun hafa í för með sér að hótelgisting verður 17% dýrari, en nú. Þessar vangaveltur eru einkar athyglisverðar í ljósi þess að margramálaflokkaráðherra (mmf-ráðherra) Vinstri grænna ritaði fyrir nokkrum vikum grein um það að ferðaþjónustan sé vaxtarsproti aukinna tekna almennings, og ríkissjóðs að sjálfsögðu. Þar sé ljósið að finna þegar kemur að fram- förum Íslendinga. Verði þessar hugmyndir að veruleika er ljóst að mmf-ráðherrann hugsar fyrst og fremst um ríkiskassann en síður um atvinnu af ferðaþjónustu fyrir þá sem eiga að borga skattana. Hlægileg var hún í besta falli hugmyndin um gistináttaskattinn, sem skellt var á hótel, gistiheimili, bændagistingu og tjaldsvæði, án samráðs við forsvarsmenn ferðaþjónustunnar á Íslandi. En hún var ekki grátbroslegri en það, að ríkisstjórnin gerði hana að veruleika með aðstoð alþingis. En alþingi verður ekki nefnt lengur án þess að skynsamt fólk velti því fyrir sér hvað þar hafi gerst. Eggj- um var kastað í ólátabyltingunni fyrir þremur og hálfu ári, en fæst lentu á þingmönnum. Formaður Samfylkingar og ákafasti talsmaður evrópusamabandsaðildar Vinstri grænna munu víst hafa orðið fórnarlömb eggjakasts. Nýju þingmennirnnir voru ekki þeim megin þegar mest gekk á og hafa því líkast til ekki vankast við það. En þeir hafa hvorki lyft ásýnd alþingis né starfsháttum þess líkt og vonast hafði verði til. Samt er sá grunur áleitinn að margir alþingismenn hafi fengið eitthvað í höfuðið og það meira en flugu. Eru þær þó margar á ferli á þeim vettvangi innan alþingis ef eitt- hvað verður ráðið í störf þess, einkum miðað við árangur. Ekki er vitað hvort það er fagnaðarefni að nú skuli beitt aðhaldi í ríkisfjármálum sem nemur einu prósentustigi. Niðurskurður undanfarinna ára samfara stöðnun arðbærra framkvæmda er dauft leiðarljós á vegferðinni að alþingiskosningum, hvenær sem þær fara fram. Verði nýr skattur á gistingu að veruleika mun hann hafa slæmar ófyrirsjáanlegar afleiðingar strax og ekki síður til lengri tíma. Þá mun kreppa að ferðaþjónustunni, þó með þeim fyrirvara að líkast til þarf að flytja fleiri Íslendinga úr landi á vit norrænnar velferðar og atvinnu. Þær eru verðar athygli tölurnar um að 26 prósent skattgreiðenda standi undir 80 prósentum skattsins. Ef ofan á það bættist 17 prósent hækkun gistingar er hætt við að ferðþjónusta á Vestfjörðum kynni að eiga erfitt uppdráttar líkt og um allt land. Tekjuaukinn yrði lítill, hugsanlega tap og þá þyrfti að finna norræna velferð handa þeim sem misstu atvinnu. Flókið er samhengið ekki. Það verður ekki bæði sleppt og haldið. Sé kakan etin verður hún ekki geymd. 22 börn undir 18 mánaða bíða eftir leikskólaplássi Tuttugu og tvö börn eru á bið- lista eftir leikskólaplássi í Ísa- firði en aðeins eitt þeirra er eldri en 18 mánaða. Biðlistinn telst því varla virkur þar sem miðað er við að öll börn 18 mánaða og eldri fái dagvistun- arpláss í sveitarfélaginu. Að sögn Sigurlínu Jónasdóttur, leikskólafulltrúa Ísafjarðarbæj- ar, var umsóknin fyrir barnið sem er yfir þeim aldri að koma í hús og verður reynt að koma því barni inn í haust. Búið er að fylla í öll pláss á Eyrarskjóli og Sólborg á Ísa- firði. Þrír aðrir leikskólar eru í sveitarfélaginu en þeir eru Tjarnarbær á Suðureyri, Lauf- ás á Þingeyri og Grænigarður á Flateyri. – thelma@bb.is Íhuga að aðstoða Súðavíkurhrepp „Ég taldi eðlilegt að þetta mál kæmi inn á borð ríkis- stjórnarinnar, hún yrði upplýst um málið sem er alvarlegt,“ sagði Ögmundur Jónasson inn- anríkisráðherra í samtali við RÚV, en hann útilokar ekki að stjórnvöld taki þátt í þeim mikla kostnaði sem hlotist hefur vegna sinubruna Laugardal í Ísafjarðardjúpi. Áætlaður kostn- aður Súðavíkurhrepps vegna slökkvistarfs mun nema níu prósentum af skatttekjum sveit- arfélagins, eða tæplega sjö milljónum króna. Ómar Már Jónsson, sveitarstjóri í Súða- vík, óskaði eftir fjárstuðningi vegna kostnaðarins, en alls brunnu um tíu hektarar lands og þrjátíu manns unnu við slökkvistarf þegar mest lét. Súðavíkurhreppur áætlar að hátt í fimmtán hundruð vinnu- stundir hafi farið í slökkvistarf. Ögmundur gerði grein fyrir kostnaðinum á ríkisstjórnar- fundi. „Það er til marks um hve miklar áhyggjur við höfum af þessu máli að það skuli tekið inn á borð ríkisstjórnarinnar en hinsvegar hafa engar ákvarð- anir verið teknar í þessu efni. Við eigum eftir að fara yfir þetta og munum fara yfir það með forsvarsmönnum hreppsins á næstu dögum,“ sagði Ög- mundur við RÚV. Sinueldur kviknaði í Laug- ardal í Ísafjarðardjúpi föstudag- inn 3. ágúst og stóðu slökkvi- störf yfir í viku. – gudmundur@bb.is Þetta eru gleðifréttir, við höf- um barist fyrir þessu í nokkurn tíma,“ segir Ragnheiður I. Ragn- arsdóttir leikskólastjóri á leik- skólanum Glaðheimum í Bolung- arvík, en bæjarráð Bolungarvíkur hefur ákveðið að að fjölga börn- um í leikskóla sveitarfélagsins frá og með næstu áramótum. Börnum verður fjölgað úr 53 í 58, sem þýðir að öll börn af virk- um biðlista komast inn í skólann um áramót. Leikskólinn fer þá úr öðrum flokki yfir í þann þriðja, en leikskólaflokkum er skipt upp eftir barnafjölda. „Við höfum að- eins mátt hafa 53 börn í skólanum því ef við færum fyrir 54 þá fær- um við yfir í þriðja flokk. Því fylgir aukinn kostnaður,“ segir Ragnheiður, en Bolungarvíkur- kaupstaður hefur nú ákveðið að stíga skrefið til fulls. Kostnaðurinn við breytinguna felst aðallega í auknum stjórn- unartíma aðstoðarskólastjóra leikskólans. Aðstoðarskólastjór- ar leikskóla í þriðja flokki verja gjarna litlum sem engum tíma sem deildarstjórar, og vill Ragn- heiður að sú verði einnig raunin í Bolungarvík. „Aðstoðarskóla- stjórinn okkar er einnig deildar- stjóri en við viljum taka hann út úr deildarstjórn. Í vor stefnum við því að því að ráða inn nýjan deildarstjóra, og förum þá úr tveimur deildarstjórum yfir í þrjá,“ segir Ragnheiður. Ragnheiður segir að með breytingunni fái öll börn á leik- skólaaldri á virkum biðlista inn- göngu við áramót. „Nú höfum við náð að leysa biðlistavandann. Það er ömurleg staða að fá ekki vistun fyrir barnið sitt og sem betur fer gekk þessi breyting í gegn.“ – gudmundur@bb.is Fleiri leikskólapláss

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.