Listin að lifa - 01.10.2001, Síða 3
Listin iii lifii
Utgefandi: Landssamband eldri borgara, Suðurlandsbraut
30, 108 Reykjavík, sími 535-6000, fax 568-1026.
Formaður: Benedikt Davíðsson.
Blaðstjórn:
Helgi K. Hjálmsson formaður,
Bryndís Steinþórsdóttir, ritari,
Stefán Olafur Jónsson, gjaldkeri,
Hafsteinn Þorvaldsson, meðstjórnandi,
ásamt ritstjóra.
EFNISYFIRLIT
Leiðari: Útgáfumál Listin að lifa, Benedikt Davíðsson.....3
Frá Tryggingastofnun: Breyting tekjumarka.................4
í brennidepli: Húsnæðismálin, Árni Brynjólfsson...........5
Skrifstofa FEB í Rvk. flytur: Stefanía Björnsdóttir.......6
Með jöfnuðinn að leiðarljósi: Jón Kristjánsson ráðherra...8
Ég bý enn að trosinu: Rætt við Guðmund Daðason........10-13
Innilokuð og þjáð: Rætt við Ágústu Sigurðardóttur.........14
Fræðsluhornið: Bryndís Steinþórsdóttir...................16
Ljósar nætur: Frá Söngfélagi FEB í Rvk....................18
Haustljóð úr garði: Guðlaug Ingibjörg Sveinsdóttir.......19
Krossgátan okkar.........................................20
Hagstæðari vaxtakjör fyrir félagsmenn LEB................22
Svarbréf frá bönkunum.................................22-25
Bænin lifir þar enn: Rætt við Þóreyju
Kristínu Guðmundsdóttur..................................26
Dansað, sungið og leikið: Frá skemmtideild Birtu Patreksf.27
Klaustrið í Garðabæ er nú hjúkrunarheimili............30-32
Blákaldur veruleikinn: Pétur Guðmundsson.................34
Akureyringará Austurlandi: Ingigerður Einarsdóttir.......36
Byrjaði nýtt líf: Rætt við Guðna Karlsson.............40-21
Frá Snúði og Snældu: Stjórn leikfélags FEB í Rvk.........41
Fyrir hvern slær hjartað? Rætt við Ullu Gregersen.....44-45
Hvað er frímerki? Jón Aðalsteinn Jónsson..............46-47
Alkort: Jón Aðalsteinn Jónsson...........................48
Sagan í Skálholti: Rætt við Bernharð Guðmundsson.........49
Maður er manns gaman: Pálína Jónsdóttir...............50-52
Friðar- og kærleikskort: Verðlaunakortið 2001............52
Hugsjónir-barátta: Björg Finnbogadóttir..................53
Ritstjóri: Oddný Sv. Björgvins
Netfang ritstjóra: ob@simnet.is
Auglýsingastjóri: Árni Hróbjartsson
Netfang auglýsingastjóra: memo@itn.is
Prentvinnsla: Prentsmiðjan Hjá GuðjónÓ
Forsíðumyndin er frá Þingvöllum, þjóðgarði og
helgireit íslendinga. Haustlitir loga í landslagi, lyngið
ber rautt við kristaltæran vatnsbláma í hraungjánni,
Búrfellið rís fjólublátt upp í himinblámann og
Almannagjáin með sitt svarta, tignarlega hamrabelti
sker fjallið frá mjúku gróðurlendi sem óðum er að
kveikja gulbrúnan litatón. Haustlitaferð til Þingvalla
gefur mikið á björtum degi.
Ljósmyndari: KaJ'n Hafirfjörð
UTGAFUMAL:
Listin að lifa
Af ýmsu gæti verið að taka nú til að
skrifa um í leiðara blaðs okkar, Listin að
lifa. Margar opinberar aðgerðir hafa kom-
ið til framkvæmda eða verið tilkynnt um þær á þessu sumri sem
hafa veruleg áhrif á aðstöðu og kjör eldri borgara í landinu á næstu
mánuðum. Það sem snertir flesta eru trúlega þær breytingar sem
tilkynnt hefur verið um í almannatryggingakerfinu, þær form-
breytingar sem komu til framkvæmda 1. júlí gagnvart sambýlis-
fólki og með tilkomu tekjutryggingaraukans gagnvart einstakling-
um. Ný frítekjumörk I. september, allt þetta er heldur jákvætt og
ætti að vega svolitið á móti þeim gífurlegu almennu kostnaðar-
hækkunum sem dunið hafa yfir á síðustu mánuðum. Hið neikvæða
sem sérstaklega snýr að öldruðum er hinsvegar mikil hækkun á
jrjónustugjöldum eldra fólks, hlutfallslega langt umfram það sem
gerist hjá öðru fólki. Þetta á ekki síst við um hækkanir á kornu-
gjöldum til sérfræðinga og vegna röntgenrannsókna þar sem
hækkunin nemur yfir 60%. En ýmsir aðrir munu gera þessum þátt-
um skil í blaðinu svo að nánar ætla ég ekki að íjalla um það nú.
Útgáfumál: Eftir að hin sameiginlega útgáfa Félags eldri
borgara í Reykjavík og Landssambandsins hófst á blaði okkar,
Listin að lifa, í desember 1997, hefir blaðið eflst og dafnað og
orðið virkara í umfjöllun um áhuga- og hagsmunamál eldri borg-
ara. A landsfundi LEB í maí sl. var samþykkt tillaga þar sem
framkvæmdastjórn LEB var falið að leita eftir samkomulagi við
félagið í Reykjavík um að Landssambandið yfirtæki alfarið
ábyrgð á útgáfu blaðsins.
Nú hefir orðið samkomulag um það milli framkvæmdastjórnar
LEB og stjórnar FEB í Reykjavík að þessi yfirtaka fari formlega
fram með útgáfu þessa tölublaðs af Listinni að lifa. Blaðið mun þó
a.m.k. fram til næstu áramóta njóta allrar þeirra þjónustu sem það
hefur haft hjá félaginu í Reykjavík og verða undir ritstjórn Odd-
nýjar Sv. Björgvins. Ný ritnefnd hefir hinsvegar tekið til starfa og
eiga sæti í henni þau Helgi K. Hjálmsson, Garðabæ, Bryndís
Steinþórsdóttir, Rvík, Hafsteinn Þorvaldsson, Selfossi, og Stefán
Ólafur Jónsson, Rvík. Sami auglýsingastjóri, Árni Hróbjartsson og
sama prentverk, prentsmiðjan hjá Guðjóni Ó, munu einnig sinna
blaðinu a.m.k. til næstu áramóta.
Ég vænti þess að sú formbreyting sem nú verður á um útgáf-
una falli vel að hugmyndum félaganna vítt um land og að blaðið
fái notið áframhaldandi vinsælda. Ég vænti þess einnig að félags-
menn um land allt eflist til þátttöku um efnis- og auglýsingaöflun
fyrir blaðið, sem stefnt er að í framtíðinni að verði ennþá öflugra,
til þess að koma á framfæri málefnum er snerta eldri borgara, bæði
á menningarlegum og efnahagslegum sviðum.
Það er hinsvegar ljóst að styrkja þarf Ijárhagslega stöðu blaðs-
ins því að samtökin hafa ekki efni á að greiða milljónir króna með
útgáfunni. Því er nú þegar hafinn undirbúningur að ráðstöfunum
til þess. Ég vona að okkur takist að halda áfram reglulegri útgáfu
a.m.k. ijögurra tölublaða á ári og hvet félagsmenn til að stuðla að
því með aukinni virkni.
' {</(}ssati.
fonnaður LEB
3