Bæjarins besta


Bæjarins besta - 07.11.2013, Blaðsíða 12

Bæjarins besta - 07.11.2013, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER 2013 Fanney Rósa Jónsdóttir fékk verðlaun fyrir besta búninginn á Halloween (hrekkjavöku) diskói sem haldið var á Edinborg Bistro- bar á laugardagskvöld en þar var hún í gervi uppvaknings (e.zombie), manns sem hefur verið vakinn upp frá dauð- um. „Dómnefndinni þótti hún vera hryllilegust, enda var það eitt af skilyrðunum sem þurfti að uppfylla og hún lagði greinilega mikið í förð- unina. Það voru mjög margir í flottum og metnaðarfullum búningum, ekki alveg allir samt í „hryllingsþema“ en flottir engu að síður. Og ég tala nú ekki um farðanirnar, fólk leggur greinilega mikið á sig, jafnvel nokkurra klukku- stunda ferli,“ segir Eygló Jónsdóttir, einn af skipu- leggjendum kvöldsins en hún sá jafnframt um tónlistina sem DJ Gló og spilaði bæði gamla og nýja „horror“ tónlist. Dómnefndina skipuðu starfskonurnar á barnum, Katrín Líney Jónsdóttir, Guðrún S. Matthíasdóttir og Sædís Ingvarsdóttir. „Það voru þarna nemar frá Háskólasetri Vestfjarða og ég held að þeir hafi skemmt sér manna mest, þau yfirgáfu dansgólfið að minnsta kosti ekki eina mínútu allt kvöldið og þökkuðu vel fyrir sig í lokin,“ segir Eygló. Húsið var troðfullt og gleðin og stemm- ningin gríðarleg segir hún. Verður annað Halloween diskó haldið að ári? „Þegar eitthvað tekst svona vel þá er engin ástæða til að gera það ekki aftur og ég er viss um að hér verði annar eins hrylling- ur að ári. Um að gera að taka þennan sið upp aftur, enda keltneskur siður. Eldgamall og flottur,“ segir Eygló. – harpa@bb.is Uppvakningur þótti hryllilegastur

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.