Bæjarins besta


Bæjarins besta - 07.11.2013, Blaðsíða 8

Bæjarins besta - 07.11.2013, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER 2013 Vestfjarðavíkingur í útrás Stakkur hefur ritað viku- lega pistla í Bæjarins besta í mörg ár. Skoð- anir hans á mönnum og málefnum hafa oft verið umdeildar og vak- ið umræður. Þær þurfa alls ekki að fara saman við skoðanir útgefenda blaðsins. Þrátt fyrir það bera ábyrgðarmenn blaðsins ábyrgð á skrif- um Stakks á meðan hann notar dulnefni sitt. Stakkur skrifar Auglýsingasími Bæjarins besta og bb.is er 456 4560 smáar Til sölu er rafmagnsrúm frá Betra bak. Stærð: 90x200. Upplýsing- ar gefur Elísabet í síma 866 4803. Miklar breytingar hjá BÍ/Bolungarvík Miklar breytingar verða á meistaraflokksliði BÍ/Bolungar- víkur á næsta keppnistímabili. Allt að níu leikmenn sem áttu sæti í liðinu geta verið á förum. Öruggt er að Alejandro Bereng- uer Munoz markvörður verður ekki áfram né heldur þeir Ben Everson, Daniel Badu, Theodore Eugene Furness og Max Toul- oute. Þá er Ingimar Elí Hlynsson farinn aftur til FH og Alexander Veigar Þórarinsson verður ekki áfram hjá liðinu. „Svo er ennþá spurning með Michael Abnett en við höfum fengið fyrirspurnir frá liðum í Pepsi deildinni vegna hans og komum að sjálfsögðu ekki til með að standa í vegi fyrir því að hann fari ef gott tilboð fæst. Það er líka smá spurninga- merki með Dennis Nielsen,“ segir Samúel S. Samúelsson for- maður BÍ/Bolungarvíkur. Gunnar Már Elíasson hefur verið að glíma við meiðsli og verður að öllum líkindum ekki leikfær fyrr en í ágúst á næsta ári að sögn Samúels. „Það er hoggið ansi stórt skarð í hópinn,“ segir Samúel. Forsvarsmenn fyrirtæk- isins hafa nýlega framlengt samning við Hafstein Rúnar Helgason, sem var valinn besti leikmaður liðsins á nýliðnu tíma- bili. „Það eru allir gríðarlega ánægðir með þessi tíðindi því auk þess að vera góður leikmaður þá er Hafsteinn gull af manni og fyrirmynd okkar allra. Svo var Ólafur Atli Einarsson að skrifa undir sinn fyrsta meistaraflokks samning í vikunni og við bindum miklar vonir við hann enda mun hann eflaust styrkja leikmanna- hóp liðsins næsta sumar,“ segir Samúel. Þá mun Nigel Quashie leika með liðinu á næsta tímabili. Að sögn Samúels verður engin breyting á þjálfaraliðinu. Jör- undur Áki Sveinsson verður áfram þjálfari og Ásgeir Guð- mundsson verður honum áfram innan handar. Þá verða Gunn- laugur Jónasson sjúkraþjálfari og Ívar Pétursson liðsstjóri áfram hjá liðinu. „Við vonumst til að geta fjölgað Íslendingum í liðinu en það er hægara sagt en gert. Íslenskir knattspyrnumenn virð- ast margir hverjir hræddir við að flytja út á land til að spila. Við eigum gríðarlega efnilega stráka sem eru að koma upp úr yngri flokkum félagsins, þar með talið þá þrjá sem eru í U17 landslið- inu,“ segir Samúel. Samúel segist eiga von á því að Ólafur Atli, Nikulás Jónsson og Matthías Króknes spili stærra hlutverk með liðinu á næsta tíma- bili. „Sigurgeir Sveinn Gíslason verður líka áfram en hvort Andri Rúnar Bjarnason verði það líka á eftir að koma í betur í ljós, en við vonum það besta,“ segir Samúel. Æfingar hjá liðinu fóru af stað í þessari viku og segir Samúel þá vera fara af stað með að styrkja leikmannahópinn. – harpa@bb.is Miklar breytingar verða á meistaraflokksliði BÍ/Bolungarvíkur á næsta keppnistímabili. Það eru merkistíðindi að Halldór Halldórsson fyrrum bæjar- stjóri í Ísafjarðarbæ og formaður Sambands íslenskra sveitarfé- laga skuli gefa kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Vestfirðingar þekkja Halldór, og af góðu. Hann hefur einnig staðið sig vel sem formaður Sambandsins. Hvað þarf til að leggja í það stórvirki að taka þátt í prófkjörsbaráttu á vegum Sjálfstæðisflokksins í stærsta sveitarfélagi Íslands með skömmum fyrirvara? Halldór kynnti ákvörðun sína áður en Jón Gnarr Kristinsson borgarstjóri Besta flokksins lét upp- skátt að hann hygðist hætta afskiptum af stjórnmálum sem borgarstjóri. Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík hefur ekki náð vopnum sínum, hann skortir fyrri styrk með fimm borgar- fulltrúa, hefur lengstum haft hreinan meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur. Sjálfstæðislokkinn hefur ekki aðeins skort styrkinn sem felst í fulltrúatölunni. Fulltrúar hans í borgarstjórn hafa ekki verið nægilega sannfærandi síðustu árin. Skoðanakannanir sýna að Björt framtíð sé á góðri leið með að taka við af Besta flokknum og fái 6 fulltrúa, en Sjálfstæðis- flokkurinn haldi aðeins sínum fimm fari kosningar í samræmi við þetta og það lofar ekki góðu fyrir hann. Ein skoðanakönnun leiðir í ljós ef mark er á er á takandi að fremstur þeirra fjögurra sem sækjast eftir 1. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins fari Júlíus Vífill Ingvarsson, en næstur komi Halldór. Hann er sá eini sem virðist geta veitt Júlíusi samkeppni. Það verður fróðlegt að fylgjast með því hvað gerist á næstu dögum í þessum efnum. Enn eru níu dagar til prófkjörs og aldrei að vita hvað gerist á þeim tíma. Sagt er að einn dagur í pólitík sé langur tími þegar þannig ber undir. Aftur að Halldóri. Hann er lagður í víking og útrás frá Vest- fjörðum, sem jafnframt er innrás í Reykjavík. Vel gæti hugsast, einkum ef hann nær tilætluðum árangri, að margt kunni að fara á betri veg í höfuðborginni. Mörgum hefur þótt brandarinn Jón Gnarr fyndinn. En sú fyndni nær ekki út fyrir borgarmörkin, enda hefur verið safnað skuldum á líðandi kjörtímabili. Engu að síður er það svo að Sjálfstæðisflokkurinn nýtur ekki sama trausts og fyrr líkt og gildir um aðra stjórnmálaflokka, sem ekki eru byggðir á nýjungagirninni einni saman. Hvað sem öðru líður er Halldóri óskað velgengni og þess vænst að hann hafi góð áhrif á stjórn Reykjavíkur. Þá er til nokk- urs unnið.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.