Bæjarins besta - 23.08.2012, Side 11
FIMMTUDAGUR 23. ÁGÚST 2012 11
mín sem ég fór með til Dan-
merkur í sumar skilur þetta líka.
Í skólanum eru tveir sem skilja
þetta; Herdís stelpan sem bjarg-
aði mér úr sundlauginni og svo
frændi minn. Hann var reyndar
fyrst eitthvað leiðinlegur við mig
af því að ég gat ekki gert neitt í
fótboltanum, en eftir að ég datt
niður þarna á fótboltamótinu í
Bolungarvík fattaði hann hversu
alvarlegt þetta var. Og auðvitað
eftir að ég datt niður með hjarta-
stopp í fótboltanum hér, þá voru
allir krakkarnir í sjokki,“ segir
Mekkín frá.
Mekkín og fjölskylda hafa
leitað leiða til að gera henni kleift
að stunda íþróttir áfram þó að
fótbolti sé of mikil áreynsla. „Það
er nú ekki oft sem maður óskar
þess að börnin séu tölvusjúkl-
ingar og vilji bara vera inni í
tölvunni, en við vorum orðin
mjög stressuð yfir þessu. Við
fengum golfsett til að athuga
hvort hún gæti ekki farið að leika
sér í golfi, en það gekk nú frekar
illa,“ segir Guðrún og brosir og
Mekkín skellir upp úr. „Ég hitti
kúluna aldrei, sko. Og ef ég hitti
hana fór hún í öfuga átt!“ Síðast-
liðinn vetur stundaði hún hins
vegar badminton. Skólinn hefur
einnig komið til móts við hana
með því að bjóða henni tónlistar-
nám í staðinn fyrir íþróttir. „Hún
hafði verið að læra á píanó í mörg
ár og fær núna að stunda það í
skólanum. Það finnst okkur frá-
bært. Við ætluðum að láta hana
hætta í tónlistarnáminu, þetta var
orðið svo dýrt. Við vorum stund-
um að hendast suður einu sinni í
viku, sem kostaði nú bara sextíu
þúsund skiptið fyrir okkur tvær,“
útskýrir Guðrún.
Tekst á við kvíða
Sjúkdómsgreiningin hefur líka
haft ákveðnar andlegar afleiðing-
ar. Eftir hjartastoppið í júlí í fyrra
fylltist Mekkín til dæmis miklum
kvíða. „Krakkar á þessum aldri
eiga ekki einu sinni að vita hvað
dauðinn er! Þeim finnst þau
ódauðleg. En þarna kom skellur-
inn,“ segir Guðrún. „Hún fylltist
kvíða og þorði varla ein út að
labba. Kvíðinn er svo aftur sam-
tengdur hjartanu; ef maður er
kvíðinn og stressaður fær maður
hjartslátt, þá verður maður enn
kvíðnari og svo framvegis. Hún
var farin að rugla þessu öllu
saman og gat ekki gert greinar-
mun á því hvað var hvað. Hún
fór þess vegna að fara til sálfræð-
ings fyrir sunnan sem hefur
hjálpað henni heilmikið að vinna
sig út úr þessu,“ segir Guðrún.
„Eftir að ég vissi af hjartasjúk-
dómnum, að ég gæti farið í hjarta-
stopp, varð ég svo hrædd við að
detta niður. Ég verð mjög hrædd
um að þetta komi fyrir ef ég er að
hlaupa og sérstaklega ef ég er
ein. Þá getur náttúrulega enginn
komið til mín ef eitthvað gerist.
Mig langar heldur ekki að detta
niður fyrir framan alla og reyni
að forðast það. Ég vil frekar bara
vera í kringum mömmu, eða bara
eina vinkonu, ekki allan krakka-
hópinn – og hvað þá í kringum
ókunnuga,“ segir Mekkín.
Þó að Long QT syndrome sé
sjaldgæft á Íslandi er starfrækt
hér ansi öflugt félag hjartveikra
barna, Neistinn. Mekkín er þegar
búin að kynna sér starfsemi þess,
sem fer því miður öll fram í
Reykjavík. „En ef maður skráir
sig getur maður sótt um að fara í
sumarbúðir hjartveikra barna alls
staðar að á Norðurlöndunum,
sem eru haldnar úti. Það er árið
eftir fermingu sem það er hægt
að fara. Ég er að spá í sækja um.
Það væri gaman að kynnast ein-
hverjum krökkum sem eru með
eitthvað svipað og ég,“ segir hún.
Mekkín er enda afar opin fyrir
ævintýrum. Áðurnefnd Dan-
merkurferð var til að mynda
skyndihugdetta hennar og vin-
konu hennar.
Óheppileg
adrenalínfíkn
„Við pabbi hennar vorum þá
búin að ákveða að nú skyldum
við fara í frí bara tvö saman, eftir
allt sem var búið að ganga á síð-
ustu árin. Mekkín var nú ekki
sátt við það,“ segir Guðrún og
þær hlæja. „Dana vinkona hennar
kom og var hérna hjá henni og
afi hennar og amma eru í næsta
húsi, svo við vorum nú nokkuð
róleg. Við brunuðum suður,
keyptum fyrstu farseðlana sem
við fundum á tilboði og fórum til
Varsjár í viku. Tveimur dögum
fyrir brottför hringdi Mekkín og
var þá að panta miða til Dan-
merkur fyrir sig og vinkonu
sína!“ segir Guðrún frá. Brynjar
móðurbróðir Mekkínar og Sunna
frænka Dönu eru bæði búsett í
Danmörku og voru meira en til í
að taka á móti stúlkunum, svo
þær létu slag standa og keyptu
sér miða.
Mekkín og Dana voru í Dan-
mörku í tvær vikur og það er
auðheyrt að skemmtigarðarnir
þar í landi voru á meðal eftir-
minnilegustu hluta ferðarinnar.
„Ég má nú reyndar ekki fara í
rússíbana, en ég stóðst það ekki
alveg...“ segir Mekkín og lýsir
tækjunum sem hún prófaði í
Tívolíi, á Bakken og í Bonbon-
landi af svo mikilli innlifun að
blaðamann fer að sundla við eld-
húsborðið. Guðrún hristir höf-
uðið: „Þessi adrenalínfíkn okkar
er alveg ferleg! Hún á svo að fara
í gangráðstékk í næsta mánuði.
Það verður nú ábyggilega eitt-
hvað spurt út í hvað hún var að
gera þessa daga,“ segir hún, en
Mekkín er með svarið á reiðum
höndum: „Ég ætla að segja að ég
hafi verið með tölvuna of nálægt
mér! Hún getur truflað tækið. Ég
má ekki heldur tala í símann þeim
megin sem bjargráðurinn er,“
segir hún frá.
Og það er ekki bara Mekkín
sem skemmtir sér vel þegar
adrenalínið flæðir. „Í dag finnst
mér voðalega gaman að föndra,
púsla og lesa,“ segir Guðrún.
„Samt er ég adrenalínfíkill í mér,
það er bara þannig. Ég var harð-
ákveðin í að prófa fallhlífastökk
og ég veit ekki hvað og hvað.
Við erum öll svona, systkinin,
svo það er mjög erfitt að gíra sig
niður í það að vera svona róleg
týpa sem rennur varla í blóðið!“
segir hún og hlær við. „Ég hef
alltaf verið manneskjan sem veð-
ur bara áfram. Ég hætti reyndar
að horfa á hryllingsmyndir þegar
ég var fimmtán, sextán ára, ég
fann bara hvað mér leið illa þegar
spennan varð of mikil,“ segir
Guðrún, sem segir meiðslin sem
hún varð fyrir í fæðingu fyrstu
dóttur hennar kannski hafa verið
af hinu góða, ef svo mætti segja.
„Lífbeinið sprakk í fæðingunni
og það uppgötvaðist ekki fyrr en
rúmum tuttugu árum síðar. Það
háði mér auðvitað allan tímann,
en eftir á að hyggja var það kann-
ski bara af hinu góða. Ég neyddist
til að fara mér hægar. Og kannski
er það þess vegna sem ég hef
ekki lent í neinu með hjartað,“
segir hún og hlær við.
Þessi hlátur, hvers tilefni er
sprungið lífbein, sem blaðamaður
telur óhætt að fullyrða að valdi
alla jafna ekki sérstakri kátínu
þeirra sem það þurfa að upplifa,
er lýsandi fyrir þær mæðgur eins
og blaðamaður hefur kynnst þeim
á eldhússpjallinu. Lífsglaðar,
samrýmdar og jákvæðar. „Já, við
látum þetta ekkert buga okkur.
Við erum bara í stuði,“ segir Guð-
rún sposk að lokum.
– Sunna Dís Másdóttir.