Bæjarins besta


Bæjarins besta - 07.11.2013, Blaðsíða 2

Bæjarins besta - 07.11.2013, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER 2013 Tíu tilboð bárust í leigu lax- veiðiréttinda í Laugardalsá næsta sumar, en tvö hæstu tilboðin voru frá sama aðila. Var þar annars vegar um að ræða tilboð í næsta sumar, upp á 9,5 milljónir króna, en hins vegar frávikstilboð upp á 11,5 milljónir á ári í fimm ár. Undanfarin ár hefur fyrirtækið Lax-á haft veiðiréttindi í Laugar- dalsá til leigu, en leiguverðið var um átta milljónir á ári. Þrjú önnur tilboð sem bárust voru hærri en núverandi leiga. Þetta kemur fram á vefnum Vötn og veiði. Veiðin í Laugardalsá var ekki af lakara taginu í sumar, en þar veiddust 404 laxar. Veiðimet í ánni er þó tæplega 600 laxar, svo nokkuð var eftir í það. Sami aðili með tvö hæstu tilboðin „Mér sýnist að sami fæðinga- fjöldi og í fyrra náist ekki í ár, sem mér skilst að hafi verið sögu- legt lágmark,“ segir Sigrún Rósa Vilhjálmsdóttir, starfandi ljós- móðir á Ísafirði. „Líklega náðst ekki fjörutíu fæðingar á þessu ári. Mér skilst að þetta sé staðan annars staðar og að yfir landið í heild séu fæðingar færri en verið hefur. Ég veit ekki hver skýringin en, en þetta gengur eitthvað í bylgj- um.“ Alls fæddust 45 börn á Heil- brigðisstofnun Vestfjarða á síð- asta ári en í ár eru þær orðnar 32. Tvær ljósmæður starfa hjá stofn- uninni en þær eru báðar í leyfi. Brösuglega hefur gengið að ráða ljósmæður í þeirra stað. „Ég er hér í afleysingum, en það hefur ekki tekist að manna stöðuna á móti mér, þannig að ég er ein. Núna er staðan þannig að það kemur önnur ljósmóðir nokkra daga í mánuði, sem þýðir að ég get lagt vaktsímann frá mér annað slagið. Ég veit ekki hvort það er nein lausn í sjónmáli á því.“ Útlit fyrir færri fæðingar en í fyrra Stórefld upplýsingamiðlun frá skíðasvæðunum á Ísafirði ið ferðamönnum upp á. Það kem- ur vonandi meira í ljós fljótlega.“ Eins og stendur er verið að standsetja snjótroðara skíða- svæðisins, en enn er ekki nægur snjór til að hægt sé að opna. „Við erum farnir að huga að því að framleiða, en við stefnum ekki að því að opna fyrr en upp úr miðjum þessum mánuði. Ef við fáum eitthvað smá snjóhret vinn- um við auðvitað úr því eins og við getum.“ – herbert@bb.is Upplýsingamiðlun skíðasvæð- isins á Ísafirði verður efld til muna í vetur að sögn Gauts Ívars Halldórssonar forstöðumanns svæðisins. Stærsta skrefið í þess- ari þróun er opnun nýrrar vefsíðu svæðisins, dalirnir.is, þar sem ætlunin er að miðla upplýsingum um það sem er í gangi á svæðinu og fréttir af viðburðum og fram- kvæmdum. „Vefsíðan er stór lið- ur í upplýsingamiðlun frá okkur til að auka aðgengi að því sem við erum að gera. Við ætlum bæði að markaðsetja og mark- aðssvæða svæðið meira í vetur. Við erum að standsetja fyrir vet- urinn núna, og setja upp annað sem í ljós kemur þegar af því verður. Það verður vonandi einhver breyting á svæðinu í vet- ur,“ segir Gautur Ívar. „Við ætlum að setja upp upp- lýsingaskilti, sem verður gert í þremur þrepum. Tilgangurinn er helst að reyna að höfða til þeirra sem eru hérna á svæðinu, en við viljum líka höfða til þeirra ferða- manna sem hingað koma. Við ætlum að hafa upplýsingar að- gengilegar á ensku, meðal annars í símsvaranum, sem gagnast von- andi líka þeim erlendu íbúum sem eru hér á svæðinu. Við erum líka að reyna að setja upp ein- hverja pakka sem við getum boð- Skíðasvæðið í Tungudal.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.