Bæjarins besta - 07.11.2013, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER 2013 13
Nemendur í NV-kjördæmi undir
meðaltali í öllum námsgreinum
Nemendur í 10. bekkjum
grunnskólanna í Norðvestur-
kjördæmi eru með normal
dreifðar einkunnir (á kvarðan-
um 0-60), 28,4 í íslensku, 27,4
í ensku og 28,3 í stærðfræði,
sem í öllum tilfellum er lægst
miðað við aðra landshluta,
samkvæmt niðurstöðum
Námsmatsstofnunar á árangri
nemenda í samræmdum könn-
unarprófum sem fram fóru í
haust. Grunnskóla einkunn
fylgir normal dreifingu og er
meðaltal hennar 30 og staðal-
frávik 10 sem þýðir að meðaltal
í hverri námsgrein er ávallt 30.
Á kvarðanum 1-10 er meðaltal
10. bekkja nemenda í kjördæm-
inu 5,6 í íslensku og 6,5 í
ensku. Prófað er í þremur
greinum í 10. bekk og tveimur í
4. og 7. bekk. Í 10. bekk er
prófað í íslensku, ensku og
stærðfræði en í 4. og 7. bekk er
prófað í íslensku og stærðfræði.
Nemendur í 7. bekk í NV-
kjördæmi eru rétt undir meðal-
tali í íslensku með 29,7 og 29,3
í stærðfræði. Nemendur í 4.
bekk grunnskóla í Norðvestur-
kjördæmi eru undir meðaltali í
íslensku og stærðfræði með
28,0 og 27,6. Í íslensku eru þeir
með lægstu einkunnina miðað
við aðra landshluta.
Ef litið er til landsins í heild
og dreifingu einkunna í
íslensku og ensku í 10. bekk,
kemur í ljós að enginn nemandi
í NV-kjördæmi er með 10 í
íslensku en á landinu öllu fengu
32 slíka einkunn. Aftur á móti
eru 10 nemendur með 1 í
íslensku og einn nemandi fær 1
í ensku. Flestir eru með 8 og
8,5 í ensku á meðan flestir fá 6
í íslensku. Í sjöunda bekk eru
þrír nemendur með 10 í
íslensku á meðan 125 nem-
endur fengu 10 í stærðfræði.
Lægsta einkunn í íslensku í
sjöunda bekk er 2 en það eru
tveir nemendur með þá eink-
unn. Fjórir nemendur fengu 1 í
stærðfræði.
– harpa@bb.is Grunnskólinn á Ísafirði.