Bæjarins besta


Bæjarins besta - 07.11.2013, Blaðsíða 4

Bæjarins besta - 07.11.2013, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER 2013 Útgefandi: Gúttó ehf., kt. 680501-2620 Afgreiðsla og ritstjórn: Silfurgötu 1, Ísafirði, sími 456 4560 Ritstjóri BB og bb.is: Sigurjón J. Sigurðsson, 892 5362, bb@bb.is Ábyrgðarmenn: Halldór Sveinbjörnsson, Sigurjón J. Sigurðsson. Blaðamenn: Harpa Oddbjörnsdóttir, 846 7487, harpa@bb.is Herbert Snorrason, 846-3971, herbert@bb.is Auglýsingar: Halldór Sveinbjörnsson, 894 6125, halldor@bb.is Prentvinnsla: Litróf ehf. Upplag: 2.200 eintök Dreifing: Íslandspóstur. Dreift án endurgjalds inn á öll heimili á norðanverðum Vestfjörðum Stafræn útgáfa: www.bb.is / facebook.com/pages/bbis Önnur útgáfa: Á ferð um Vestfirði ISSN 1670-021X Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið bb@bb.is. Auglýsingar þurfa að berast fyrir kl. 17 á mánudögum fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Ritstjórnargrein Samstöðu er þörf Spurning vikunnar Netspurningin er birt vikulega á bb.is og þar geta lesendur látið skoðun sína í ljós. Niðurstöðurnar eru síðan birtar hér. „Framtíðarlausnin er jarð- göng,“ segir Elías Jónatansson, bæjarstjóri í Bolungarvík, um veginn milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar. Hann segir að það liggi þó í augum uppi að eitthvað verði að gera vegna þeirrar hættu sem skapast á veginum. „Vest- firðir hafa mótað sér sameigin- lega stefnu í samgöngumálum á fjórðungsþingum, og ég veit ekki annað en að einhugur sé um þá stefnu.“ Á Fjórðungsþingi Vest- firðinga í Trékyllisvík í október var samþykkt ályktun þar sem forgangsröð Vestfirðinga var ítrekuð, en þar er áhersla lögð á að ljúka vegagerð um Gufudals- sveit í Barðastrandarsýslu, Dýra- fjarðargöng og heilsársveg um Dynjandisheiði, að nýr vegur verði lagður í Árneshrepp, og að jarðgöngum milli Ísafjarðar og Súðavíkur verði komið á sam- gönguáætlun. Í skýrslu Veðurstofunnar frá 2006 um hættumat vegna snjó- flóða og grjóthruns á vegum milli Súðavíkur og Bolungarvíkur kom fram að áhætta á Kirkjubóls- og Súðavíkurhlíðum væri sambæri- leg við áhættu á Óshlíðarvegi. Mun meiri umferð var um Óshlíð, en jarðgöng hafa nú komið í stað þess vegar. Öryggisbúnaður sem var í Óshlíð var fjarlægður, og til tals hefur komið að setja hann upp á Súðavíkurhlíð. „Ég er alveg sannfærður um að það væri skynsamlegt að gera ráðstafanir á Súðavíkurhlíð sem draga úr hættu, jafnvel þótt farið verði í jarðgöng síðar,“ segir Elías. „Það tekur talsverðan tíma að hanna göng og grafa þau, og því meira öryggi sem við höfum fram að þeim tíma, þeim mun betra.“ – herbert@bb.is Framtíðarlausnin er jarðgöng Ómar Már Jónsson, sveitar- stjóri Súðavíkurhrepps, segir það liggja ljóst fyrir að útilokað verði að tryggja umferðaröryggi á veg- inum um Súðavíkur- og Kirkju- bólshlíðar, en sem dæmi má nefna að á Súðavíkurhlíð eru 22 skilgreindir snjóflóðafarvegir. Síðasta vetur féllu flóð úr 20 þess- ara farvega á örfárra daga tíma- bili. Þannig varð byggðin í Skut- ulsfirði, Hnífsdal og Bolungarvík samgöngulaus við umheiminn. „Þegar maður veltir fyrir sér hverjar líkurnar séu á því að sama manneskjan lendi í snjóflóði á rétt rúmum áratug kemur á mann nokkuð hik. Þær eiga að vera nánast engar, en systir mín hefur lent í því, annars vegar í snjó- flóðinu í Súðavík í janúar 1995 og síðan aftur á Súðavíkurhlíð- inni á leiðinni heim úr vinnu frá Ísafirði árið 2006. Þá slasaðist björgunarveitarmaður illa við að bjarga þeim sem í flóðinu lentu. Þess má geta að björgunarsveit- armaðurinn fékk engar bætur frá tryggingafélaginu sínu vegna slyssins þar sem hann var í sjálf- boðaliðastarfi. Þessi vegur er því algjörlega óásættanlegur og hann verður aldrei öruggur,“ segir Óm- ar Már. „Mér finnst mjög jákvætt að Kristján Möller sé sammála okk- ur um að eina raunhæfa lausnin séu jarðgöng á milli, og ég get ekki verið annað en þakklátur fyrir það. Við þurfum að taka tillit til þeirrar samstöðu sem hefur myndast meðal Vestfirð- inga um okkar samgönguáætlun, en þar erum við öll sammála og hvikum ekki frá því hvernig við viljum að forgangsröðun sé hátt- að. Á Fjórðungsþingi Vestfirð- inga í Trékyllisvík í október var staðfestur sá einhugur og sú sam- staða sem ríkir í þessum málum. Þar kom fram samstaða um að Álftafjarðargöng verði sett á sam- gönguáætlun, og að þau verði sett í framkvæmd strax á eftir Dýrafjarðargöngum.“ Kristján L. Möller, fyrrverandi ráðherra samgöngumála, hefur lýst yfir undrun sinni á forgangs- röðun Vestfirðinga, en Ómar segir að jafnvel þó menn séu sam- mála um að Álftafjarðargöng hafi meira öryggisgildi en Dýrafjarð- argöng sé staða mála einfaldlega sú að eðlilegra sé að byrja á Dýra- fjarðargöngum. „Þau göng eru tilbúin, og ef við færum að breyta forgangsröðinni og kalla eftir því að Álftafjarðargöng verði á undan myndi það taka mörg ár. Það hafa engar athuganir farið fram á Álftafjarðargöngum, og þær taka tíma. Skynsamlegast er að hefja framkvæmdir við Dýrafjarðar- göng og nota tímann til að und- irbúa Álftafjarðargöng þannig að framkvæmdir geti hafist þar á eftir. Það er það sem við skorum á stjórnvöld að gera.“ Vegurinn aldrei öruggur Talsvert er um grjóthrun í Súðavíkurhlíð. Samgöngur voru ofarlega í hugum fulltrúa á Fjórðungsþingi Vestfirð- inga, sem haldið var í Trékyllisvík fyrri hluta október. Í einni af mörgum ályktunum þingsins er þess krafist að forgangsröðun stjórnvalda beinist áfram að bættum samgöngum á Vestfjörðum, þar sem íbúar þess lands- hluta njóti ekki líkt og aðrir landsmenn, að allar byggðir tengist aðal þjóðvegakerfinu og að samtenging milli einstakra byggða innan fjórð- ungsins sé enn árstíðabundin með sumarfærum slóðum, sem í upphafi tuttugustu og fyrstu aldar eru langt frá því að geta kallast akvegir. Um vetrarferðir er ekki að ræða. Hversu lengi Vestfirðingar hafa verið látnir sitja á hakanum sést ef til vill best á þeirri upptalninu vegaframkvæmda, sem tilgreindar eru í ályktun Fjórðungsþingsins, en þær eru slíkar að vöxtum og dreifðar um Vestfjarðakjálkann, að ókunnugir eiga áreiðanlega erfitt með að trúa hvernig slíkt hefur viðgengist, miðað við það sem áunnist hefur í öðrum landshlutum. (Atkvæðavægið, sem Vestfirðingar eru sagðir hafa haft umfram aðra landsmenn á Alþingi, og valdið hefur mörgum þyngslum fyrir brjósti, hefur greinilega skilað sér illa.) Fjórar stórframkvæmdir eru nauðsynlegar til að ná settu markmiði í samgöngum á Vestfjörðum, auk þess sem að er unnið: Vegur um Gufudalssveit, Dýrafjarðargöng og endurgerð vegar um Dynjandisheiði, (framkvæmdir sem verða að haldast í hendur þar sem hvor fyrir sig, ein og sér, kemur að litlu sem engu gagni), nýr vegur um Árneshrepp og jarðgöng milli Ísafjarðar og Súðavíkur. Allt eru þetta framkvæmdir, sem Vestfirðingar öðrum fremur gera sér ljóst, af áratuga biturri reynslu, að verða ekki hristar fram úr erminni. En svo lengi hafa Vestfirðingar setið á hakanum, að segja má að þetta sé orðin spurning um tilvist byggða. Í ljósi þessa er þyngra en tárum taki andstaðan sem vegagerð á sunnan verðum Vestfjörðum hefur mætt, þrátt fyrir einhuga afstöðu heimamanna og Vegagerðarinnar um vegstæði, en þar eru nokkar skógarhríslur metnar skörinni hærra en afkoma og velferð íbúanna. Hálfrar aldar afmælis götuslóðans yfir Dynjandisheiði var minnst fyrir fáeinum árum. Þá kröfu verður að gera til stjórnvalda og Vega- gerðarinnar að jöfnum höndum verði unnið að undirbúningi nýs vegar yfir heiðina og Dýrafjarðargöngum og samhliða verði ráðist í bæði verkin. Jarðgöngin milli Ísafjarðar og Súðavíkur eru nauðsynleg á sömu forsendum og Bolungarvíkurgöngin. Nútíma vegur um Árneshrepp verður lífæð Strandanna. Að kröfunni um allar þessar framkvæmdir, sem hornsteina framtíðar Vestfjarða, verða Vestfirðingar að standa ein- huga. Þetta langtíma verkefni krefst þrautsegju og samstöðu. s.h. Ætlar þú að ferðast til útlanda í haust? Alls svöruðu 551. Já sögðu 144 eða 26% Nei sögðu 379 eða 69% Óvíst sögðu 28 eða 5%

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.