Bæjarins besta


Bæjarins besta - 23.08.2012, Blaðsíða 10

Bæjarins besta - 23.08.2012, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 23. ÁGÚST 2012 áreynslu, segir Mekkín að sér hafi liðið ágætlega. „Ég var að minn- sta kosti ekkert hrædd við þetta lengur. Læknirinn útskýrði þetta fyrir mér og sagði að flogaveiki væri ekkert hættuleg. Þá var ég ekkert hrædd lengur, hélt bara áfram að hamast þangað til að leið yfir mig. Þá stoppaði ég,“ segir hún og brosir. Læknarnir héldu áfram að reyna að fínstilla lyfjaskammtinn en drógu svo úr honum undir lokin, í þeirri von að meint floga- veiki Mekkínar væri að ganga yfir, eins og hún gerir stundum hjá börnum. Rétt greining fékkst ekki fyrr en í febrúar 2010, þegar systir Guðrúnar hneig niður í hjartastoppi. Hnoðuð í átján mínútur Þegar síminn hringdi seint á þessu febrúarkvöldi var Guðrún fljót að átta sig á því að eitthvað væri að. Í símanum var yngsti bróðir hennar, Elli Steini, sem er búsettur í Fellabæ, rétt eins og Nonna systir hennar. „Elli spurði hvort ég væri heima. Ég sagði að auðvitað væri ég það, hann hefði hringt í heimasímann! Hann var svo utan við sig að hann heyrði varla í mér. Hann sagði bara: „Nonna datt niður á þorrablóti. Það lítur ekki vel út.“ Ég held ég hafi fengið vægt taugaáfall við þessar fréttir, ég man að ég titraði og skalf,“ segir Guðrún. „Nonna var sem sagt á þorra- blóti og var búin að syngja þrjár línur í einhverjum brag uppi á sviði þegar hún datt allt í einu niður. Á fremsta borðinu á þessu þorrablóti sátu, sem betur fer, sjúkraliðar og hjúkrunarfólk, sem sáu strax að þetta var ekki venju- legt yfirlið. Þau stukku upp á svið og þá var hún í hjartastoppi. Hún var rifin fram og byrjað að hnoða. Þau hnoðuðu í 18 mínútur, þar til löggan kom með stuðtæki. Ég veit ekki hvað þau gáfu henni oft stuð þar til hún tók við sér. Þá var sjúkrabíllinn kominn. Svo var brunað niður á Eskifjörð á móti lækninum. Ég veit svo ekki, og maðurinn hennar mundi ekki, hvað þau þurftu að stoppa oft til að gefa stuð á leiðinni, en það var nokkrum sinnum,“ segir hún frá. Nonna var flutt með sjúkra- flugi til Akureyrar þá um kvöldið og næsta morgun ákváðu Guðrún og Karl að keyra norður. „Ég var alveg viðþolslaus hérna heima og fannst skárra að vera þar. Nonna hafði verið kæld niður þegar hún kom og var haldið sofandi. Hún hafði fengið matar- leifar ofan í lungu og bjúg við heilann og enginn vissi hvernig hún kæmi út úr þessu. Hún var náttúrulega hnoðuð í átján mín- útur. Það þarf ekki nema fjórar til sex mínútur án súrefnis, eða hvað það er, áður en eitthvað fer að skemmast,“ segir Guðrún. Hún og Karl voru fyrir norðan í um viku tíma og þar fóru hlutirnir að skýrast. „Á meðan við vorum fyrir norðan sagði læknir þar við okkur að hann væri hræddur um að þetta væri genetískur sjúkdómur, Long QT syndrome. Hann hafði verið að skoða skýrslurnar hennar Nonnu og fannst hann sjá þetta í þeim. Hann vildi taka blóðprufur úr okkur öllum systkinunum upp á frekari rannsóknir. Hann sendi blóðprufu úr Nonnu út í tékk. Þegar það kom í ljós að hún væri með þetta syndrome var ákveðið að foreldrar hennar, systkini og börn systkinanna færu öll í DNA- próf. Þá var búið að finna þetta gallaða gen og því lítið mál að tékka á fleirum,“ útskýrir Guð- rún. Þegar grænt ljós var gefið á að taka fleiri fjölskyldumeðlimi í rannsókn var Mekkín stödd fyrir austan, í heimsókn hjá Mayu, annarri systur Guðrúnar. Hún fór í blóðprufu þar og var líka sett í hjartalínurit, gagngert til að skoða þetta svokallaða QT-bil á milli hjartslátta. Það þótti nánast óþarfi að bíða eftir niðurstöðunni úr DNA-rannsókninni. Miðað við sögu Mekkínar og hjartalínuritið þótti auðsýnt að hún hefði þetta sama heilkenni. Adrenalín hættulegt Long QT syndrome lýsir sér þannig að rafboð í hjartanu fara úrskeiðis. Hjartslátturinn truflast þá og verður óreglulegur. Það getur aftur leitt til þess að hjartað stöðvist. „Það sést í rauninni ekk- ert á hjartanu, ekki heldur eftir að fólk er látið. Þetta kemur ekki í ljós í krufningu. Það eina sem sést, hjá sumum, er þetta langa QT-bil, sem syndrome-ið heitir eftir. Í okkar fjölskyldu er þetta syndrome númer eitt, en það er til í mörgum útgáfum. Hjá okkur tengist þetta því að mikið adrena- línflæði í líkamanum hefur slæm áhrif og rafboðin í hjartanu fara að riðlast. Líkamleg áreynsla kemur þessu þess vegna af stað, og það að fara í kaf og vera svona úr jafnvægi eins og í sundi virðist líka hafa slæm áhrif. Það má svo alls ekki gefa okkur adrenalín,“ útskýrir Guðrún. Í öðrum afbrigðum heilkenn- isins er um að ræða aðrar orsakir fyrir því að rafboðin í hjartanu riðlast en adrenalín. „Ég veit að syndrome tvö er þannig að fólki má alls ekki bregða. Það þarf kannski ekki meira en að dyra- bjalla eða vekjaraklukka hringi og þá getur hjartað stoppað. Ef fólk er með syndrome þrjú gerist þetta í svefni,“ heldur hún áfram. Heilkennið er hins vegar alls ekki algengt og fjölskyldan hefur rekið sig á að jafnvel læknar eru því ekki kunnugir. „Margir læknar höfðu aldrei heyrt um þetta. Það voru einna helst yngri læknar sem höfðu ver- ið í námi erlendis sem höfðu kynnst þessu þar,“ segir Guðrún. „Það gat heldur enginn læknir frætt okkur mikið um þetta. Það sem við vitum höfum við að mestu leyti fundið sjálf á netinu. Við gátum ekki leitað í nein samtök, og það var sko enginn sem rétti manni einhvern fræðslubækl- ing,“ segir hún og hlær við. Fjölskyldusag- an í nýju ljósi Eftir að systir Guðrúnar, og svo Mekkín, voru greindar með heilkennið fór fjölskyldan öll í tékk. Guðrún gerði sér grein fyrir því að hún hlyti sjálf að hafa sjúkdóminn. „Það verður einhver að bera þetta svo hann erfist. Það eru helmingslíkur á því að börn erfi þetta frá foreldrum, en Mekk- ín er sú eina barnanna minna sem hefur fengið þetta,“ segir Guðrún frá. Af systkinum hennar eru það hún, áðurnefnd Nonna og yngsti bróðirinn, Elli Steini, sem greindust með heilkennið. Engin dætra Nonnu hefur erft það, en það hafa Mekkín og yngsti sonur Ella Steina hins veg- ar gert. Móðir Guðrúnar er sömu- leiðis með heilkennið. Þessi uppgötvun gerði að verk- um að fjölskyldusaga Guðrúnar birtist skyndilega í nýju ljósi. „Þegar það kom í ljós að mamma var með þetta var farið að rann- saka systkini mömmu. Þar sem ein systir hennar var dáin var ákveðið að rannsaka líka börnin hennar. Þá kom í ljós að sonur hennar var með þetta og elsta dóttir hans. Þessi systir mömmu hneig niður og dó bara 24 ára gömul. Það var alltaf talið að það hefði verið blóðtappi eða eitthvað slíkt, en nú þykir alveg ljóst að þessi sjúkdómur hafi verið dánar- orsökin. Það var eins með ömmu heitna, hún var að koma heim úr vinnunni einn daginn þegar hún hneig niður. Hún var bara fimm- tíu og fjögurra ára,“ segir Guðrún frá. Þegar hún sjálf fór að líta um öxl rifjuðust líka upp fyrir henni tvö skipti þar sem heilkennið hef- ur bersýnilega verið að verki. „Í fyrra skiptið var ég um sjö ára, í barnaskóla. Við vorum að æfa fyrir árshátíðina niðri í félags- heimili og áttum svo að hlaupa upp í skóla í hádeginu. Ég hljóp af stað en gat svo ekki andað, datt niður og vissi ekki meira af mér. Þegar ég rankaði við mér stóð gamall maður yfir mér. Hann veifaði afa, sem átti akkúrat leið hjá, og hann fór með mig heim. Mamma fór svo með mig á spít- ala. Það kom aldrei í ljós hvað var að mér en þarna hef ég ör- ugglega fengið svona krampa. Í seinna skiptið var ég orðin ungl- ingur og var að taka próf í flug- sundi. Þegar ég var að verða kom- in að bakkanum sökk ég bara allt í einu. Ég var dregin upp úr og rankaði ekki við mér fyrr en uppi á spítala. Þeir vissu heldur ekkert hvað var að þá,“ segir hún. Það má því segja að ákveðið lán í óláni hafi verið fólgið í því þegar systir Guðrúnar hneig niður á þorrablótinu, því annars er með öllu óvíst að Mekkín og aðrir meðlimir fjölskyldunnar hefðu fengið rétta greiningu tímanlega. „Það er í rauninni heppni að þetta uppgötvaðist. Það er víst rosalega algengt að þessi sjúkdómur sé greindur sem flogaveiki, út af krömpunum. Á Facebook er hópur þar sem fólk með þennan sjúkdóm víðsvegar að úr heimin- um talar saman. Í sumum tilvik- um hefur fólk verið greint með flogaveiki í yfir tuttugu ár. Það er ekki fyrr en börn þess fara að deyja sem það kemur í ljós að það var þetta sem var að allan tímann,“ segir Guðrún og hristir höfuðið. Greiningin bæði áfall og léttir Eftir allt sem á undan var gengið, hvernig leið þeim mæðg- um þá eftir að þær höfðu fengið ákveðna sjúkdómsgreiningu? „Þetta var í rauninni bæði áfall og léttir. Það var léttir að komast loksins að því hvað var að. Samt var þetta líka áfall. Það eru alltaf helmingslíkur á því að fólk sem ber þetta í sér beri það áfram til barnanna sinna. Ég fór að hugsa... Hefði maður gert eitthvað öðru- vísi ef maður hefði vitað þetta áður en maður fór að eiga börn? Það eru svona spurningar sem vakna með manni,“ segir Guðrún. Mekkín samsinnir því að grein- ingunni hafi fylgt blendnar til- finningar. „Ég var bæði glöð að það væri búið að finna út hvað þetta væri, en líka sár yfir því að vera með þetta,“ segir hún. „Þetta er auðvitað rosalegur skellur fyrir stelpu á hennar aldri sem var á kafi í íþróttum. Allt í einu mátti hún ekki vera í fótbolta eða gera hitt og þetta,“ bætir Guðrún við. Þær mæðgur hafa nú báðar fengið ígræddan svokallaðan bjargráð. Mekkín varð fyrri til að fara í aðgerð og lagðist undir hnífinn 1. apríl 2011, en Guðrún í október sama ár. Bjargráðurinn virkar þannig að ef að hjartsláttur verður óreglulegur grípur hann í taumana, eins og gangráður, og reynir að jafna hann út. Ef það mistekst og hjartsláttur stöðvast algerlega hleður tækið sig í nokkrar sekúndur og gefur því næst stuð, rétt eins og hjartastuð- tæki sem notuð eru við endurlífg- un. Það var ekki langt um liðið frá aðgerð Mekkínar þar til reyndi á tækið, sem sannaði þar ágæti sitt. „Ég fékk hjartastopp í júlí í fyrra, þegar ég var á fótboltaæfingu. Læknirinn leyfði mér að spila fótbolta fyrst eftir aðgerðina, en eftir þetta bannaði hann mér alveg að vera með í heilt ár,“ útskýrir hún. „Þetta hefur auðvitað verið þannig að síminn hefur verið límdur við mig,“ segir Guðrún. „Þegar Mekkín hefur farið á fót- boltaæfingar eða eitthvað slíkt hef ég bara verið tilbúin að hlaupa. Í þetta skiptið hringdi þjálfarinn, sagði að hún hefði dottið niður og ég brunaði bara af stað,“ segir Guðrún og Mekkín flissar. „Hún keyrði bara inn á miðjan fótboltavöllinn!“ segir hún og hlær við. Guðrún sótti dóttur sína og hélt heim á leið. „Um kvöldið fór Mekkín svo að fá ofboðslega verki. Ég hafði grun um að það væri vegna stuðsins – að maður gæti fengið verki í vöðvana í kring í kjölfar þess. Ég hringdi í systur mína og rétti Mekkín svo símann. Þær gátu spjallað saman um þetta og systir mín kannaðist einmitt vel við þessa verki. Þarna var til dæmis mjög gott að geta talað við einhvern sem er í sömu sporum,“ segir Guðrún. Næsta dag áttu þær tíma hjá hjartalækninum í Reykjavík. „Þá var lesið af tækinu og við sáum hvernig þetta gerðist. Línuritið byrjar nokkuð eðlilegt, svo koma allt í einu svaka truflanir og svo bara „flatline“ eins og þetta er kallað. Svo sést rosalegt stuð og þá hefst hjartslátturinn aftur,“ segir Guðrún frá. Eiga að fara sér hægt Í kjölfar þessa hjartastopps var Mekkín bannað að taka þátt í fótbolta og öðrum ærslaleikjum í heilt ár. Þar með var sjúkdóm- urinn farinn að hafa bein áhrif á daglegt líf þessarar hressu íþrótta- stelpu. Auk þess að hafa bjarg- ráðinn taka þær mæðgur hjartalyf en eiga einnig að reyna að forðast aðstæður þar sem adrenalínið fer að flæða. „Þetta er í rauninni tækið, lyfin og nýr lífsstíll. Maður þarf að hægja á sér og sjá hvað maður kemst langt,“ segir Guð- rún. Mekkín hefur þurft að sætta sig við að mega ekki spila fótbolta og átti, sem áður segir, að forðast allar íþróttir í heilt ár. Ekki er nóg með að hún geti farið í hjarta- stopp heldur getur bjargráðurinn einnig orðið fyrir hnjaski í íþrótt- um og leikjum. Fyrir utan þetta álag segist Mekkín líka hafa mætt töluverðu skilningsleysi sem henni hefur þurft erfitt að takast á við. „Sumir kennararnir í skól- anum skildu til dæmis ekki að ég mætti ekki taka þátt í keppnis- leikjum á útivistardögum í skól- anum og svoleiðis. Þegar ég var að reyna að stelast í fótbolta í skólanum var mér líka sagt að fara bara út af fyrst ég gat ekki hreyft mig – bara af því að ég gat ekki hlaupið með boltann,“ segir hún. „Fólk skildi heldur ekki hvað þetta er alvarlegt. Eygló vinkona mín, sem hefur séð mig hníga niður á fótboltamóti skilur núna hvernig þetta er, og Dana vinkona

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.