Bæjarins besta


Bæjarins besta - 23.08.2012, Blaðsíða 14

Bæjarins besta - 23.08.2012, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 23. ÁGÚST 2012 Auglýsing um skipulagslýsingu vegna deili- skipulagsgerðar í Vesturbotni í Vesturbyggð Gerð hefur verið svokölluð lýsing vegna fyrirhugaðrar deiliskipulags í frístundabyggð í Vesturbotni Skipulagslýsingin er nú til kynningar í sam- ræmi við 30 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Fyrirhugað deiliskipulag nær yfir hluta jarðarinnar Vesturbotn sem er í eigu Vesturbyggðar. Skipulagssvæðið er um 80 ha að stærð. Helsta mark- mið með gerð deiliskipulagsins er að bjóða upp á lóðir í fallegu umhverfi þar sem áhugasamir einstaklingar eða félagssamtök geta m.a. unnið að uppgræðslu og landbótum. Ennfremur verði lögð áhersla á að mynda heildstætt frístundahúsahverfi, sem fellur sem best að umhverfinu. Öll mannvirki, sumarbústaðir, lóðamörk og bílastæði verði eins lítið áberandi og frekast er kostur. Skipulagslýsingin er á heimasíðu Vesturbyggðar www.vesturbyggd.is og hjá tæknideild Vesturbyggðar að Aðalstræti 75 frá 15. ágúst til 5. september 2012. Athuga- semdir við skipulagslýsinguna skulu berast Skrifstofu Vesturbyggðar, Aðalstræti 63, 450 Patr- eksfirði eigi síðar en 5. sept. 2012 og skulu þær vera skriflegar. Eftir kynningu á skipulagslýsingunni verður fjallað um deiliskipulagið og það kynnt samkvæmt skipulagslögum nr. 123/2010. Ármann Halldórsson, byggingarfulltrúi Vesturbyggðar. „Þessi tillaga er gjörsamlega forkastanleg og mun hafa mikil og neikvæð áhrif. Ekki síst á Vestfjörðum og annars staðar á landsbyggðinni. Þar er vandinn sem við glímum við sá að tíminn sem ferðamenn koma á er alltof stuttur,“ segir Einar Kristinn Guðfinnsson þingmaður Sjálf- stæðisflokksins í Norðvestur- kjördæmi. Einar er ósáttur við áætlan stjórnvalda að hækka virðisaukaskatt á gistingu á næsta ári úr sjö prósent yfir í 25,5 prós- ent. Einar segir að nýtingin á fjárfestingum í ferðaþjónustu á landsbyggðinni sé of lítill nú þegar. „Vetrarferðamennska og komur ferðamanna utan háanna- tíma hefur aukist á síðustu árum, en gallinn er sá að það skilar sér í alltof litum mæli út á lands- byggðina.“ Einar telur fyrirhugaða skatta- hækkun stjórnvalda sérlega al- varlega fyrir ferðaþjónustuna á landsbyggðinni. „Og rökin fyrir þessu eru ekki upp á marga fiska. Það er bent á að aukning sé í ferðaþjónustu og hún njóti góðs af lægra gengi. Það er rétt. En á það ekki við um aðrar greinar?“ segir Einar og bendir á endur- greiðslu á sköttum vegna kvik- myndagerðar sem laða að stór- stjörnur. „Er þá ætlunin að hverfa frá því? Matvæli eru í lægra þrepi virðisaukaskatts og innlend mat- vælaframleiðsla hefur styrkt samkeppnisstöðu sína með lægra gengi. Er þá ætlun ríkisstjórnar- innar að hækka virðisaukaskatt á matvæli?“ Ferðaþjónustu er ekki hægt að tala um aðeins á tyllidögum og setja henni svo stólinn fyrir dyrn- ar að mati Einars, sem telur að hækkunin muni komi illa við vestfirska ferðaþjónustu „Ríkis- stjórnin gumar af því að komum ferðamanna hafi fjölgað vegna þess að lagt hafi verið í markaðs- átak með tilstyrk stjórnvalda. Þessar boðuðu skattahækkanir eru margöld sú upphæð sem ríkis- sjóður lagði í það verkefni. Þetta heitir því að taka það með vinstri hendinni sem hin hægri réttir, og margfalt það,“ segir Einar Krist- inn Guðfinnsson. – gudmundur@bb.is Ósáttur fyrirhugaða hækkun Hækkun virðisaukaskatts kemur illa fyrir vestfirska ferðaþjónustu „Ísland er ekki eini áfangastað- urinn í heiminum og þar sem er val er verð borðið saman. Það er algerlega ljóst að þetta mun skila sér út í verðlagið,“ segir Gústaf Gústafsson framkvæmdastjóri Markaðsstofu Vestfjarða. Stjórn- völd áforma nú að hækka virðis- aukaskatt á gistingu í maí á næsta ári úr lægra skattþrepi, sem er sjö prósent, í hærra skattþrepið sem er 25,5 prósent. Samtök ferðaþjónustunnar hafa mótmælt áformum ríkisstjórnarinnar harð- lega og segja að með þeim sé dregið úr samkeppnishæfni ís- lenskrar ferðaþjónustu. Gústaf segir líklegt að ferðaþjónustan á Vestfjörðum muni ekki þola slíka hækkun. „Það kæmi mér verulega á óvart að þessi hækkun kæmi vel við jafn árstíðabundin ferðaþjón- usta og er á Vestfjörðum. Hlut- verk opinberra aðila ætti frekar að hlúa að þeim vaxtarsprota sem að ferðaþjónustan er,“ segir Gúst- af, sem telur ferðaþjónustuna vera það mikla innspýtingu í hag- kerfið að hún sé mun verðmætari heldur en umrædd skattahækkun. „Það kemur ekki vel við okkur að hækka verðið núna. Án þess að vera með nákvæmar tölur fyrir framan mig tel ég að sú litla upphæð sem er afgangs hjá ferða- þjónustuaðilum á Vestfjörðum sé notuð í uppbyggingu á mann- virkjum og aðrar fjárfestingar.“ Oddný G. Harðardóttir fjár- málaráðherra hefur sagt að nú sé mikill vöxtur í ferðaþjónustunni í landinu, en mikilvægt sé að greinin vaxi á raunverulegum for- sendum en ekki á grundvelli um- bunar umfarm aðrar greinar. Oddný vísar þar í 7% undanþágu skattþrepið sem ferðaþjónustan hefur verið í síðan árið 2007. Gústaf telur að breytingar sem þessar verði hinsvegar að gera varlega. „Það er vissulega ekki réttlætanlegt að ferðaþjónustan skili minni til samfélagsins en aðrar þjónustugreinar, en skattar eru ekki eina leiðin til þess eða eini mælikvarðinn á það. Því fer fjarri. Hér á Vestfjörðum bætir ferðaþjónustan og eykur menn- ingar- og þjónustustig svo um munar og eykur þannig styrk hag- kerfisins,“ segir Gústaf. – gudmundur@bb.is Fjölmargir ferðamenn sækja Vestfirði heim á hverju ári.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.